SunnudagsMogginn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 30
30 4. desember 2011 Á dögunum átti ég samtal við ungan mann, sem hefur mikla yfirsýn yfir það, sem er að gerast á heimsbyggð- inni og þekkir vel til mála bæði vestan hafs og austan og í Asíu. Ég spurði um viðhorf hans til framvindu mála á evrusvæðinu og hann svaraði efnislega á þessa leið: Þetta er ekki bara spurning um vanda evrunnar heldur líka um djúp- stæðari vanda Vesturlanda. Þið eruð fyrst og fremst að hugsa um að halda því sem þið hafið og gerið ykkur ekki vonir um betri lífskjör að ráði en þau, sem þið hafið öðlast á síðustu 40 árum. Í Asíu ríkir mikil bjartsýni, metnaður og framfarahugur. Þar er verið að tala um að byggja upp, leggja risavaxin járnbrautarnet um mörg lönd, sem gjörbreyta samgöngum, byggja skóla, flugvelli og hvað sem er. Þar gerir fólk sér vonir um stórbatnandi lífskjör á næstu áratugum. Hjá ykkur ríkir stöðnun. Kina er orðið eitt af höfuðvígjum kapítalismans, þótt því sé stjórnað frá skrifstofum Kommúnistaflokks Kina. Friður á milli meginlandsins og Taívans byggist á því, að hinn gamli þjóðernis- sinnaflokkur Chiang Kai Shek haldi völdum vegna þess, að þeir og komm- únistaflokkurinn hafa sömu markmið, sameinað Kína. Taívan og meginlandið geta sameinast á næstu áratugum eins og Hong Kong og Peking hafa gert. Gamla Evrópa er komin í þá stöðu, að sendimenn hennar hafa verið á ferð til Kína og annarra Asíulanda með hatt í hönd á undanförnum mánuðum og beðið Kínverja og fleiri um að kaupa skuldabréf evruríkjanna til þess að halda Evrulandi á floti, með öðrum orðum að lána hinum gömlu nýlendu- veldum peninga. Þeir hafa líka verið á ferð um Miðausturlönd og Brasilíu í sömu erindagjörðum. Portúgalar hafa farið til Angólu og beðið sína gömlu nýlendu um lán. Fyrst létu Kínverjar í það skína að þeir væru opnir fyrir því að koma til bjargar gegn endurgjaldi i auknum pólitískum áhrifum en á fundi fjár- málaráðherra evruríkjanna í Brussel sl. þriðjudagskvöld skýrði forstöðumaður neyðarsjóðs ESB þeim frá því, að rís- andi efnahagsveldi Asíu mundu ekki koma hnignandi efnahagsveldum Evr- ópu til hjálpar. Samtímis hafa birzt fréttir, sem jafnharðan hefur verið neitað, þess efnis að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn mundi koma evru- ríkjunum til hjálpar en það jafngildir því að evrusvæðið væri komið í áþekka stöðu gagnvart sjóðnum eins og Ísland var þar til síðla sumars. En Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er auðvitað bara fulltrúi Bandaríkjamanna, Breta og fleiri þjóða, sem þýðir, að þær þjóðir væru að koma evruþjóðunum til að- stoðar. Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir, að okkar heimshluti er á undanhaldi í því stríði, sem háð er á vígvelli viðskipt- anna. Vesturlönd eru á undanhaldi. Bandaríkin hafa ekki lengur efni á því að standa í stríði í öðrum löndum. Þess vegna eru þau að draga sig í hlé frá Írak og Afganistan og voru treg til þátttöku í Líbýustríðinu, þar sem Frakkar og Bretar tóku á sig byrðarnar. Það er vel hugsanlegt að undir lok þessa áratugar verði bandaríska her- menn ekki að finna í öðrum löndum. Er okkar heimshluti þá dæmdur til að lifa á fornri frægð í framtíðinni? Ekki alveg. Vesturlönd eiga eitt spil eftir á hendinni. Það er Nýja Norðrið. Þau stórkostlegu tækifæri, sem blasa við norður af Íslandi, í hafinu, á hafs- botni og á siglingaleiðum milli Asíu og Evrópu bæði til austurs og vesturs. Á þessu svæði er að finna bæði fisk og oliu, málma og önnur auðæfi auk þeirra tækifæra, sem liggja í nýjum samgönguleiðum. Allt sækir í norðurátt. Jafnvel þorsk- urinn sækir í kaldari sjó. Sumir bátar á Snæfellsnesi hafa fært sig um set, fylgt þorskinum eftir og róið frá Bolung- arvík. Þorskurinn getur með því að færa sig til verið að hleypa nýju lífi í Vestfirði og Vestfirðinga! Sumir fræðimenn eru þeirrar skoð- unar að landnámið, sem er framundan í hinu Nýja Norðri eigi eftir að verða meiri þáttur í tilflutningi efnahagslegs valds og pólitískra áhrifa á 21. öldinni en þau auknu áhrif Asíuríkjanna, sem nú blasa við. Ráðamenn í Evrópu gera sér grein fyrir þessum möguleika og þeir hafa síðustu árin lagt mikla áherzlu á að komast að borði þeirra þjóða, sem ráða munu ferðinni á norð- urslóðum. Við Íslendingar erum ein þeirra þjóða. En Evrópusambandinu hefur verið haldið utan dyra. Það eru ekki sízt Rússar og Kanadamenn, sem eiga þátt í því. Á tímum kalda stríðsins höfðum við pólitísk áhrif á alþjóðavettvangi langt umfram það, sem eðlilegt gat talizt fyrir svo fámenna þjóð. Það var lega landsins, sem réð úrslitum um það. Þau pólitísku áhrif færðu okkur sigur í þorskastríðunum og