SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Síða 37
4. desember 2011 37
Nú þegar styttist í mesta kjötát þjóðarinnar finnst mér við hæfiað benda á skemmtilegt framtak hjá Frosta Sigurjónssyni semheldur úti heimasíðunni www.makrill.is og hefur séð til þessað makríll í miklum gæðum fáist í verslunum. Þetta er frábært
þar sem erfitt hefur verið að fá makril öðruvísi en reyktan, Frosti er ekki
úr matvælageiranum en mikill áhugamaður um mat. Það er frábært þegar
almenningur tekur fagnandi nýju hráefni sem svo sannarlega er góð við-
bót við íslensku flóruna sem ég er viss um að á eftir að vera partur af
okkar matarmenningu og er hugsanlega orðið það nú þegar.
Þess má geta að matreiðslumenn á Akureyri kepptu sín á milli á sýn-
ingunni Matur-inn 2011 í eldun á makríl, ef
ég man rétt bar Einar Geirsson veit-
ingamaður á Rub 23, sigur úr býtum. Ef þið
hafið áhyggur af því hvernig elda á þetta
nýja hráefni er fjöldinn allur af hug-
myndum á heimasíðunni. Það er um að
gera að prófa makríl og annan góðan ís-
lenskan fisk áður en jólasteikurnar taka
völdin.
Ég upplifði í fyrsta skiptið nýverið að fara
í Kringlunna og undirbúa jólainnkaup,
þ.e.a.s. skoða og velta fyrir okkur verðlagi
og sniðugum lausnum á gjöfum fyrir vini og vandamenn. Hingað til hef
ég nú bara drifið í þessu um miðjan desember. Þetta var ekki nærri því
eins leiðinlegt og ég bjóst við, það verður þó að viðurkennast að ég eyddi
miklum tíma í bókabúðum (í matreiðslubókadeildinni). Einnig eru mjög
góðar búsáhaldaverslanir þar sem auðvelt er að eyða tímanum fyrir mann
eins og mig svo ekki sé minnst á tónlist og DVD-úrvalið. Kannski er
Kringlan orðin miðjan á Reykjavík. Ég man þegar ég var ungur nemi þá
kíktum við hjónin oft í Kringluna fyrripart laugardags til að hitta Ak-
ureyringa og losna við heimþrána. Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af fyr-
irkomulaginu á Stjörnutorgi þar sem auðvelt er fyrir fjölskyldur og hópa
að borða saman þrátt fyrir að sumir vilji hamborgara, aðrir pitsu, sushí
eða djúpsteiktar rækjur. Þetta fyrirkomulag virðist virka vel enda bekk-
urinn oftast þétt setinn. Þetta minnir mig á stóru verslunarmiðstöðvarnar
í Ameríku en þar kunna þeir þetta. En fyrir þá sem vilja aðeins meiri ró-
legheit er Kringlukráin frábær kostur, þar svífur fagmennskan yfir vötn-
um í þjónustu, fullorðnir, yfirvegaðir og faglegir starfsmenn sinna manni
af kostgæfni, maturinn er alltaf góður og á þægilegu verði. Staðurinn er
eins og vin í eyðimörkinni og maður losnar við verslunarerilinn. Fyrir
mann eins og mig er nauðsynlegt að hlaða batteríin til að endast lengur
en í klukkutíma. Hvernig ætli þetta verði þegar við förum síðan í desem-
ber að kaupa jólagjafirnar? Ég tók eftir því um daginn að staðurinn er
vinsæll af gestum Borgarleikhússins fyrir sýningar, en þá ákváðum við
hjónin að prófa pitsu og satt best að segja bjóst ég ekki við miklu en sal-
atpitsan var hreint út sagt frábær. Svo er eitthvað svo heimilislegt og fal-
legt að fá litlar sætar smákökur með kaffibollanum.
Hitum upp með
makríl fyrir jólin
Matarþankar
Friðrik V
Makríll er góð viðbót við íslensku flóruna.
’
Ég upplifði í
fyrsta skipt-
ið nýverið að
fara í Kringlunna
og undirbúa jóla-
innkaup.
Ljósmyndir/Gísli Egill Hrafnsson
Laukur er gott og ódýrt hráefni til mat-
argerðar sem auðvelt er að nálgast í öllum
matvöruverslunum. Hann er margbreyti-
legur í bragði eftir því hvernig hann er eld-
aður.
Forréttur handa 8 – aðalréttur handa 4.
Botninn:
250 g hveiti
100 g smjör, kalt
½ tsk salt
1 egg
Fylling:
6-7 meðalstórir laukar, saxaðir
50 g smjör
5 egg
3 msk hveiti
250 ml rjómi, má vera sýrður rjómi til helm-
inga
1 msk fersk basilíka, söxuð eða 1 tsk
þurrkuð
2 tsk. kummin
125 g beikon í bitum
Hitið ofninn í 200°C. Myljið smjörið saman
við hveitið og saltið og nuddið það saman
þar til það er eins og brauðmylsna. Blandið
egginu saman við og hnoðið deigið vel sam-
an. Setjið það í bökumót og þrýstið því
jafnt í mótið, upp fyrir kantana og skerið
svo allt umframdeig af við brún mótsins.
Steikið laukinn í smjörinu við vægan hita
þar til hann er orðinn karamellulitaður en
hann má ekki brenna. Léttþeytið eggin
með hveiti og rjóma.. Hrærið basilíku og
kummini saman við. Hellið steikta lauknum
út í eggjahræruna og blandið vel saman.
Steikið beikonbitana, bætið þeim út í
eggjahræruna, hellið síðan öllu í bökumótið
og bakið í 45 mínútur. Bakan er sérlega
góð köld daginn eftir.
Laukbaka
Einfalt hráefni verður hér að góðum forrétti
á veisluborðið. Í Frakklandi kallast kæfa
sem gerð er með þessum hætti „mousse“.
Kæfuna er hægt að búa til allt að tveimur
dögum fyrir veisluna og geyma vel innpakk-
aða í kælinum.
Forréttur handa 10-12.
500 g kjúklingalifur
270 g smjör
1 laukur, smátt saxaður
1 hvítlauksrif, smátt saxað
1 tsk timjan
12 einiber marin eða steytt
2 msk púrtvín
svartur pipar
Snyrtið lifrarnar. Bræðið 40 g af smjörinu
á pönnu og steikið saxaða laukinn við með-
alhita í 5-7 mínútur eða þar til hann hefur
mýkst og tekið á sig gullinn lit. Bætið þá
hvítlauknum við og steikið áfram í eina
mínútu. Hækkið hitann og setjið lifrarnar á
pönnuna ásamt timjani, einiberjum og pip-
ar. Steikið lifrarnar í 3-5 mínútur, þær mega
vera bleikar í miðju en ekki hráar. Hellið
púrtvíninu á pönnuna og sjóðið áfram í eina
mínútu.
Færið lifrarnar af pönnunni yfir í mat-
vinnsluvél og hellið vökvanum yfir. Maukið
vel í matvinnsluvélinni og bætið afgangs-
smjörinu við í litlum bitum þar til allt hefur
blandast vel saman. Setjið sigti yfir skál og
hellið kæfunni í sigtið. Pressið hana í gegn-
um sigtið með sleikju eða sleif. Þetta tekur
smátíma.
Hellið svo kæfunni í mót, hyljið með eld-
húsfilmu og setjið í kæliskáp. Borðið á
næstu 3-4 dögum.
Kjúklingalifrarkæfa