Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Qupperneq 18

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Qupperneq 18
ERLEND SAMSKIPTI NBD 20 í Reykjavík 1999 Ólafur Jensson, ritari NBD á íslandi Samtökin Norrænn byggingar- dagur - NBD - voru stoínuð í Sví- þjóð í tengslum við byggingareína- og heimilisiðnaðarsýningu sem haldin var í Stokkhólmi 1927. A þessari ráðstefnu voru tveir ís- lenskir iðnaðarmenn, þeir Guð- mundur Þorláksson og Jón Hall- dórsson byggingameistarar. Þegar heirn kom skrifaði Guðmundur grein um þennan atburð í Tímarit iðnaðarmanna. í framhaldi af stofnun NBD voru haldnar ráðstefhur á þriggja til fjög- urra ára fresti annars staðar á Norð- urlöndunum með hléi á striðsárun- um, en hér á íslandi var 10. ráð- stefnan haldin í Reykjavík árið 1968. Síðan þá hefur íslandsdeild NBD verið mjög virk í þessu nor- ræna samstarfi. Næsta ráðstefna hér á landi var haldin í Reykjavík 1983, NBD 15, og síðan var NBD 20 haldin dagana 5. til 8. september 1999. Fljótlega eftir norrænu dagana NBD 19 sem haldnir voru i Stokk- hólmi 1996 fór stjórn Norræna byggingardagsins á íslandi að undir- búa NBD 20. í byijun árs 1997 var samið við Úrval-Utsýn, að undan- gengnu útboði, um samstarf við undirbúning og framkvæmd NBD 20. Þetta samstarf tókst í alla staði með miklum ágætum. Þema NBD 20 var Norður- lönd/heimurinn 2000 - byggingar- list og náttúran - náttúran og tækn- in. NBD 20 hófst með sameiginlegri skoðunarferð um Reykjavík og ná- grannabyggðirnar sunnudaginn 5. september sem lauk í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem gestir þáðu veitingar í boði borgarstjóra, Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem flutti ávarp og bauð þátttakendur velkomna til Reykjavíkur. Mánudaginn 6. september hófúst hinir norrænu dagar formlega í Há- skólabíói. Á meðan þátttakendur skráðu sig og fengu gögn sín i forsal lék Tríó Bjöms Thoroddsen norræn- an jass. Þegar allir höfðu tekið sér sæti í ráðstefhusal flutti fúlltrúi frá tölvufyrirtækinu OZ stutt erindi um möguleika í tölvuheiminum og leiddi síðan alla viðstadda, með list- rænu sjónarspili, inn i málverk eftir hinn fræga listmálara Vincent van Gogh. Opnunarræðu flutti formaður NBD á Islandi, Þorvaldur S. Þor- valdsson, skipulagsstjóri Reykjavík- ur. Heiðursfyrirlesari var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands. Erindið nefndi hún „Skyggnst inn i næstu öld“. Gaf Vigdís áhugaverða mynd af mögu- leikum okkar á nýrri öld ef við nýt- um þekkingu og sameiginlegan bak- gmnn á Norðurlöndum til að styrkja okkar eigin samfélög og bæta heim- inn. Norman Pressman, prófessor frá Kanada, flutti erindi um „Vetrar- borgir, þægindi og gott mannlíf i þeim“. Hann benti á möguleika okkar á norðurslóð að nýta sérstöð- una, árstíðirnar, menninguna og samstöðu en varaði við að slétta þetta út með suðrænum áhrifúm. Hallgeir Aalbu frá Noregi flutti erindi um „NORDREGIO“, en það er norræn stofnun með aðsetur í Stokkhólmi, sem sér um rannsóknir, námskeiðahald og eftirmenntun tengda skipulagsffæðum og sveitar- stjórnarmálum. Þórunn Sigurðar- dóttir, stjórnandi menningarársins 2000, kynnti „Reykjavík menning- arborg 2000“ og Lars Romare, verkfræðingur frá Sviþjóð, sagði ffá „NBD, fortíð og framtíðarsýn". Dr. Ríkharður Kristjánsson verkfræð- ingur flutti erindið „Mannvirkjagerð og náttúran“. Gunnel Adlercreutz, arkitekt frá Finnlandi, flutti erindi sem hún nefndi „Byggingarlist, skipulag og náttúra á 21. öld“. Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, flutti erindi um „Norðurlönd á nýrri öld og breyttar áherslur um lánveitingar úr sjóðum bankans“. Erindi Jóns vakti athygli fyrir tengingu hans á lána- málum Qármálastofnana við nátt- úruvernd og virðingu fyrir mati á umhverfisáhrifúm. Var víða vitnað í erindi hans í fjölmiðlum. Ráðstefnustjóri var Magnús Jó- hannesson, ráðuneytisstjóri í um- hverfisráðuneytinu. Þriðjudaginn 7. september var val um 10 stuttar fagferðir um Reykja- vík og nágrannasveitarfélögin þar sem áhugaverðir staðir og mann- virki voru skoðuð undir faglegri leiðsögn. Einnig var val um heils- dagsferð á Þingvöll þar sem flutt voru erindi um „Þjóðgarða og skipulagningu hálendis íslands“. Hinn 8. september var boðið upp á hálendisferð í samstarfi við Landsvirkjun með fagleiðsögn bæði varðandi land og þjóð og einnig virkjunarmál. I fyrsta sinn í sögu NBD var efnt til golfmóts, NBD 20 Golf Open. Þátttakendur á NBD 20 að þessu 1 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.