Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 58
UMHVERFISMÁL ÝMISLEGT Stöðvarhús Landsvirkjunar opin almenningi 1. Tryggt verði ijármagn til að ráða starfsmann í ffamtíðarstarf við sam- ræmingu, ráðgjöf og stuðning við þau sveitarfélög sem vinna að gerð Staðardagskrár 21. Jafnframt verði tryggt fjármagn til nauðsynlegs þró- unar-, kynningar- og útgáfustarfs í tengslum við starfið. 2. Kostnaður sveitarfélaga við gerð Staðardagskrár 21 verði tekinn sér- staklega fyrir í viðræðum um verka- skiptingu og tekjustofna ríkis og sveitarfélaga sem nú standa yfir. 3. Stofnaður verði sérstakur sjóður til að veita styrki til sveitarfélaga vegna verkefna og fjárfestingar sem miðar að því að nálgast markmiðið um sjálfbæra þróun. Sérstaklega verði tekið tillit til sérstöðu fá- mennra sveitarfélaga og þeirra vandkvæða sem þau eiga við að glíma við áætlunargerð til langs tíma. 4. Veitt verði árleg viðurkenning, Islensku staðardagskrárverðlaunin, til þess sveitarfélags sem best hefur unnið að gerð Staðardagskrár 21. Jafnframt verði veitt viðurkenning fyrir áhugaverðustu verkefnin sem unnið er að í anda Staðardagskrár 21. 5. Lögð verði áhersla á að umsjón með gerð Staðardagskrár 21 er ekki aðeins verkefni ráðuneytis umhverf- ismála, heldur einnig annarra ráðu- neyta. 6. Stefnt verði að stofnun sérstakr- ar landsneíndar um sjálfbæra þróun (NCSD) í samræmi við samþykktir Ríóráðstefnunnar. 7. Stefnt verði að undirritun yfir- lýsingar UNEP um hreinni fram- leiðslutækni til að undirstrika enn frekar vilja stjómvalda til að hafa fyrirbyggjandi aðgerðir að leiðar- ljósi við stefnumótun og áætlunar- gerð. Gerð Staðardagskrár 21 er ekki og getur aldrei verið átaksverkefni, heldur er um að ræða heildaráætlun um þróun samfélaga fram eftir 21. öldinni. Mikilvægi Staðardagskrár- starfsins endurspeglast í þeirri stað- reynd. Stöðvarhús Landsvirkjunar eru opin gestum og gangandi í allt sum- ar, í flestum tilvikum milli kl. 13.00 og 17.00, en í sumum þeirra til kl. 18.00 um helgar. Þá efnir Lands- virkjun til listsýninga í tveimur þeirra í samstarfi við Félag íslenskra myndlistarmanna (FÍM) í tilefni af Reykjavík menningarborg Evrópu. Hér fer á eftir listi yfir stöðvamar og örstutt lýsing á hverri þeirra og því sem þar ber fyrir augu Blöndustöð Blöndustöð þykir á margan hátt sérstakt mannvirki. Hún er stærsta raforkuver norðan heiða. Stöðvar- húsið er á 200 metra dýpi en að- gengi er um 800 m löng jarðgöng og lyftu. Landsvirkjun þykir jafn- framt ástæða til að benda á áhuga- verða útivistarkosti í Húnavatns- sýslum, merka sögustaði, göngu- leiðir og góða veiðistaði í ám og vötnum. Laxárvirkjun FÍM heldur listsýninguna List í orkustöðvum í Laxá III í allt sumar. Stöðin er í berghvelfingu neðanjarð- ar sem þykir skapa sýningunni frá- bært andrúmsloft. Þá hefur Lands- virkjun gefið út bækling um Laxár- stöðvar þar sem gönguleiðum á svæðinu em gerð sérstök skil. Krafla I Kröflustöð er gestastofa þar sem komumönnum er boðið að kynna sér hvernig jarðvarmi er nýttur til rafmagnsframleiðslu. í tengslum við virkjun Kröflu var lagður vegur sem gerir Leirhnjúkssvæðið ofan stöðv- arinnar aðgengilegt, en þar er sprengigígurinn Víti og mikil nátt- úrufegurð. Búrfellsstöð Búrfellsstöð í Þjórsárdal er stærsta raforkuver á landinu. í ná- grenni hennar eru margar nátt- úmperlur, s.s. Hjálparfoss, Háifoss og Gjáin í Þjórsárdal, einnig sögu- aldarbærinn Stöng og Þjóðveldis- bærinn sem stendur skammt frá Búrfellsstöð. Sultartangi Sultartangi er nýjasta aflstöð ís- lendinga en hún komst í fullan rekstur í byrjun yfirstandandi árs. Hana prýðir listaverkið Sólalda sem byggir á skuggaspili og áhugavert er að skoða. Frá Búrfellsstöð er vegur með bundnu slitlagi að Sultartanga. Hrauneyjafoss Frá Sultartanga tekur um 20 mín- útur að aka að Hrauneyjafossi og vegurinn þangað lagður bundnu slit- lagi alla leið frá Reykjavík. Bent er á að orkuverið er á leiðinni að sunn- an í Veiðivötn, Landmannalaugar eða norður Sprengisand. Ljósafossstöð I Ljósafossstöð fer fram sýningin List í orkustöðvum í sumar. Sýning- in er samstarfsverkefni FIM og Landsvirkjunar og fer ffarn í glæsi- legu rými stöðvarinnar en einnig er gestum boðið að fara um svæðið og jafnvel inn í stífluvegg stöðvarinnar. 1 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.