Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 18
ERLEND SAMSKIPTI
NBD 20 í Reykjavík 1999
Ólafur Jensson, ritari NBD á íslandi
Samtökin Norrænn byggingar-
dagur - NBD - voru stoínuð í Sví-
þjóð í tengslum við byggingareína-
og heimilisiðnaðarsýningu sem
haldin var í Stokkhólmi 1927.
A þessari ráðstefnu voru tveir ís-
lenskir iðnaðarmenn, þeir Guð-
mundur Þorláksson og Jón Hall-
dórsson byggingameistarar. Þegar
heirn kom skrifaði Guðmundur
grein um þennan atburð í Tímarit
iðnaðarmanna.
í framhaldi af stofnun NBD voru
haldnar ráðstefhur á þriggja til fjög-
urra ára fresti annars staðar á Norð-
urlöndunum með hléi á striðsárun-
um, en hér á íslandi var 10. ráð-
stefnan haldin í Reykjavík árið
1968. Síðan þá hefur íslandsdeild
NBD verið mjög virk í þessu nor-
ræna samstarfi. Næsta ráðstefna hér
á landi var haldin í Reykjavík 1983,
NBD 15, og síðan var NBD 20
haldin dagana 5. til 8. september
1999.
Fljótlega eftir norrænu dagana
NBD 19 sem haldnir voru i Stokk-
hólmi 1996 fór stjórn Norræna
byggingardagsins á íslandi að undir-
búa NBD 20. í byijun árs 1997 var
samið við Úrval-Utsýn, að undan-
gengnu útboði, um samstarf við
undirbúning og framkvæmd NBD
20. Þetta samstarf tókst í alla staði
með miklum ágætum.
Þema NBD 20 var Norður-
lönd/heimurinn 2000 - byggingar-
list og náttúran - náttúran og tækn-
in.
NBD 20 hófst með sameiginlegri
skoðunarferð um Reykjavík og ná-
grannabyggðirnar sunnudaginn
5. september sem lauk í Ráðhúsi
Reykjavíkur þar sem gestir þáðu
veitingar í boði borgarstjóra, Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem
flutti ávarp og bauð þátttakendur
velkomna til Reykjavíkur.
Mánudaginn 6. september hófúst
hinir norrænu dagar formlega í Há-
skólabíói. Á meðan þátttakendur
skráðu sig og fengu gögn sín i forsal
lék Tríó Bjöms Thoroddsen norræn-
an jass. Þegar allir höfðu tekið sér
sæti í ráðstefhusal flutti fúlltrúi frá
tölvufyrirtækinu OZ stutt erindi um
möguleika í tölvuheiminum og
leiddi síðan alla viðstadda, með list-
rænu sjónarspili, inn i málverk eftir
hinn fræga listmálara Vincent van
Gogh. Opnunarræðu flutti formaður
NBD á Islandi, Þorvaldur S. Þor-
valdsson, skipulagsstjóri Reykjavík-
ur. Heiðursfyrirlesari var Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti
íslands. Erindið nefndi hún
„Skyggnst inn i næstu öld“. Gaf
Vigdís áhugaverða mynd af mögu-
leikum okkar á nýrri öld ef við nýt-
um þekkingu og sameiginlegan bak-
gmnn á Norðurlöndum til að styrkja
okkar eigin samfélög og bæta heim-
inn. Norman Pressman, prófessor
frá Kanada, flutti erindi um „Vetrar-
borgir, þægindi og gott mannlíf i
þeim“. Hann benti á möguleika
okkar á norðurslóð að nýta sérstöð-
una, árstíðirnar, menninguna og
samstöðu en varaði við að slétta
þetta út með suðrænum áhrifúm.
Hallgeir Aalbu frá Noregi flutti
erindi um „NORDREGIO“, en það
er norræn stofnun með aðsetur í
Stokkhólmi, sem sér um rannsóknir,
námskeiðahald og eftirmenntun
tengda skipulagsffæðum og sveitar-
stjórnarmálum. Þórunn Sigurðar-
dóttir, stjórnandi menningarársins
2000, kynnti „Reykjavík menning-
arborg 2000“ og Lars Romare,
verkfræðingur frá Sviþjóð, sagði ffá
„NBD, fortíð og framtíðarsýn". Dr.
Ríkharður Kristjánsson verkfræð-
ingur flutti erindið „Mannvirkjagerð
og náttúran“. Gunnel Adlercreutz,
arkitekt frá Finnlandi, flutti erindi
sem hún nefndi „Byggingarlist,
skipulag og náttúra á 21. öld“. Jón
Sigurðsson, bankastjóri Norræna
fjárfestingarbankans, flutti erindi
um „Norðurlönd á nýrri öld og
breyttar áherslur um lánveitingar úr
sjóðum bankans“. Erindi Jóns vakti
athygli fyrir tengingu hans á lána-
málum Qármálastofnana við nátt-
úruvernd og virðingu fyrir mati á
umhverfisáhrifúm. Var víða vitnað í
erindi hans í fjölmiðlum.
Ráðstefnustjóri var Magnús Jó-
hannesson, ráðuneytisstjóri í um-
hverfisráðuneytinu.
Þriðjudaginn 7. september var val
um 10 stuttar fagferðir um Reykja-
vík og nágrannasveitarfélögin þar
sem áhugaverðir staðir og mann-
virki voru skoðuð undir faglegri
leiðsögn. Einnig var val um heils-
dagsferð á Þingvöll þar sem flutt
voru erindi um „Þjóðgarða og
skipulagningu hálendis íslands“.
Hinn 8. september var boðið upp
á hálendisferð í samstarfi við
Landsvirkjun með fagleiðsögn bæði
varðandi land og þjóð og einnig
virkjunarmál. I fyrsta sinn í sögu
NBD var efnt til golfmóts, NBD 20
Golf Open.
Þátttakendur á NBD 20 að þessu
1 44