sá sigur færði okkur aukna velsæld. Svo urðu við áhrifalaus við lok kalda stríðsins, fámennur hópur á eyju norð- ur í hafi. Nú er lega landsins að færa okkur alþjóðleg pólitísk áhrif á ný en jafnframt mikil tækifæri til að njóta góðs af þeirri miklu uppbyggingu, sem framundan er í Nýja Norðrinu. Þau tækifæri byggjast á þjónustu við upp- byggingu Grænlands, sem verður gíf- urleg, nýtingu nýrra fiskimiða á norð- urslóðum og miðstöð fyrir skipaflutninga milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Þegar þessi nýju tækifæri blasa við kemur hópur fólks og leggur til að í stað þess að nýta þau sjálf eigum við að afhenda gömlum stórveldum í Evr- ópu, sem mega muna sinn fífil fegri, aðstöðuna til þess að nýta sér þau tækifæri í stað þess að við gerum það. Þess vegna vill Evrópusambandið fá Ísland inn til sín. En Nýja Norðrið er ein af mörgum ástæðum fyrir því að við eigum ekki að taka því boði. Það er kominn tími til að Alþingi ræði aðildarumsóknina á þessum nýju forsendum. Varnarbarátta Vesturlanda og Nýja Norðrið Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Milljónatjón varð á þessum degi fyrir fjörutíuárum er veitingahúsið Glaumbær í Reykja-vík brann. Eldsins varð vart klukkan rúm-lega fjögur um nóttina og var allt lið slökkviliðsins í Reykjavík kvatt á vettvang með öll sín tæki. Um 50 til 60 slökkviliðsmenn börðust við eldinn, sem var í efstu hæð hússins. „Efsta hæðin er mikið skemmd af eldi og neðri hæðirnar mikið skemmdar af vatni og reyk. Um kl. 06 varð ráðið niðurlögum alls yf- irborðselds, en fram eftir morgni var unnið að því að slökkva í glæðum. Hljómsveitin Náttúra varð fyrir millj- ónatjóni í brunanum, en hún missti þar öll hljómtæki sín,“ sagði í Morgunblaðinu daginn eftir. Ráðist var gegn eldinum frá öllum hliðum hússins en hann var magnaðastur í norðurhorni efstu hæðar og skíðlogaði þar út um glugga. Mikið reykhaf var yfir hús- inu þegar slökkvilið bar að garði. Menn freistuðu þess fyrst að ráða niðurlögum eldsins með léttfroðu til að takmarka skemmdir en það dugði skammt. Var þá gripið til hefðbundinna aðferða. Veður var mjög hagstætt þessa nótt og bjargaði það því, að skemmdir urðu ekki meiri en raun varð á og slökkviliðið þurfti ekki að hafa áhyggjur af nærliggjandi húsum. Fátt fólk dreif að. Hafði verið slökkviliðsstjóra áhyggjuefni Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri í Reykjavík, tjáði Morgunblaðinu að Glaumbær hefði verið sér og fyr- irrennurum sínum mikið áhyggjuefni. Útveggir voru steinsteyptir en gólf og öll innrétting úr timbri og mjög eldfim. Þegar glæður höfðu verið slökktar kom í ljós að efsta hæðin var alveg ónýt og neðri hæðirnar tvær mikið skemmdar. Einn vinsælasti skemmtistaðurinn í landinu var þar með úr sögunni. Og unga fólkið fann sér annan samastað, eins og segir í kvæðinu. Dansleik lauk í Glaumbæ klukkan eitt um nóttina og hálfri klukkustund síðar voru allir gestir á bak og burt. Allt starfsfólk hafði yfirgefið staðinn hálfri annarri klukkustund áður en eldsins varð vart. Talið var að eld- urinn hefði komið upp út frá sígarettu sem einhver gest- urinn hafði misst niður. Húsið var tryggt en rekstrartrygging engin, þannig að starfsfólk varð fyrir nokkru tjóni. Hljómsveitin Náttúra varð einnig fyrir verulegu tjóni en öll hljóðfæri sveit- arinnar brunnu inni í Glaumbæ. Skýringin var sú að hljóðfærin voru í geymslu í húsinu og tryggingin náði ekki yfir það. „Maður er vægast sagt orðinn öreigi,“ sagði Sigurður Rúnar Jónsson, einn Náttúrumanna, við Morgunblaðið en orgelið hans var metið á um 300 þús- und krónur. Glaumbær var upphaflega íshús, reist árið 1916 af Thor Jensen og Milljónafélaginu. Arkitekt var Guðjón Sam- úelsson. Framsóknarflokkurinn keypti húsið árið 1953 og rak þar fyrst Framsóknarhúsið en síðan Storkklúbb- inn og loks Glaumbæ frá 1961. Eftir brunann 1971 eign- aðist Listasafn Íslands húsið sem þurfti algerrar end- urnýjunar við. Safnið flutti fyrst í húsið árið 1988. orri@mbl.is Glaumbær brennur Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í Glaumbæ. Slökkvistarf gekk vel en skemmdir urðu miklar. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ’ Þegar glæður höfðu verið slökktar kom í ljós að efsta hæðin var alveg ónýt og neðri hæðirnar tvær mikið skemmdar. Listasafn Íslands er nú til húsa í gamla íshúsinu, þar sem veitinga- staðurinn Glaumbær var starfræktur í áratug, frá 1961 til 1971. Morgunblaðið/Ómar Á þessum degi 4. desember 1971

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað: 4. desember (04.12.2011)
https://timarit.is/issue/369512

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. desember (04.12.2011)

Aðgerðir: