Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 116
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013116
fáÐU_ Já: stUttmynd Um mörKin mill i ofbeldis og KynlÍfs
og einn tekst á við skilgreint efni er varðar kynlífsreynslu ungs fólks. Í öllum þessum
hlutum er mjög skýrt tekist á við mörk ofbeldis og kynlífs, ekki bara í þeim köflum
sem sérstaklega fjalla um ofbeldi, klám og nauðganir. Engu minni áhersla er lögð á
mörk kynlífs og ofbeldis í þeim hlutum er fjalla almennt um kynlíf og hvernig ein-
staklingar setja sér eigin mörk. Í myndinni er tekið sérstaklega vel á þessum þáttum
á jákvæðan og aðgengilegan hátt fyrir áhorfendur auk þess sem þar er útskýrt hvað
felst í klámi og hvaða afleiðingar það getur haft á sjálfsmynd og gjörðir unglinga.
Helsti styrkleiki hennar er hvernig tekið er á því að útskýra þessi mörk á opinskáan og
umbúðalausan hátt.
Myndinni fylgir vel útfærður leiðarvísir þar sem farið er yfir þá hugmyndafræði
sem myndin er byggð á og í honum má finna ítarlegar leiðbeiningar fyrir kennara og
foreldra sem hyggjast horfa á myndina með nemendum sínum eða börnum. Leiðar-
vísirinn ýtir undir það að faglega sé tekið á sýningu myndarinnar, en það er mjög
skýrt að tilgangur sýningar myndarinnar er ekki bara sá að „henda myndinni í tækið“
og láta þar við sitja, heldur á hún að veita tækifæri til þess að skapa grundvöll fyrir
opna og lifandi fræðslu sem byggist ekki síst á uppbyggilegum umræðum í kjölfar
sýningarinnar. Með leiðbeiningunum girða höfundar í raun fyrir það að foreldrar og
kennarar geti skýlt sér á bak við þá afsökun að þau hafi ekki vitað með hvaða hætti
ætti að nálgast umræðuefnið. Leiðarvísirinn er ítarlegur og vel unninn og höfundar
myndarinnar setja þar fram spurningar sem varpa má fram í umræðum um viðfangs-
efni einstakra hluta myndarinnar. Til þess að gera leiðarvísinn enn gagnlegri hafa höf-
undar einnig sett inn leiðbeiningar um þá vinkla sem beri að varast í umræðunni auk
þess sem gefnar eru skilgreiningar á helstu hugtökum tengdum ofbeldi. Þó verður að
taka fram að sárlega vantar skilgreiningu á klámi í leiðarvísinn, sérstaklega í ljósi þess
að mikil áhersla er lögð á klám og klámvæðingu í efni myndarinnar. Að öðru leyti
er allt efnið í leiðarvísinum vandlega unnið og ætti að koma í veg fyrir að kennarar
og foreldrar geti skýlt sér bak við fáfræði um viðfangsefnið og komið sér þannig hjá
umræðum.
BrEytt UM sjónarHOrn – saMþyKKi frEMUr En nEitUn
Undanfarin misseri má segja að áherslan á forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi
hafi verið á neitunina, það er „nei þýðir nei“. Í myndinni er breytt um sjónarhorn
og áhersla lögð á að samþykki beggja aðila þurfi að vera til staðar áður en kynlíf er
stundað. Við teljum þetta vera einn allra mikilvægasta þáttinn í myndinni og að hann
hafi heppnast sérstaklega vel. Það er svo kærkomin breyting að líta á málið frá þessu
nýja sjónarhorni og draga fram þá veigamiklu staðreynd að hver og einn einstaklingur
þurfi að vera tilbúinn til að segja já. Áherslan á að samþykki liggi fyrir undirstrikar
það að ábyrgðin á ofbeldi liggur alfarið hjá gerandanum en ekki brotaþolanum. Þessi
umpólun frá áherslunni á neitun til samþykkis heppnast sérlega vel og ætti að vera
til þess fallin að opna augu bæði ungs fólks og fullorðinna fyrir því að ábyrgð á of-
beldi liggur alltaf hjá geranda og engum öðrum. Þessum boðskap er komið vel til
skila, bæði í myndefni og ekki síður í ummælum þátttakenda frá Jafningjafræðslunni.