Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 22
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201322
nám og námsUmhverfi 21. aldarinnar
Áberandi var að kennarar Furuskóla (3,7) sögðust fela nemendum nánast í hverjum
tíma miserfið viðfangsefni miðað við námsgetu. Kennarar Asparskóla sögðust sjaldan
gefa nemendum sínum val um viðfangsefni (1,6). Þegar spurningin um einstaklings-
miðun verkefna miðað við námsgetu var greind nánar kom í ljós að 84% kennara í
Furuskóla töldu að nám nemenda hefði verið einstaklingsmiðað með þessum hætti
nánast í hverri kennslustund en í Asparskóla svöruðu um 45% kennara spurningunni
á þann veg (sjá mynd).
Mynd. Kennarar. Aðlögun náms að getu nemenda. Hlutfallsleg skipting eftir tíðni, skipt eftir skólum
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
80%
90%
100%
Asparskóli Birkiskóli Furuskóli Greniskóli
Nánast aldrei
Einu sinni á önn
Einu sinni eða tvisvar í
mánuði
Einu sinni viku
Nánast í hverri
kennslustund
Húsnæði, vinnuaðstaða og hæfi rýmis að mati kennara
Kennarar voru spurðir hversu ánægðir þeir væru með húsnæði skólans og vinnu-
aðstöðu í skólanum. Svarmöguleikar voru: Að öllu leyti ánægð(ur), mjög ánægð(ur),
frekar ánægð(ur), hvorki né, frekar óánægð(ur), mjög ánægð(ur), og að öllu leyti
ánægð(ur). Eins og áður voru svörum gefin talnagildi. Kennarar Asparskóla voru
hvað ánægðastir með skólahúsnæðið í heild (5,1) eins og sjá má í töflu 7 og kennarar
Birkiskóla ánægðastir með vinnuaðstöðuna. Meiri ánægja virðist almennt vera með
vinnuaðstöðu kennara í skólunum en skólahúsnæðið í heild sinni. Ánægja kennara
með hljóðvist hrapaði eftir því sem byggingarnar voru nýrri. Þannig var ánægjan
með hljóðvistina mest í Asparskóla (4,5) og svo Birkiskóla (3,9) sem báðir töldust
klasaskólar. