Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 10
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201310
nám og námsUmhverfi 21. aldarinnar
kennara sem skyldu í ríkari mæli eiga samstarf sín á milli um alla þætti skólastarfsins.
Þessi áhersla birtist fyrst með formlegum hætti í starfsáætlun fræðslumála fyrir árið
2000 (Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, 2000). Í kjölfar hennar var mótuð stefna um skóla-
byggingar (Fasteignastofa Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, 2004) en þar
var meðal annars lögð áhersla á að byggingarnar þjónuðu því starfi sem fram átti að
fara í skólunum og þar væri að finna fjölbreytt og sveigjanleg rými fyrir ólík verkefni
og misjafnlega stóra námshópa. Þessi stefna hafði áhrif á hönnun skólahúsnæðis og
sýn á skólastarf víða um land (Torfi Hjartarson og Anna Kristín Sigurðardóttir, 2010).
Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að greina hvaða kennslufræðilegu áherslur
voru lagðar til grundvallar við hönnun skólabygginga við upphaf 21. aldar og hvernig
þær skiluðu sér inn í skólastarfið.
MEnntaáHErslUr Og sKólaByggingar 21. alDar
Mikil gróska hefur verið í faglegri umræðu skólafólks á Íslandi á liðnum árum og mörg
framsækin verkefni litið dagsins ljós. Greina má áherslu á einstaklingsmiðun, sam-
vinnunám, notkun upplýsinga- og tölvutækni, nemendalýðræði, sköpun, útikennslu,
skóla án aðgreiningar, foreldrasamstarf, frístundaheimili, aukin tengsl skólastiga og
meiri tengsl skóla og samfélags. Víða um heim hafa menn spurt sig hvernig eigi að
haga skólastarfi á nýrri öld og hvaða námsumhverfi hæfi því (Dudek, 2000; Lippman,
2010; Nair, Fielding og Lackney, 2009; Taylor, 2009; Walden, 2009).
Skýrsla var unnin á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), nánar
tiltekið á vegum áætlunar hennar um skólabyggingar (Programme on Educational
Building, skammstafað PEB) og deildar breska menntamálaráðuneytisins um menntun
og færni (Department for Education and Skills, skammstafað DfES) um skólabygg-
ingar 21. aldar (OECD/PEB og DfES, 2006). Í henni er lögð áhersla á að skólar þurfi
að mæta þörfum samtímans jafnt sem óljósum væntingum framtíðarinnar. Skapa
þurfi umhverfi sem styður og eflir lærdómsferlið, hvetur til nýbreytni og stuðlar að
jákvæðum félagstengslum. Sett eru fram átta meginþemu sem hafa þarf í huga þegar
námsumhverfi er hannað fyrir 21. öldina. Sveigjanleika þarf til þess að mæta vænt-
ingum í síbreytilegum heimi, áhrifum nýrrar tækni, auknu aðgengi allra kynslóða að
menntun, sjálfbærni, kröfum um þægindi fyrir þá sem starfa og nema í umhverfinu
og þátttöku allra hagsmunaðila í hönnunarferlinu, svo og að námsumhverfið nýtist til
náms og tryggt sé að hönnunin sé vönduð.
Opni skólinn – einstaklingsmiðað nám
Áhersla á einstaklingsmiðað nám og fjölbreytt og sveigjanlegt skólahúsnæði á um
margt samhljóm í áherslum „opna skólans“ sem komu fram vestan hafs og austan á
sjöunda áratug síðustu aldar (Borrelbach, 2009; Dudek, 2000; Lippman, 2010; Walden,
2009). Uppeldishugmyndir heimspekingsins Johns Dewey hafa haft mikil áhrif á skóla-
starf frá því hann setti þær fram á fyrri hluta 20. aldar og má rekja sumar forsendur
opna skólans til þeirra (Borrelbach, 2009; Dudek, 2000; Gunnar E. Finnbogason,