Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 20
HAFNAMÁL Ný viðhorf í hafnamálum 30. ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga haldinn í Hafnarfirði 30. september og 1. október 1999 Þrítugasti ársfundur Hafnasant- bands sveitarfélaga (HS) var hald- inn í Hafnarborg í Hafnarfirði dag- ana 30. september og 1. október 1999. Var fundurinn haldinn í Hafh- arfirði í tilefni af 90 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar á sl. ári. Árni Þór Sigurðsson, formaður HS, setti ársfundinn og bauð Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra, Árna Mathiesen sjávarútvegsráð- herra og aðra gesti velkomna. Ámi Þór flutti Hafnarfjarðarhöfn ham- ingjuóskir á 90 ára afmælinu og Hafnasambandi sveitarfélaga á 30 ára afmælinu. Bæjarfulltrúarnir Magnús Jón Ámason og Þorsteinn Njálsson vom fundarstjórar og til vara Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi og Gunn- laugur F. Gunnlaugsson hafnar- stjómarmaður, allir úr Hafnarfírði. Fundarritarar voru Auður Þorkels- dóttir, ritari hjá Hafnarfjarðarbæ, og ína Illugadóttir, starfsmaður Hafnar- fjarðarhafhar. Ávörp Ávörp fluttu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem bar ársfund- inum kveðjur ríkisstjómarinnar í til- efni afmælisfúndarins. Hann fjallaði síðan um breytta sýn í málefnum hafna, bæði hvað varðar gjaldskrá og samkeppni og vitnaði þar til áfangaskýrslu um framtíðarskipan hafnamála, en sú skýrsla er unnin af nefnd á vegum samgönguráðherra. Magnús Gunn- arsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, flutti kveðjur bæjarstjómar Hafnar- fjarðar og Valgerður Sigurðardóttir, formaður hafnarstjórnar Hafnar- fjarðarhafnar, flutti ávarp og færði samgönguráðherra, sjávarútvegsráð- herra og formanni HS blómvönd. Ámi Þór Sigurðsson flutti skýrslu stjómar fyrir starfsárið 1998-1999 og Gísli Gíslason, gjaldkeri hafna- sambandsins, gerði grein fyrir árs- reikningum 1998-1999, lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 1999-2000 svo og tillögu um árgjöld. Þá var samþykkt að fimm nefhdir skyldu starfa á ársfundinum, alls- heijamefhd, fjárhags- og gjaldskrár- nefnd, framtíðarnefnd, umhverfís- og mengunamefnd og kjömefnd. Framtíöarskipan hafnamála Á fundinum vom flutt fimm er- indi um framtíðarskipan hafnamála. Hörður Blöndal, hafharstjóri Haíha- samlags Norðurlands, kynnti áfangaskýrslu um framtíðarskipan hafnamála en skýrslan er byggð á vinnu nefnda sem skipaðar vom af samgönguráðherra um framtíðar- skipan hafnamála og gjaldskrármál hafna. Jóhann Guðmundsson, skrif- stofustjóri í samgönguráðuneytinu, gerði grein fyrir starfi nefndarinnar sem fjallaði um gjaldskrárbreytingar og kynnti hugmyndir nefndarinnar um gjaldskrármál. Sigurbergur Björnsson, gæða- stjóri hjá Siglingastofnun Islands, fjallaði um flokkun hafna hvað varðar stærð, afkomu og rekstrar- umhverfi, en hugmyndir eru uppi um þijá aðalflokka sem byggjast á afkomu og umsvifum hafna. Loks gerði Gylfi Isaksson verkfræðingur grein fyrir skýrslu um fjárhag og gjaldskrár hafna en skýrslan er byggð á athugun Gylfa á ársreikn- ingum allra hafnarsjóða fyrir árið 1998. Upplýsingakerfi Siglinga- stofnunar Gísli Viggósson, forstöðumaður hjá Siglingastofnun íslands, flutti erindi um upplýsingakerfi Siglinga- stofnunar um veður og sjólag, en kerfi þetta hefúr verið þróað í náinni samvinnu við Veðurstofu Islands, verkfræðistofur og fleiri aðila inn- anlands og utan. Það á að tryggja aukið öryggi sjófarenda. Bann vió komum erlendra fiskiskipa til íslands Sveinn H. Hjartarson, hagfræð- ingur LÍÚ, fjallaði um gildandi lög um veiðar og vinnslu erlendra skipa í íslenskri lögsögu og færði rök fyrir áframhaldandi banni við löndun og afgreiðslu erlendra fiskiskipa og Pjetur Már Helgason, markaðsstjóri hjá Eimskip, kynnti rök gegn áfram- haldandi banni við löndun erlendra fiskiskipa, m.a. gagnsleysi löndun- arbanns til að spoma gegn veiðum vegna breyttra útgerðarhátta. Pallborðsumræður Már Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Hafnarfjarðarhafnar, stjómaði pallborðsumræðum. Þátt- takendur í þeim voru Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Sveinn H. Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, og Pjetur Már Helgason, markaðsstjóri hjá Eimskip. Rætt var um bann við komum er- lendra fiskiskipa til landsins, afleið- ingar þess og áhrif á tekjuöflun hafnarsjóða svo og annarra starfs- greina sem eiga hagsmuna að gæta 1 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.