Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 89

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 89
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 89 hrUnd hlöÐversdóttir þjóðfélaginu nýja krafta. Sjálfsmyndin sé ekki lengur skilgreind út frá ætt og upp- runa og félagslegri stöðu eins og áður var. Nú ráðist hún miklu frekar af persónu- legum hæfileikum, lífssögu og framtíðaráformum. Ólafur Páll og Þóra Björg benda á að menntun verður að vera lífsmenntun ef hún á að vera virkilega eftirsóknarverð. Guðmundur Finnbogason (1994) orðar þetta svo að menntun geti ekki verið fólgin í einhliða æfingu vissra krafta, hún verði að efla manneðlið í heild sinni og koma á samræmi milli allra líkams- og sálarafla mannsins. Mikilvægt er að láta lýðræðishugsjónir umlykja allt skólastarf. Lýðræði snýst ekki um sigra heldur þátttöku. Það snýst ekki um samkeppni heldur um samvinnu eins og Ólafur Páll og Þóra Björg benda okkur réttilega á (sjá 7. kafla, bls. 25). Hefti eins og Lýðræði og mannréttindi forðar skólafólki frá því að sofna á verðinum. Ungt fólk í dag er vant því að vera matað á staðreyndum og upplýsingum. Skilaboð berast frá net- heimum og fjölmiðlum um það hvernig það skuli haga sér, hvað það eigi að segja og gera. Þannig er það steypt í sama mót sem það þorir ekki að stíga úr af ótta við að verða öðruvísi en hinir. Eitt af mörgum hlutverkum skólanna er að horfa á fjölbreytileikann og fagna honum. Að styrkja hvern og einn þar sem hæfileikar liggja hverju sinni. Í heftinu leggja höfundar fram ýmsar góðar leiðir til að ná fram þeim markmiðum: Að hlusta á raddir barna og ungmenna, að nýta mannauðinn, að nýta samræðuformið betur í kennslu, halda nemendalýðræði á lofti og svo mætti lengi telja. Við viljum fá út í þjóðfélagið einstaklinga sem bæði standa á sínum sjálfstæðu skoðunum og geta jafnframt unnið með öðrum. Ákall 21. aldar er áhersla á að efla samskiptahæfni fólks. Fjölbreyttar aðstæður kalla á slíka hæfni, þjóðfélög verða flóknari, fjölþjóðlegri og heimurinn minnkar. Hæfnina þarf að virkja innan fjölskyldunnar, meðal vina og félaga, á starfsvettvangi og með þátttöku fólks í lýðræðissamfélagi sem virkir borgarar (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007, bls. 35). Í bók sinni Skóli – nám – samfélag fjallar Wolfgang Edelstein meðal annars um skól- ann sem samfélag og lýðræðishugsjónina í því samhengi. Bókin var fyrst gefin út árið 1988. Hann gagnrýnir viðmiðunartíma sem námsgreinum er ætlað í skólakerfinu og nefnir að „sjálfið“, þ.e. viðbrögð mannsins gagnvart umheiminum og sjálfsþekking, fái engan afmarkaðan tíma innan skólans (Wolfgang Edelstein, 2008, bls. 178). Með nýrri aðalnámskrá, hinum sex grunnþáttum menntunar og ekki síst með þættinum um lýðræði og mannréttindi hefur komið svar við gagnrýni Wolfgangs og svo margra annarra. Skólunum ber að vinna með samskipti og samvinnu, veita lýðræðisuppeldi með því að virkja nemendur og gera þá að gerendum í eigin lífi. Heftið Lýðræði og mannréttindi þarf að verða skyldulesning allra kennara og kennaranema. Það er ekki nóg að lesa það einu sinni í gegn og leggja það síðan upp í hillu. Það þarf að hafa það við höndina og glugga í það aftur og aftur til að gleyma ekki þeim tilgangi skólastarfs- ins að virkja nemendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.