SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Síða 31
4. desember 2011 31
Í faðmi fortíðar
Í tilefni af 150 ára fæð-
ingarafmæli Hannesar
Hafstein, skálds og
fyrsta ráðherra þjóð-
arinnar, verður opið
hús í Hannesarholti,
Grundarstíg 10, húsinu
þar sem Hannes bjó
síðustu æviárin, í dag,
sunnudag milli kl. 11:30
og 13:30. Starfsemi er
ekki hafin í húsinu en
eigendur þess hafa
metnaðarfull áform á
prjónunum.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is
Þegar fólk kemur inn í húsiðbíður þess faðmur fortíðar.Hafa ekki allir gott af því aðrifja upp hvaðan þeir komu til
að átta sig á hvert þeir eru að fara?“ segir
Ragnheiður J. Jónsdóttir, eigandi
Grundarstígs 10, hússins sem Hannes
Hafstein, skáld og fyrsti ráðherra þjóð-
arinnar, reisti árið 1915 og andaðist í sjö
árum síðar. Við stöndum í anddyrinu,
iðnaðarmenn eru
upp um alla veggi
og vart heyrist
mannsins mál.
Samt fer sjarmi
þessa húss ekkert á
milli mála – það
skín í kvikuna.
Ekki hyllir undir
að starfsemi hefjist
í húsinu, sem er eitt
af elstu steinhúsum borgarinnar, en þeg-
ar Sunnudagsmoggann ber að garði eru
menn í óða önn að fríska upp á það svo
unnt verði að taka á móti gestum í dag,
sunnudag, milli kl. 11:30 og 13:30 á 150
ára fæðingarafmæli Hannesar Hafstein.
„Við gátum ekki látið þetta tækifæri til
að bjóða almenningi í bæinn okkur úr
greipum ganga,“ segir Ragnheiður sem
keypti húsið fyrir fjórum árum ásamt
eiginmanni sínum, Arnóri Víkingssyni,
og börnum þeirra, undir merkjum félags
sem þau kalla 1904. Hugmyndin er að
lána húsið síðan til sjálfseignarstofn-
unarinnar Hannesarholts, sem sam-
kvæmt skipulagsskrá er ætlað að efla já-
kvæða, gagnrýna hugsun í íslensku
samfélagi, auka skilning á gildi sögunnar
fyrir samtímann og framtíðina og hvetja
til uppbyggilegrar samræðu um sam-
félagsleg málefni. Einnig að hlúa að og
skapa rými fyrir uppbyggjandi mannlíf
og menningarstarfsemi. „Hannesarholt
er non-profit stofnun en vonandi kemur
hún til með að standa undir sér með tíð
og tíma,“ segir Ragnheiður.
Með skýrar hugmyndir
Hún segir fjölskylduna hafa skýrar hug-
myndir um það sem hún vilji gera í hús-
Hjónin Ragnheiður J. Jóns-
dóttir og Arnór Víkingsson
á loftinu á Grundarstíg 10.
Hannes Hafstein