Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 137

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 137
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 137 KristÍn bJörnsdóttir persónueinkennum hans, skerðingunni sem hann eða hún býr við eða greiningunni sem barnið hefur fengið hjá sérfræðingum. Skólasálfræðingurinn lagði fyrir greindarpróf og ýmsa matslista sem taldir eru upp í bókinni og gerð ítarleg grein fyrir en það hefði þurft að gefa nánari lýsingu á hlutverki sálfræðingsins í rannsóknarferlinu. Niðurstöður prófanna eru aðgengilegar í nokkrum mismunandi töflum en umræðan um niðurstöðurnar hefði mátt vera ítar- legri. Í hnotskurn, þá sýndu allir þátttakendur einhverjar framfarir og halda höfundar bókarinnar því fram að það sýni fram á gildi sandleiks sem meðferðar- og greiningar- tækis. Styrkleiki rannsóknarinnar felst í því að hún var framkvæmd á löngum tíma og gerð í samstarfi við sérfræðinga á sviðum sálarfræði og sandleiks. Hins vegar er ekki hægt að horfa framhjá því að hér er ekki um samanburðarrannsókn að ræða og því erfitt að draga ályktanir um að það hafi verið sandleikurinn sem slíkur sem hafði þessi áhrif á þátttakendur. Ýmsir ytri þættir kunna að hafa haft áhrif og í þeim tilfellum þar sem framfarir höfðu átt sér stað var ekki alltaf um marktækan mun að ræða. Það er virkilegt fagnaðarefni þegar sérfræðingar í kennslu og meðferðum barna leita fjöl- breyttra leiða, eins og í þessu tilfelli, til að bæta náms-, tilfinninga- og félagsfærni. En það er nauðsynlegt að á bak við aðferðirnar liggi rökstuðningur sem er byggður á þess háttar rannsóknum að ályktanir megi draga af niðurstöðum um áhrifamátt þeirra. Því er mikilvægt að rannsaka aðferðina frekar til að styrkja stöðu sandleiks og sögugerðar sem greiningar- og meðferðartæki. Í sjötta hluta bókarinnar er sagt ítarlega frá fjórum þátttakendum rannsóknarinnar og fjallað um sögur þeirra og myndir. Hér breytir umfjöllunin um tón og í stað mælan- legra megindlegra niðurstaðna túlka höfundar sögurnar og setja til dæmis í samhengi við goðafræði, Biblíuna og kenningar Carls Jung. Þessi nálgun líkist frekar eigind- legri rannsóknarhefð. Aðferðafræðinni á bak við þessi tilvik hefðu höfundar þurft að lýsa betur. Eða er hér ekki um rannsóknarniðurstöður að ræða? Eru þetta kannski almennar hugleiðingar höfunda? Sögurnar og umfjöllunin um þessi fjögur tilvik eru hins vegar einstaklega fróðlegar og gefa aukna sýn inn í ferlið og aðferðina. Mikilvægt er að allir rannsakendur, og ekki síst þeir sem beina sjónum sínum að börnum, tryggi velferð þátttakenda, m.a. með því að ganga úr skugga um að gögn og umfjöllun séu ekki persónugreinanleg. Það kemur því vissulega á óvart að í bókinni er ekki umfjöllun um þau siðferðilegu álitamál sem upp komu eða hefðu getað komið í verkefni sem þessu. Eins vakna spurningar um það hversu viðeigandi það er að nem- endur hljóti sálræna meðferð í námsverum grunnskólanna. Hvar liggja mörk með- ferðar og kennslu? Og hvert er hlutverk kennara í þessu samhengi? Er viðeigandi að kennari barnsins sé í hlutverki meðferðaraðila? Þessum spurningum verður ekki svar- að í þessum stutta ritdómi en undirrituð vonast til þess að þeir sérfræðingar, kennarar, listmeðferðafræðingar, músíkþerapistar, þroskaþjálfar, sálfræðingar og sandleiks- sérfræðingar sem starfa í námsverunum og skólum spyrji sig reglulega slíkra spurninga. Bókin Sandplay and storytelling er fyrsta bókin sem fjallar um sandleik í íslensku samhengi. Bókin er læsileg og texti skýr og ætti hún því að vera aðgengileg flestum þeim sem læsir eru á ensku, sérfræðingum jafnt sem leikmönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.