SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Page 33
4. desember 2011 33
Möðruvellir í Hörgárdal
1861 Hannes fæðist á
Möðruvöllum í Hörgárdal
4. desember 1861.
1
Reynistaður í Skagafirði
1872-3 Hannes er við nám á
Reynistað í Skagafirði veturinn
1872 og 1873 hjá ömmubróður
sínum, Eggerti Briem, sýslumanni.
2
Garður, Kaupmannahöfn
1880-84 Hannes fer til náms í
Danmörku og dvelur í fjóra vetur á Garði
við Store Kannikestræde, heimavist
stúdenta við Kaupmannahafnarháskóla.
5
Holbergsgade 10, Kaupmannahöfn
1885-6 Síðasta vetur Hannesar í Kaupmannahöfn
leigir hann herbergi við Holbergsgade 10.
6
Staðarfell í Dölum
1886 Hannes er settur sýslumaður
í Dalasýslu 1. september 1886 og
situr á Staðarfelli í Dölum í nokkra
mánuði, þ.e. fram í desember þegar
Páll Briem er skipaður í stöðuna.
7
12
Fischershús, Ísafirði
1896 Hannes er skipaður sýslu-
maður Ísfirðinga. Þá kaupa hjónin
Fischershús á horni Mánagötu og
Hafnarstrætis ofarlega á eyrinni.
Þingholtsstræti 12
1886 Hannes flytur til Kristjönu
móður sinnar í desember 1886
í Þingholtsstræti 12 og hefur
aðsetur þar á efri hæð næstu
fjögur árin.
Melsteðshús, Rvk
1889 Hannes kvænist
Ragnheiði Melsteð 15. október
árið 1889 og búa þau fyrst
um sinn hjá foreldrum hennar
í Melsteðshúsi við Lækjartorg
(rifið 1928).
hvoll, Rvk
ar Hannes tekur við embætti fyrsta
slands 1904 flytja hjónin suður.
yrst í Ingólfshvoli (á horni Hafnar-
Pósthússtrætis) sem brann 1915 í
urbrunanum.
Grundarstígur 10, Rvk
Hannes flytur með fjölskyldu sína í
nýbyggt húsið á Grundarstíg 10 í október
1915, en húsið var byggt fyrir hann
eftir uppdráttum Benedikts Jónassonar
verkfræðings. Þar býr hann sín síðustu
æviár. Hannes deyr 13. desember 1922.
Laugavegur 20B, Rvk
1909 Hannes lætur af embætti
ráðherra og hjónin flytja úr Ráðherrabú-
staðnum og búa í nokkra mánuði í íbúð
Péturs Hjaltested á Laugavegi 20B.
15
Smithshús, Amtmanns-
stíg 1, Rvk
1892 Veturinn 1892 kaupa
Hannes og Ragnheiður
Smithshús, Amtmannsstíg 1,
sem reist var af Stefáni Gunn-
laugssyni bæjarfógeta 1838.
Þau fluttu inn vorið 1893.
Þingholtsstræti 11, Rvk
1890 Hannes og Ragnheiður taka á leigu
efri hæðina í Þingholtsstræti 11 (hús Helga
snikkara) og flytja þangað líklega í maí 1890.
í Hannesarholti er hægt að tengja krakk-
ana við fortíðina og vonandi vekja áhuga
þeirra. Þetta snýst ekki bara um að miðla
sögunni, heldur ekki síður tilfinning-
unni. Þó að við gleymum öllu sem okkur
er sagt situr tilfinningin samt eftir: virð-
ing, þakklæti!“
Hvorki Ragnheiður né Arnór eru tengd
Hannesi Hafstein fjölskylduböndum en
afa hennar þótti afskaplega vænt um
skáldið og ráðherrann. „Þegar ég var
þriggja ára keyptu faðir minn og afi sam-
an bát sem hét Hannes Hafstein. Ég man
eftir sjónauka um borð í bátnum, merkt-
um Hannesi Hafstein, sem greypti sig í
minninguna. Ef við værum persónur í
leikriti væri þessi kíkir vísbending um að
andi Hannesar vildi að ég beindi sjónum
okkar í ákveðna átt, kannski til 1904?
Annars velti ég sögu Hannesar og lífi
ekkert sérstaklega fyrir mér fyrr en við
keyptum húsið.“
Hélt áfram að elta okkur
Hún segir kaupin hafa verið hálfgerða
tilviljun. „Við höfðum verið í afmæli les-
systur minnar í öðru gömlu húsi, gamla
húsmæðraskólanum á Sólvallargötu, og
heillast af því. Svo innblásin vorum við
að þegar auglýst var opið hús hérna á
Grundarstíg 10 haustið 2007, ákváðum
við að líta við fyrir forvitnissakir. Okkur
leist strax vel á húsið en ég skynjaði að
hér var einhver kaleikur, sem ég nennti
hreinlega ekki að snerta við. Vikurnar
liðu, húsið var áfram í sölu og hélt áfram
að elta okkur segir Ragnheiður brosandi.
Inn í ákvörðunina spilaði að hana fór að
dreyma um nútímaútgáfu af baðstofunni
meðan hún var að skrifa doktorsritgerð-
ina sína. „Smám saman fórum við að sjá
möguleika á að útfæra þann draum hér,
svo að við slógum til með það fyrir aug-
um að opna húsið almenningi. Við ráð-
færðum okkur við góða vinkonu okkar,
Salvöru Jónsdóttur skipulagsfræðing,
sem tengdi okkur við Stefán Örn Stef-
ánsson og Grétar Magnússon arkitekta og
einnig við Gunnar St. Ólafsson bygg-
ingastjóra. Þeir hafa síðan haft veg og
vanda að því að skila þessu merkilega
húsi til samtímans og við höfum verið af-
skaplega ánægð með þeirra störf; þetta
eru menn sem hafa næma tilfinningu
fyrir gildi gamalla húsa.“
Grundarstígur 10 hefur ekki verið í
eigu margra aðila gegnum tíðina. Magnús
Pétursson bæjarlæknir keypti húsið árið
1923 eftir andlát Hannesar í desember
1922 en árið 1928 eignuðust Helgi Guð-
brandsson sjómaður frá Akranesi og fjöl-
skylda hans húsið. Það var síðan í eigu
ýmissa fjölskyldumeðlima til ársins
2007.
Ragnheiður segir margvíslega starf-
semi hafa verið í húsinu gegnum árin,
svo sem snyrtistofu, lögmannsstofu,
efnaverksmiðju, sófagerð, tónlistar-
kennslu og leirlistaverkstæði. „Til allrar
hamingju hefur verið borin virðing fyrir
húsinu alla tíð og sáralitlu sem engu
breytt. Það er einn af stærstu kostunum
sem við sáum við þetta hús.“
Nú er komið að Ragnheiði J. Jóns-
dóttur, Arnóri Víkingssyni og fjölskyldu
þeirra að hlúa að þessu merka húsi.
Iðnaðarmenn unnu baki brotnu í vikunni til að gera Hannesarholt klárt fyrir opið hús í dag. Á annarri hæðinni verður aðstaða fyrir fræði- og listamenn og fundaherbergi.