Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 136
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013136
sandleiKUr og sögUgerÐ
í sjötta hlutanum er skýrt frá fjórum tilvikum (e. cases) eða þátttakendum úr rann-
sóknarverkefninu. Bókinni lýkur á stuttum lokaorðum.
Eins og sjá má koma höfundar víða við í umfjöllun sinni um sandleik. Hins vegar er
umfjöllunin sjaldan á dýptina. Áhugavert er að lesa um sandleikinn sjálfan, uppruna
aðferðarinnar og hvernig meðferðaraðilinn reynir að skilja hvernig hugur og hugsun
barnsins starfar og breytist í ferlinu. Í bókinni eru skilgreiningar á jungískum hug-
tökum, sem var virkilega gagnlegt fyrir undirritaða enda tekið að fjara undan þekk-
ingu hennar á kenningum Carls Jung.
Hlutar þrjú og fjögur greina frá þeim kenningalega grunni sem rannsóknarverk-
efnið byggist á. Hér er um að ræða auðlesinn texta sem flestir ættu að ráða við og ekki
nauðsynlegt að lesandinn hafi ítarlega þekkingu á efninu. Fjallað er um starfsemi heil-
ans, sjálfið, taugar og taugafrumur og það hvernig sandleikur, snerting og skyn hafa
áhrif hvert á annað. Þar sem um er að ræða flókið viðfangsefni og margar spurningar
sem vakna hjá lesandanum hefði hins vegar verið gagnlegt ef höfundar hefðu bent á
frekari upplýsingar og lesefni tengt sandleik og taugafræði.
Það er ljóst að a.m.k. annar höfundur býr yfir mikilli þekkingu á skapandi sögugerð.
Líklega er það Kristín Unnsteinsdóttir, en hún skrifaði doktorsritgerð sem fjallar um
það hvernig sígild ævintýri og ævintýri sem börn semja sjálf hafa áhrif á samverkan
meðvitundar og dulvitundar. Það er hins vegar sérstakt að fjórði hluti bókarinnar er
skrifaður í fyrstu persónu og ekki tekið fram af hverju og hvor höfundurinn það er
sem ritar. Þetta rýrir þó á engan hátt umfjöllunina sem er bæði áhugaverð og skemmti-
leg. Höfundur lýsir því til dæmis hvernig hugur barnanna starfar í skapandi sögugerð
og sandleik, fjallar um sköpunargáfu og ímyndunarafl og þátt leiks í þroska og námi.
rannsóKn á sanDlEiK Í rEyKVÍsKUM grUnnsKóla
Stærstum hluta bókarinnar er varið í umfjöllun um rannsókn Kristínar á áhrifum
sandleiks og sögugerðar á sjálfsmynd og þroska nemenda á sviði náms, tilfinninga
og félagsfærni. Rannsóknin var framkvæmd í námsveri í reykvískum grunnskóla á
árunum 2005–2009. Í rannsókninni er leitast við að skoða hvort markviss þátttaka í
sandleik og sögugerð hafi áhrif á námsfærni, sjálfsmynd og líðan nemenda með náms-
erfiðleika, lélega sjálfsmynd og/eða tilfinningaleg vandamál. Nítján börn, sjö stúlkur
og tólf drengir, tóku þátt í rannsókninni og voru á þeim tíma í 2.–7. bekk. Fram kemur
að börnin voru ekki valin af handahófi og hafi átt það sameiginlegt að vera með ein-
hvers konar námserfiðleika eða tilfinningaleg vandamál. Ekki kemur fram hvernig
vali á þátttakendum var háttað og engar upplýsingar eru um það hver hafi farið fram
á að þau fengju aðstoð eða meðferð á vegum námsvers skólans. Í yfirlitstöflu sem
lýsir þátttakendum rannsóknarinnar er þeim mörgum ýmist lýst út frá persónueigin-
leikum, svo sem skapandi, hlédrægum, góðhjörtuðum og jákvæðum eða greiningum
og er þá lesblinda, ADHD, þunglyndi, þroskahömlun og það að vera á lyfjum dregið
fram sem einkenni barnsins. Það er mat undirritaðrar að þetta sé óheppileg framsetn-
ing sem hlutgerir þátttakendur með því að gera ekki greinarmun á einstaklingnum,