Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 22
HAFNAMAL Úr afmælishófi hafnasambandsins á ársfundinum. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Gunnar B. Guðmundsson, fyrsti formaður hafnasambandsins, Valgerður Sigurðardóttir, formaður hafnarstjórnar í Hafnarfirði, Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri í samgöngu- ráðuneytinu, Hallgerður Gunnarsdóttir, eiginkona Sturlu Böðvarssonar, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Elísabet Karlsdóttlr, eiginkona Magnúsar Gunnars- sonar, Sigrún J. Þórisdóttir, eiginkona Einars K. Guðfinnssonar alþingismanns, og handan borðsins Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Friðbjörn Björnsson, eiginmaður Valgerðar Sigurðardóttur, og Guðrún Jóna Þorsteinsdóttir, eiginkona Gunnars B. Guðmundssonar. stofnana ekki nægilega skýr. í ný- legri athugun sem bæjarlögmaður- inn í Hafnarfirði gerði fyrir Hafnar- fjarðarhöfn taldi lögmaðurinn að ekki væru nógu traustar heimildir til staðar fyrir hafnaryftrvöld, m.a. til að gera síðasta skráða eiganda skips ábyrgan fyrir gjöldum af skipinu og afdrifum þess. Nauðsynlegt er að skýra stöðu hafnanna hvað þetta varðar og fá traustar lagaheimildir til úrræða. „Umhverfis- og mengunarnefnd beinir þeim tilmælum til stjómar HS að hún taki til sérstakrar skoðunar úrræði hafna í þeim tilvikum er skip liggja í höfnum í reiðuleysi. Lagt er til að stjórnin taki málið upp við umhverfisráðuneytið og/eða önnur þar til bær yfirvöld í því skyni að gera verkaskiptingu aðila skýrari og ná fram bættri réttarstöðu hafna.“ I öðru lagi: Umhverfis- og mengunarnefnd vill minna aðildarhafnimar á kerfis- lýsingu um söfnun úrgangsolíu sem samþykkt var af stjóm HS í febrúar 1999 og send aðildarhöfnunum með bréfi dags. 11. mars 1999. Kerfis- lýsingin var samþykkt til reynslu í eitt ár. Hafnarstjómir geta valið aö beina úrgangsolíu i spilliefnamót- töku sem sveitarfélögunum ber samkvæmt lögum að starfrækja. Hins vegar, þar sem ástæða er talin vera með sérstaka söfnunarstöð á hafnarsvæðum, geta hafnarstjórnir valið um tvær meginútfærslur, að fá geymi frá olíufélögunum og greiðslu fyrir umsjón og eftirlit með honum eða að sjá sjálfar um að út- vega ílát og fá eina heildargreiðslu fyrir. Það er hverrar aðildarhafnar að velja þá leið sem henta þykir á hveijum stað. Framtíðarskipan hafnamála Svofelld ályktun var gerð um framtíðarskipan hafnamála: Framtíðarnefndin fagnar þeirri áfangaskýrslu sem lögð er fyrir 30. ársfúnd HS til umfjöllunar. Nefndin þakkar hinni ráðherraskipuðu nefnd fyrir að gefa fulltrúum frá höfnum landsins kost á að taka þátt í um- ræðunni á mótunarstigi málsins og tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á ffamfæri. Nefndin telur að í áfangaskýrslunni séu verðmætar og mjög ítarlegar upplýsingar og at- hyglisverðar hugmyndir sem munu nýtast til þess að byggja á nýjan starfsgrundvöll fyrir hafnir landsins. Framtíðamefndin er sammála um að þörf sé nýrra viðhorfa í hafna- málum. Núverandi starfsrammi hafna standist ekki kröfur tímans og þarfnist endurskoðunar í ljósi breyt- inga sem orðið hafa á viðskiptaum- hverfi og lagaumhverfi í landinu og alþjóðlegum samningum sem Island er aðili að. Nefndin leggur áherslu á það grundvallaratriði að hafnir landsins skapi sér þá aðstöðu, undir merkjum Hafnasambands sveitarfé- laga, að vera gerendur í eigin mál- um og þátttakendur í að leggja grunninn að nýju starfsumhverfi hafna landsins. Framtíðamefndin telur að það sé mjög vandasamt verk að hverfa frá samræmdri gjaldskrá hafna. Slíka breytingu, ef til kemur, verði að undirbúa vandlega og skipuleggja þau skref sem stigin verða á aðlög- unartímanum ntjög ítarlega. Einnig þurfi að liggja fyrir, eins og kostur er, mat á því hvaða áhrif sú breyting muni hafa á einstakar hafnir eða „flokka“ hafna, eftir stærð, starf- semi, náttúrlegum aðstæðum og landfræðilegri legu. Nefndin telur að samhliða beri að marka nýja stefnu i verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu hafn- araðstöðu. Framtíðarnefndin telur að vinna beri áfram að málinu á grundvelli þeirrar áfangaskýrslu sem hér liggur fyrir og ítrekar að sú vinna fari ffam í nánu samstarfi við stjóm HS. Löndunarbann crlcndra fiskiskipa Um löndunarbann erlendra fiski- skipa var gerð svofelld ályktun: 30. ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga lýsir ánægju með þá umræðu sem fram fór á fundinum um löndunarbann á erlend fiskiskip. Jafnframt fagnar fundurinn yfirlýs- ingu sem sjávarútvegsráðherra gaf i umræðunni, að hann hefði ákveðið 1 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.