SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 44
44 4. desember 2011
Robert Harris - The Fear Index bbbnn
Fyrir ekki svo löngu varð skammvinnt verðfall á
verðbréfamarkaði í Chicago þegar galli í hugbúnaði
varð til þess að rafrænn verðbréfamiðlari gerði
mistök. Það er og á margra vitorði en ber ekki oft á
góma að slíkir miðlarar, þ.e. tölvuforrit sem vakta
markaði allan sólarhringinn og kaupa og selja á
millisekúndna hraða, sýsla með stóran, ef ekki
stærsta hluta verðbréfaauðs Vesturlanda. Sú stað-
reynd er kveikjan að þessari bók. Sagan segir frá
sérlunduðum eðlisfræðingi, Alexander Hoffman, sem býr í Sviss þar
sem hann rekur vogunarsjóð og byggir á forriti, VIXAL-4, sem
keyrir eftir algrími Hoffmans, en er einnig þeim kostum búið að geta
breytt algríminu eftir því sem það lærir betur að lesa í markaðinn.
VIXAL-4 les þó ekki bara í markaðinn heldur fylgist það með frétt-
um á vefnum og heldur úti sinni eigin óttavísitölu, eins og heiti for-
ritsins og bókarinnar vísar til, en þvílík vísitala, sem nefnist Volatil-
ity Index eða VIX, er verðbréfavísitala í Chicago byggð á
viðskiptaveiflum og oft kölluð óttavísitalan.
Svo fer, eins og einhverjir hafa eflaust getið sér til, að VIXAL-4 fer að
haga sér eins og opinber stofnun; verður mjög upptekið af því að
tryggja eigin tilveru og grípur til ýmissa ráða í þeim tilgangi. Bókin
er vel skrifuð og fléttan vel útfærð, þó hún sé fullævintýraleg í lokin.
Eftir lesturinn er maður líka margs vísari um viðskiptaheiminn og
skemmtileg sú staðreynd sem rakin er í bókinni að til þess að spara
hundruð milljóna dala hættu bandarísk yfirvöld við byggingu
öreindahraðals fyrir nokkrum árum. Afleiðing þess varð að ungir at-
vinnulausir eðlisfræðingar fóru að vinna á Wall Street að semja al-
grími fyrir afleiðuviðskipti og endaði með því að bandarísk yfirvöld
þurftu að snara út milljörðum dala.
Tina Fey - Bossypants bbbnn
Tina Fey er margverðlaunaður gamanþáttastjóri og
handritshöfundur vestan hafs og hefur vakið at-
hygli fyrir beitta kímni sem vel er krydduð fárán-
leika. Þessi bók hennar er og skemmtilesning, þó
sumt sé svo bundið bandarískri menningu að erfitt
er fyrir aðra að skilja nema þá sem eru vel heima í
henni. Einna merkilegastar þótti mér frásagnir
hennar af því hve miklir fordómar eru gagnvart
konum í sjónvarpi þar vestan hafs og sérstaklega
hvað karlremban var allsráðandi þegar hún kom þar til starfa í sjón-
varspþættinum Saturday Night Live í lok tíunda áratugarins.
Árni Matthíason arnim@mbl.is
Erlendar bækur
Innbundin skáld-
verk og ljóð
1. Einvígið –
Arnaldur
Indriðason
2. Brakið –
Yrsa Sigurð-
ardóttir
3. Málverkið –
Ólafur Jó-
hann Ólafs-
son
4. Jójó – Steinunn Sigurð-
ardóttir
5. Hjarta mannsins – Jón Kal-
man Stefánsson
6. Konan við 1000° Herborg
María – Hallgrímur Helgason
7. Hausaveiðararnir – Jo Nesbø
8. Gestakomur í Sauðlauksdal
– Sölvi Björn Sigurðsson
9. Feigð – Stefán Máni
10. Trúir þú á töfra? – Vigdís
Grímsdóttir
Hand- og fræði–
bækur og ævisögur
1. Sagan sem
varð að
segja – Þor-
finnur Óm-
arsson
2. Holl ráð
Hugos –
Hugo Þór-
isson
3. Sómamenn
og fleira fólk – Bragi Krist-
jónsson
4. Jólamatur Nönnu – Nanna
Rögnvaldardóttir
5. Ómunatíð – Styrmir Gunn-
arsson
6. Ný stjórnarskrá Íslands –
Stjórnlagaráð
7. Icesave-samningarnir – Sig-
urður Már Jónsson
8. Íslenskir fuglar – Benedikt
Gröndal
9. Almanak Háskóla Íslands
2012 – Þorsteinn Sæmunds-
son
10. Heilsuréttir Hagkaups – Sól-
veig Eiríksdóttir
Metsölulisti Eymundsson
Lesbókbækur
Skannaðu
kóðann til að
lesa
Listinn er byggður á upplýsingum frá
Bókabúð Máls og menningar, Bóka-
búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra-
borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni
við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu-
stúdenta, Bónus, Hagkaupum,
Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-
Eymundssyni og Samkaupum. Rann-
sóknasetur verslunarinnar annast
söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags
íslenskra bókaútgefenda.
Verk rithöfundarins Ayn Rand ætla aðreynast lífseig. Rúmlega hálfri öld eftirað helstu bækur hennar, skáldsög-urnar Uppsprettan (The Fountain-
head) og Undirstaðan (Atlas Shrugged), komu út
seljast þær í bílförmum. Uppsprettan er nú komin
út í íslenskri þýðingu Þorsteins Siglaugssonar og
er útgáfa Undirstöðunnar boðuð strax á næsta ári.
