SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Side 19
4. desember 2011 19
Á innri vefnum greinir Reynir félögum
sínum í Vantrú nákvæmlega frá klukku-
tíma löngum fundi sínum með Þórði og
segir að hann hafi sagt sér að líkleg nið-
urstaða nefndarinnar verði að Bjarni hafi
gerst brotlegur að því er fram kemur á
innri vef Vantrúar. En þarna var ekki
enn búið að hafa samband við Bjarna og
ekki enn búið að afla gagna í málinu þótt
rannsóknarskylda siðanefndarinnar sé
rík.
Siðanefndin leggur síðan fram sátta-
tillögu sem hún þrýstir á guðfræði- og
trúarbragðafræðideild að samþykkja 16.
apríl 2010 og er tillagan send á alla aðila
málsins nema Bjarna Randver. Í tillög-
unni stendur meðal annars: „Þeir við-
urkenna og harma að kennsluefnið felur
ekki í sér hlutlæga og sanngjarna um-
fjöllun um félagið Vantrú, málstað þess
og einstaka félagsmenn. Athugasemdir
Reynis Harðarsonar og samtaka hans
verða teknar til jákvæðrar skoðunar,
þegar og ef til þess kemur, að nám-
skeiðið verði endurtekið.“ Þegar þessi
sáttatillaga spyrst út um háskólann hitt-
ast að undirlagi Guðna Elíssonar prófess-
ors 23 kennarar og doktorsnemar og 22
þeirra skrifa undir ályktun þar sem
vinnubrögð siðanefndarinnar eru gagn-
rýnd. Í lok ályktunarinnar stendur: „Að
lokum árétta fundarmenn mikilvægi
þess að Háskóli Íslands standi vörð um
rannsóknafrelsi kennara á tímum þegar
ýmsir þrýstihópar, pólitísk samtök, trú-
félög og stórfyrirtæki reyna í auknum
mæli að stýra því sem sagt er innan
veggja hans.“
Þórður Harðarson bregst við yfirlýs-
ingunni með því að segja af sér for-
mannsembættinu í kærumálinu en hinir
nefndarmeðlimirnir sitja áfram.
Ekkert samband við Bjarna?
Þegar Þórður er spurður hvers vegna
ekki hafi verið haft samband við Bjarna
Randver svarar hann því þannig til:
„Sumir nefndarmenn töldu að kæra
Vantrúar beindist að einhverju leyti að
guðfræðideildinni auk Bjarna,“ segir
Þórður. „Aðalatriðið er samt eftirfar-
andi: 23 mars fyrir fyrsta fund nefnd-
arinnar lá fyrir bréf frá Pétri Péturssyni,
deildarforseta guðfræði- og trúar-
bragðafræðideildarinnar. Hann skýrði
frá því að hann hefði átt fund með
Bjarna Randveri Sigurvinssyni, Hjalta
Hugasyni og Einari Sigurbjörnssyni, þar
sem ákveðið var að Pétur Pétursson
kæmi fram fyrir hönd kæruþolenda.
Siðanefnd vann að sjálfsögðu í samræmi
við það. Ég vil taka það fram að það er
vinnuvenja í nefndinni að leita sátta, ég
hafði starfað í henni í þónokkurn tíma
og Þorsteinn Vilhjálmsson er líka með
mikla reynslu af störfum í nefndinni.
Þessi nefnd okkar hafði afgreitt 7 mál án
þess að verða fyrir gagnrýni og helmingi
þeirra mála hafði lokið með sáttum.“
Það ber að taka fram að nefndarmenn
hafa orðið margsaga um hvort þeir hafi
skilið það þannig að Bjarni hafi verið
kærður eða hvort það hafi verið deildin.
Þetta skiptir máli, því ef deildin var
kærð en ekki Bjarni mætti réttlæta það
að nefndin hefði ekki haft samband við
Bjarna. En þetta virðist þó ekki liggja al-
veg skýrt fyrir ef marka má orð nefnd-
armanna sjálfra. Þorsteinn Vilhjálmsson
segir í tölvupósti til blaðamanns Morg-
unblaðsins núna á fimmtudaginn: „Kæra
Vantrúar til siðanefndar er vissulega
skýr að því leyti að það er Bjarni Rand-
ver sem er kærður, vegna tiltekins
kennsluefnis.“ Hann skrifaði hinsvegar
annað í bréfi til rektors í haust, eftir að
hafa haft málið á borði sínu í yfir 20
mánuði: „Einnig tel ég ótímabært að
fullyrða fyrirfram, án efnismeðferðar
málsins, hver eða hverjir séu raunveru-
lega kærðir í málinu.“ Þegar honum er
bent á þetta misræmi svarar hann: „Þeg-
ar ég segi þarna „hverjir séu raunveru-
lega kærðir“ meina ég í rauninni „hverj-
ir beri ábyrgð“.“
Varðandi það atriði að Pétur hafi kom-
ið fram sem fulltrúi Bjarna fyrir siða-
nefndinni segir Pétur að það hafi hann
aldrei gert. Engu að síður skrifaði hann
bréfið sem Þórður vitnar í. Frásögn
Bjarna og Péturs er sú að þeir hafi talið
kæru Vantrúar léttvæga en Pétri var
brugðið í brún er honum var tilkynnt
kæran sem lá fyrir hjá siðanefndinni því
Þórður hafi litið hana grafalvarlegum
augum. Bæði Hjalti og Pétur hafa strax
eftir fyrsta samtal við Þórð áhyggjur af
því að neikvæð afstaða siðanefndar til
Bjarna Randvers Sigurvinssonar verði til
þess að erfitt geti reynst að ráða hann til
starfa við deildina og því verði að leita
sáttar svo ekki komi til efnislegrar með-
ferðar hjá nefndinni, eins og Hjalti
Hugason ritar í bréfi til Bjarna Randvers
hinn 18. mars 2010. Pétur tekur undir
þau orð og undrast um leið afstöðu siða-
nefndarinnar sem ekki enn hafði kynnt
sér málið, en hann skrifar sama dag til
Bjarna Randvers: „Mig setur hljóðan og
ég spyr sjálfan mig: Gilda aðrar reglur
um guðfræðideild en hinar deildir há-
skólans? Hvað um sagnfræði og bók-
menntir?“
Ekki er hægt að áfrýja úrskurði siða-
nefnda háskóla og því geta úrskurðir
þeirra gert út af við frama fræðimanna
með mjög skjótum hætti. Dæmi um
kærur á kennara í trúarbragðafræðum í
háskólum nágrannalandanna eru mörg.
