Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Page 65

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Page 65
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Sameining Skriðuhrepps, Öxnadalshrepps og Glæsibæjarhrepps samþykkt „AHt er þegar þrennt er,“ sagði Oddur Gunnarson, oddviti Glæsi- bæjarhrepps, í samtali er hann kynnti Sveitarstjómarmálum niður- stöður atkvæðagreiðslu um samein- ingu þriggja hreppa í Eyjafirði, Skriðuhrepps, Öxnadalshrepps og Glæsibæjarhrepps, sem fram fór laugardaginn 3. júní sl. Hann kvað niðurstöðuna ánægjulega, sérstak- lega með hliðsjón af því að þetta hefði verið í þriðja skipti sem íbúar hreppanna gengju að kjörborði til að taka afstöðu til sameiningar þeirra. Atkvæði heföu verið greidd í nóv- ember 1993 um sameiningu allra sveitarfélaganna i Eyjafirði og þriggja hreppa, Svalbarðsstrandar- hrepps, Grýtubakkahrepps og Háls- hrepps í Suður-Þingeyjarsýslu, og á ný um sameiningu þessara þriggja hreppa, þ.e. Skriðu-, Öxnadals- og Glæsibæjarhrepps, árið 1994. En þá var sameiningin felld í einum þeirra. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í hreppunum urðu sem hér segir: í Skriðuhreppi vom 67 á kjörskrá, 40 greiddu atkvæði eða 59,7%. Af þeim vom fylgjandi sameiningu 31 eða 77,5% en andvígir 7 eða 17,5%. Tveir atkvæðaseðlar vom auðir. I Öxnadalshreppi vom 33 á kjör- skrá, 20 greiddu atkvæði eða 60%. Hlynntir sameiningu voru 18 eða 90% en andvígur 1 eða 5%. Einn at- kvæðaseðill var auður. í Glæsibæjarhreppi voru 175 á kjörskrá. 81 greiddi atkvæði eða 46%. Með sameiningu vom 74 eða 91,4% en á móti 7 eða 8,6%. Oddur Gunnarsson, sem er for- maður sameiningarnefndarinnar, kvaðst gera ráð fyrir að sveitarstjóm nýja hreppsins yrði kosin í nóvem- ber nk. og að sameiningin öðlist Kjörstjórn Glæsibæj- arhrepps. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Guðrún Björk Péturs- dóttir á Gásum, Björg- vin Runólfsson á Dvergasteini og Guð- mundur Víkingsson á Garðshorni á Þela- mörk. Kjörstjórn Skriðu- hrepps. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Haukur Steindórsson, Þríhyrningi II, Sturla Eiðsson á Þúfnavöll- um I og Arnsteinn Stefánsson á Stóra- Dunhaga. Kjörstjórn Öxnadals- hrepps. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Jóna Antonsdóttir á Þverá, Ari H. Jósa- vinsson, fv. oddviti á Auðnum, og Ólöf Þórsdóttir á Bakka. Myndirnar tók Oddur Gunnarsson, oddviti Glæsibæjarhrepps. mW 1 ||ij; jl. l f í 1 gildi um næstu áramót. Ibúar Skriðuhrepps vom 85 hinn 1. desember 1999, Öxnadalshrepps 54 og Glæsibæjarhrepps 245, sam- anlagt 384. Að lokinni atkvæðagreiðslunni um sameininguna fór talning at- kvæða fram í félagsheimilinu Mel- um í Hörgárdal. Myndirnar sem fylgja frásögninni em af kjörstjóm- um hreppanna. 1 9 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.