Alisa Zinovjevna Rosenbaum fæddist í Rúss-
landi árið 1905. Hún var 12 ára þegar rússneska
byltingin var gerð. Hún fór í háskólann í Petrog-
rad og lagði áherslu á sagnfræði. Henni var vísað
úr háskóla ásamt fleiri „borgaralegum“ stúd-
entum, en fékk síðar að ljúka prófi. Um það leyti
tók hún sér nafnið Ayn (borið fram æn) Rand.
Árið 1925 fékk hún vegabréfsáritun til að heim-
sækja ættingja í Bandaríkjunum og ákvað að setj-
ast þar að. Metnaður hennar stóð til þess að skrifa
kvikmyndahandrit. Fyrir tilviljun hitti hún leik-
stjórann Cecil B. DeMille í Hollywood og fékk
hlutverk sem aukaleikari í myndinni King of
Kings. Þar hitti hún ungan leikara, Frank O’Con-
nor, og giftust þau 1929.
Með Uppsprettunni, sem kom út 1943, skapaði
Rand sér nafn. Bókin fjallar um arkitektinn How-
ard Roark og mun fyrirmyndin hafa verið Frank
Lloyd Wright. Roark hefur hreina og ómengaða
sýn, slær hvergi af og sveltur frekar en að gera
málamiðlanir í verkum sínum.
Í Undirstöðunni fjallar hún um iðnjöfra, vís-
indamenn og listamenn, sem fara í verkfall og
draga sig í hlé til að skapa frjálst hagkerfi til mót-
vægis við sósíalískt stjórnarfar.
Í Uppsprettunni er sú mynd sem Rand dregur
upp af fyrirtækjaheiminum hins vegar ansi frá-
hrindandi. Þar eru stjórnendur afætur, sem fleyta
rjómann og láta undirmenn sína um alla vinnuna.
Hugmyndafræði Rand nefnist objectivismi og
hefur verið gefið íslenska heitið hluthyggja. Sam-
kvæmt henni er „maðurinn hetjuleg vera og
hamingja hans siðferðislegur tilgangur lífs hans“.
Á öðrum stað talar hún um „siðferði skynsamrar
gæslu eigin hagsmuna“. Hún var trúleysingi og
lagði áherslu á rétt einstaklingsins, þar á meðal
eignaréttinn, og taldi að laissez-faire eða óheftur
kapítalismi væri eina siðferðislega nothæfa kerfið
vegna þess að þar væru þau réttindi varin.
Rand varð þekkt fyrir fyrirlestra sína. 1951 flutti
hún til New York og safnaði um sig aðdáendum.
Alan Greenspan, sem síðar varð yfirmaður
bandaríska seðlabankans, var meðal þeirra. Einn-
ig var í hópnum Nathaniel Branden. Milli Branden
og Rand tókst ástarsamband, að sögn með sam-
þykki maka þeirra.
Branden setti á fót
stofnun til að breiða út
hugmyndafræði Rand.
Þar var rík áhersla lögð
á hollustu við orð Rand
auk þess, sem sumir
fylgismannanna klæddu
sig í stíl við persónur í
bókum hennar og
keyptu sér eins húsgögn
og hún. Rand sleit öllu
sambandi við Branden
þegar hún komst að því
1968 að hann væri í sambandi við aðra konu.
Branden lokaði stofnuninni, sem hann hafði helg-
að henni, og baðst síðar afsökunar á að hafa „ýtt
undir dulúðina í kringum Rand“.
Nafn Rand hefur verið áberandi í pólitískri um-
ræðu í Bandaríkjunum eftir hrunið 2008. Út-
varpsmaðurinn Rush Limbaugh hefur hana í
miklum metum. „Ayn Rand skrifaði Atlas yppti
öxlum,“ sagði hann í útsendingu. „Framhaldið
heitir Atlas gubbaði og við erum í því miðju.“ Í
mótmælum teboðshreyfingarinnar má sjá skilti
með áletrunum á borð við „Ayn Rand hafði rétt
fyrir sér“. Á sumum fundum hreyfingarinnar var
byrjað á að lesa upp úr verkum hennar og síðan
lýst yfir því að líta bæri á Undirstöðuna sem „aðra
sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna“.
Ekki er laust við að þarna sé mótsögn. Rand lof-
samar fyrirmennin, elítuna, sem er eitur í beinum
teboðsliða. Lýðræðið er Rand ekki mikils virði, en
teboðshreyfingin vill auka veg grasrótarinnar.
Teboðsliðunum finnst þeir hins vegar eiga sam-
leið með Rand í gagnrýni sinni á stjórnlaust, bólg-
ið og skuldum hlaðið velferðarsamfélag.
Rand lést árið 1982. Í dánarbúi hennar voru
tæplega 800 þúsund dollarar, sem hún geymdi á
bankareikningi í sparisjóði gegnt íbúð sinni í New
York. Alan Greenspan var meðal gesta í jarðarför-
inni. Á kistunni var tveggja metra krans í laginu
eins og dollaramerki.
Gary Cooper lék arkítektinn Howard Roark í kvikmynd sem gerð var eftir The Fountainhead 1948. Ayn Rand
tók því illa að lokaræða Roarks í dómsalnum var stytt og hét því að vinna aldrei með Warner Brothers framar.
Hinar óbifanlegu
hetjur Ayn Rand
Ayn Rand tefldi fram hinum óbilgjarna hugsjónamanni,
sem setur sjálfan sig ofar öðru og gerir ekki málamiðlanir.
Verk hennar hafa reynst lífseig og gætir áhrifanna enn.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Alisa Zinovjevna Rosen-
baum, eða bara Ayn Rand.