Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 35
ALMAN NAVARN I R
1999). Einnig þann Qölda birgða-
eininga sem lagt er til að verði á
hveq'um stað.
Þessi dreifmg birgðastöðva þýðir
að þyrla með stoðbúnað frá Reykja-
vik ætti að geta verið komin full-
hlaðin hvert sem er á landinu á
tveimur tímum, miðað við venjuleg
veðurskilyrði og beina fluglínu.
Búnaðamefnd fékk við vinnu sína
nokkrar ábendingar varðandi staðar-
val stoðbúnaðarstöðva. Ekki verður
hér fjölyrt um forsendur nefndarinn-
ar varðandi það. Á hinn bóginn er
tillaga hennar um staðarval engin
endanleg niðurstaða. Mestu máli
skiptir að ákvörðun verði tekin um
heildarskipulag búnaðar. Staðarval
búnaðarstöðva þarf heldur ekki að
verða endanlegt. Staðarval má
stöðugt endurskoða út frá samgöng-
um og ætlaðri þörf á hveijum tíma.
Til dæmis geta ný jarðgöng breytt
forsendum fyrir staðarval búnaðar-
stöðva.
3.2.3 Ráðstöfún stoðbúnaðar
Við vá:
Með dreifmgu búnaðarstöðva um
landið er leitast við að tryggja til-
tekna nánd allra landshluta við stoð-
búnaðinn. Hvaðan búnaður kemur
til skaðasvæðis ræðst af veðri, færð,
flutningsmöguleikum og öðrum
þáttum hveiju sinni og af því leiðir
að búnaður á einum stað er ekki
bundinn þeim landshluta.
Gera verður að reglu að sendur sé
búnaður frá a.m.k. tveimur stöðvum
til áfallasvæðis hveiju sinni. Ekki er
hægt að reiða sig á að búnaðarsend-
ing frá einum stað skili sér af fúllu
öryggi innan tiltekins tíma til áfalla-
svæðis.
Vegna cefinga:
Búnaðarnefnd leggur áherslu á
mikilvægi þess að þeir sem koma til
með að nota búnaðinn öðlist reynslu
af notkun hans og kynnist uppbygg-
ingu hans, samsetningu og um-
gengni um hann. Ávallt verði geng-
ið svo frá einingunni að hún sé til-
búin til notkunar strax að lokinni
æfingu.
Tillögur bún-
aðarnefndar
gera ráð fyrir
að búnaður
frá a.m.k.
tveimur
stoðbúnað-
arstöðvum
sé sendur til
áfallasvæðis
strax í kjölfar
hamfara.
Tjón sem
varð á Hellu í
jarðskjálft-
anum 17. júní
2000. Ljósm.
JÓE/AVRIK.
3.2.4 Áætlaður kostnaður vegna
stoðbúnaðar
Búnaðamefnd hefur áætlað eftir-
farandi kostnað við uppbyggingu
stoðbúnaðareininga:
1 eining stoðbúnaðar 17 millj. kr.
13 einingar stoðbúnaðar
samtals 221 millj. kr.
í áætluðum kostnaði er gert ráð
fyrir ófyrirséðum kostnaði og hönn-
un sem hlutfalli af reiknaðri sam-
tölu.
3.2.5 Fjármögnun stoðbúnaðar
Búnaðarnefnd lítur á landið allt
sem eina heild við uppbyggingu
stoðbúnaðar og búnaðinn sem einn
pakka. Burtséð frá því hvar búnað-
arstöðvum verði valinn staður yrði
stoðbúnaðurinn því fjármagnaður af
öllum almannavamanefndum sam-
eiginlega. Nefndinni þykir eðlilegt
að miðað verði við íbúafjölda þegar
kostnaðarhlutdeild hverrar almanna-
varnanefndar í stoðbúnaði verður
ákvörðuð. Þannig jafnast kostnaður
á alla landsmenn.
Samkvæmt skilningi búnaðar-
nefndar yrði ríkisvaldinu skylt að
taka þátt í fjármögnun stoðbúnaðar,
en samkvæmt h-lið 6. gr. laga um
almannavamir er söfnun birgða og
varsla þeirra meðal þátta sem undir
ríkisvaldið falla í skipulagi al-
mannavama.
1 6 1