Frægast eru dæmi Roy Wallis sem var
einn af kennismiðum trúarlífsfélags-
fræðinnar í rannsóknum á nýtrúarhreyf-
ingum. Vísindakirkjan plantaði nemanda
undir fölsku flaggi í námskeiði hjá hon-
um og upphófust síðan kærur og rógs-
herferðir gegn honum. Wallis átti síðar
eftir að fremja sjálfsmorð en aðalástæða
þess er frekar rakin til skilnaðar hans við
konu sína þótt þessi herferð hafi örugg-
lega verið lóð á vogarskálarnar.
Pétur segir þá Bjarna hafa orðið mjög
óttaslegna við það að nefndin hefði áður
en hún hefði kynnt sér málið tekið svona
neikvæða afstöðu. Bréfið hefði hann rit-
að undir þessum þrýstingi án vitundar
Bjarna en hann hefði aldrei verið fulltrúi
hans á fundum með nefndarmönnum.
Um bréfið hefur Bjarni eftirfarandi að
segja: „Bréf Péturs Péturssonar frá 23.
mars 2010 sem þú tilgreinir fékk ég ekki
í hendur fyrr en núna í sumar skömmu
áður en ég fór á fund rannsóknarnefndar
Háskólaráðs HÍ 30. júní 2011. Það var í
stórum skjalabunka sem HÍ hafði afhent
lögmanni mínum Ragnari Aðalsteinssyni
hrl. Fram að því hafði Pétur árangurs-
laust gert dauðaleit að þessu bréfi í fór-
um sínum og virðist hann aldrei hafa
vistað afrit af því þegar hann prentaði
það út á sínum tíma og fór með það til
Þórðar Harðarsonar. Hann sýndi mér því
aldrei bréfið sem var ekki gert með
minni vitund og veitti ég því augljóslega
aldrei samþykki mitt fyrir því.
Bréf Péturs til siðanefndar HÍ olli mér
og ráðgjöfum mínum meðal háskóla-
kennara talsverðum heilabrotum þegar
siðanefndin tók á síðari stigum málsins
að vísa til þess sem mikilvægs skjals í
málinu. En á fundi Ragnars Aðalsteins-
sonar með siðanefndinni 6. janúar 2011
hafnaði hann vægi slíks skjals með öllu
þar sem siðanefndinni hefði borið að
hafa samband við hinn kærða strax í
upphafi og ekkert slíkt umboð gæti
komið frá öðrum en hinum kærða sjálf-
um. Það er rangt að Pétur hafi verið val-
inn sem fulltrúi minn á þessum meinta
fundi 23. mars 2010 enda veitti ég hon-
um aldrei slíka heimild. Einar Sig-
urbjörnsson hefur staðfest að hann fór
aldrei fram. Pétur hefur að sama skapi
ítrekað staðfest það skriflega að hann
hafi heldur aldrei komið fram sem
fulltrúi minn í þessu máli. Hann hefur
lýst því yfir að rangur skilningur hafi
verið lagður í bréf sitt en hér má einnig
árétta að ef siðanefndin hefði nokkurn
tímann haft fyrir því að ræða við mig þá
hefði sá misskilningur verið leiðréttur. Í
einum samræðum mínum við Þórð
Harðarson, þegar ég hringdi heim til
hans 14. apríl 2010 og hann neitaði að
ræða við mig og funda með mér, ítrekaði
ég að ég væri algjörlega mótfallinn þeim
farvegi sem málið væri komið í.“
Nýr formaður
Til formennsku siðanefndarinnar er val-
inn Ingvar Sigurgeirsson, prófessor á
menntavísindasviði HÍ. Nefndin er síðar
meir stækkuð og eru valin inn í hana þau
Gerður G. Óskarsdóttir, doktor í mennt-
unarfræðum, og Guðmundur Heiðar Frí-
mannsson, prófessor í heimspeki.
Nefndin er áfram neikvæð gagnvart
Bjarna þótt hún virðist eiga erfitt með að
átta sig á því hvað Bjarni er kærður fyrir
og eru einn nefndarmeðlimur og lög-
fræðingur háskólans fengnir til þess að
lista kæruna upp.
Samræður af innra vef Vantrúar sýna
að vantrúarfélagar eru samt vissir um að
nefndin haldi sömu stefnu og mörkuð
hafði verið undir formennsku Þórðar
Harðarsonar enda sitja hinir tveir nefnd-
armennirnir áfram allt kærumálið. Á
innri vef Vantrúar skrifar Reynir Harð-
arson hinn 18. maí 2010: „Ef ný siða-
nefnd verður skipuð má segja að hún
Morgunblaðið/Kristinn