Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 62
LOGFRÆÐI Sveitarstjórnarréttur Gunnar Þór Þórarinsson laganemi Á haustmisseri 1999 var i fyrsta skipti kennd kjörgreinin Sveitar- stjómarréttur við lagadeild Háskóla Islands. Síðustu ár hefur stjómsýsla sveitarfélaga tekið stakkaskiptum vegna flutnings verkefna frá ríki yfir til sveitarfélaga. Búast má við að aukin þörf sé fyrir lögfræðilega ráðgjöf hjá sveitarfélögum af þess- um sökum. Greinin var í raun rökrétt fram- hald af kjamagreininni í stjómsýslu- rétti á öðm ári laganámsins og kjör- greininni Stjórnsýsluréttur III en lögð er áhersla á þau atriði er snúa sérstaklega að sveitarfélögum og sveitarstjórnum. Lítið hefur verið ritað í íslenskri lögfræði um réttar- stöðu sveitarfélaga og borgaranna gagnvart sveitarfélögunum. Af þeim sökum var námsefni af skornum skammti, en í raun má segja að það hafi verið skapað jafnóðum. Annars vegar fór prófessor Páll Hreinsson yfir svið sem lítt höfðu verið rann- sökuð áður. Hins vegar lögðu nem- endur sitt af mörkum með rann- sóknunr, en hver nemandi flutti tvö verkefni. Annað verkefnið byggði á lögskýringu á tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, en hitt verkefnið laut að því að kanna sérstök efni sveitarstjómarréttarins ofan í kjölinn og í kjölfarið skila skriflegri greinargerð. Það liggur því nærri að segja að skapaður hafi verið frekari gmnnur að rannsókn- um og kennslu í sveitarstjómarrétti með þessari vinnu nemenda og kennara. I þessari kjörgrein var fjallað um helstu grundvallarreglur sveitar- stjómarréttarins auk þess sem farið var yfir stjórnkerfi sveitarfélaga. Meðal annars var sérstaklega um það ijallað hvað fælist lagalega í sjálfstjóm sveitarfélaga samkvæmt 78. gr. stjórnarskrárinnar. En á þá spumingu reynir iðulega í samskipt- um ríkisins við sveitarfélögin, þ.e. að hve miklu leyti geta sveitarfélög- in ráðið málefnum sínum sjálf m.t.t. þeirra laga sem Alþingi setur þeim. Fjallað var um verkefni sveitarfé- laga, bæði þau sem em lögmælt og ólögmælt, og hvaða hömlur væm á því að sveitarstjóm megi taka að sér ný verkefni sem ekki em lögmælt. Þá voru sveitarstjórnir og sveitar- stjómarfundir teknir sérstaklega til skoðunar, sem og nefndir og ráð sveitarfélaga. Einnig var fjallað um reglur þær sem gilda um málsmeð- ferð hjá sveitarstjómum og vikið að því hvemig stjómsýslulög horfa við málsmeðferð hjá sveitarstjórn. Þá var vikið að réttindum og skyldum sveitarstjórnarmanna, rætt um al- mennar starfsskyldur, þagnarskyldu og hæfisskilyrði sveitarstjórnar- manna. Til að gefa nemendum inn- sýn í umfjöllun urn fjármál sveitar- félaga konr Ingimundur Sigurpáls- son, bæjarstjóri í Garðabæ, og fór yfír gildandi réttarreglur og fram- kvæmd við gerð fjárhagsáætlana og ársreikninga. Þá var haldin málstofa urn réttindi og skyldur frarn- kvæmdastjóra sveitarfélaga og fræddu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Björg Ágústsdóttir, lögfræðingur og sveitarstjóri á Gmndarfírði, nemendur um starfs- svið sitt og dæmigerðan vinnudag framkvæmdastjóra misstórra sveit- arfélaga. í kjölfarið fór Þórhallur Vilhjálmsson lögffæðingur yfir rétt- arstöðu framkvæmdastjóra á fræði- legan hátt. Fjallað var um samvinnu sveitarfélaga og skoðaðar þær heirn- ildir sem sveitarfélög hafa til að stofna byggðasamlög til að sjá um ffamkvæmd ákveðinna þátta stjóm- sýslu sveitarfélaga. Rætt var um hvort sveitarfélög hefðu heimild til að gera þjónustusamninga við einkaaðila um rækslu lögskyldra verkefna og kom á daginn að ekki virðast vera skýrar heimildir til þess þrátt fyrir að lausleg könnun leiddi í ljós að slíkir samingar væru ekki óalgengir. Sesselja Ámadóttir, lög- fræðingur í félagsmálaráðuneytinu, vék að þeim réttarreglum sem gilda um sameiningu sveitarfélaga. Auk þess fór hún yfir ákvæði sveitar- stjómarlaga um kjörgengi og kosn- ingar til sveitarstjóma. Þá var fjallað um eftirlit með sveitarfélögum, ann- ars vegar um kæruheimildir á sviði sveitarstjórnarréttar og hins vegar um eftirlit félagsmálaráðuneytisins með sveitarfélögum hér á landi. Þar konr m.a. ffam að sökum fámennis í starfsliði stjórnsýslunnar og fjár- skorts hefur eftirlitið ekki verið sem skyldi og nær eingöngu rniðast við að afgreiða kærur og fyrirspurnir sem berast félagsmálaráðuneytinu í tengslum við sérstök mál. Þar að auki fjallaði Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur urn reynslusveitarfé- lög og kynnti sérstaklega stjórn- sýsluverkefni sem hann hefur um- sjón með á Homafirði. Þar er stefnt að því að gera upplýsingar og þjón- ustu sveitarfélagsins aðgengilegri borgumnum á Netinu. Nemendum varð það ljóst við yf- 1 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.