Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Síða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Síða 66
UMHVERFISMÁL Nefnd um endurnýt- ingu úrgangs Stjóm sambandsins hefur tilnefnt þær Ingu Jónu Þórðardóttur borgar- fulltrúa og Höllu Guðmundsdóttur, oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps, í nefnd sem umhverfisráðherra skip- aði hinn I. febrúar sl. til þess að fjalla um endumýtingu úrgangs. Verkefni nefndarinnar er að gera tillögur um aðgerðir sem stuðlað geta að aukinni flokkun og endur- nýtingu úrgangsefna og aðstoða ráðuneytið við að koma þeim til framkvæmda eftir nánara sam- komulagi. Nefndin skal hafa að leiðarljósi skuldbindingar Islands á þessu sviði, m.a. gagnvart samn- ingnum unt Evrópska efnahags- svæðið. Hún skal gera tillögur að markmiðum og huga að því hvort og þá hvemig megi beita hagrænum hvötum til að ná settum markmið- um og eftir atvikum koma með til- lögur um breytingar á löggjöf sem tekur til úrgangsmyndunar, endur- nýtingar og forgunar. Guðmundur G. Þórarinsson verk- fræðingur er formaður nefndarinnar, en aðrir í henni em Eyþór Þórhalls- son, verkfræðingur hjá Hönnun hf., Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildar- stjóri í umhverfisráðuneytinu, Ingi Arason, framkvæmdastjóri Gáma- þjónustunnar, tilnefhdur af Samtök- um atvinnulífsins, Ragna Halldórs- dóttir, deildarstjóri hjá Sorpu, til- nefnd af Fagráði um endumýtingu og úrgang (FENÚR). Sérstök sérfræðinganefnd starfar með nefndinni. í henni em auk for- manns Oskar Maríusson efnaverk- fræðingur og Olafur Kjartansson verkfræðingur, sem báðir em starfs- menn Samtaka atvinnulífsins. Nefndin hefúr starfsaðstöðu í um- hverfisráðuneytinu og er Guðlaugur Sverrisson verkefnisstjóri starfs- maður nefndarinnar. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum á þremur árurn. Hún á að skila til ráðherra áfangaskýrslu urn tillögur og aðgerðir, þeirri fyrstu, um markmið og leiðir síðar í sumar. KYNNING SVEITARSTJORNARMANNA Jóna Valgerður Kristjánsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps Jóna Valgerð- ur Kristjánsdótt- ir, fv. alþingis- maður, hefúr ver- ið ráðin sveitar- stjóri Reykhóla- hrepps frá 1. apr- íl sl. Jóna Valgerður er fædd 26. sept- ember 1935 í Reykjarfirði í Gmnna- víkurhreppi. Foreldrar hennar voru Kristján Guðjónsson trésmiður og Jóhanna Jakobsdóttir húsffeyja, sem lengst af bjuggu á ísafírði og eru bæði látin. Hún lauk gagnfræðaprófi vorið 1952 á ísafirði og námi við Hús- stjórnarskólann Osk vorið 1955. Hún hefur sótt endurmenntunar- námskeið hjá ýmsum menntastofn- unum í bókhaldi, tölvufræðum, ensku og þýsku og hlutanám við Kennaraháskóla Islands. Hún starfaði sem kennari við Gmnnskólann á ísafirði 1972-1974 og á ný 1978-1980. Hún var útibús- stjóri hjá Kaupfélagi ísfirðinga í Hnífsdal 1976-1978. Frá árinu 1980 starfaði hún hjá Endurskoðunarstofú Guðmundar Kjartanssonar á ísafirði og síðar hjá Löggiltum endurskoð- endum á Vestfjörðum. Jóna Valgerður hefúr tekið virkan þátt í félagsstörfum frá unga aldri, m.a. verið fomtaður ýmissa kvenna- samtaka. Á árinu 1991 var hún kos- in á þing fyrir Samtök um kvenna- lista á Vestfjörðum og sat á þingi til ársins 1995. Þá tók hún aftur við starfi sem kennari við Grunnskól- ann á Isafirði. Hún var kosin í bæj- arstjóm Isafjarðarbæjar í apnl 1996 en í september sama ár fluttist hún í Reykhólasveit þar sent eiginmaður hennar, Guðmundur H. Ingólfsson, hafði verið ráðinn sveitarstjóri, og vann sem aðstoðarmaður hans á skrifstofú hreppsins. Vorið 1998 var Jóna Valgerður kosin í hreppsnefnd Reykhóla- hrepps og gegndi starfi oddvita þar til í apríl að hún tók við starfi sveit- arstjóra eftir lát manns síns, en hann lést 19. mars sl. Jóna Valgerður og Guðmundur eignuðust fjóra syni og eina dóttur. Ólafur Magnús Birgisson sveitarstjóri Tálkna- fjarðíirhrepps Björn Óli Hauksson lét af starfi sveitar- stjóra Tálkna- fjarðarhrepps hinn 1. apríl sl. og hefur ráðist til starfa í Kosovo á vegum utanríkis- ráðuneytisins. Ólafur M. Birgisson hefur verið ráðinn sveitarstjóri í stað Bjöms Óla frá sama tíma. Ólafúr er fæddur 5. febrúar 1968 á Akureyri en fluttist til Isafjaröar þriggja ára og ólst þar upp. Foreldr- ar hans eru Gunnlaug J. Magnús- dóttir húsfreyja og Birgir Ólafsson rafvirki. Ólafúr lauk stúdentsprófi af eðlis- fræðibraut frá Menntaskólanum á Isafirði 1988, grunndeild rafiðnaða 1994 frá Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) og bygginga- tæknifræði frá Tækniskóla Islands vorið 1998. Ólafur starfaði í byggingarvinnu og á jarðvinnuvélum frá 1988 til 1993 á ísafirði. Vorið 1998 réðst hann til starfa sem skipulags- og byggingarfulltrúi Eyrarsveitar, Grundarfirði, og gegndi því starfi til 1. apríl sl. Eiginkona Ólafs er Helga Þórdís Guðmundsdóttir tónlistarkennari og eiga þau tvö börn. Fyrir átti hann eitt bam. 1 92

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.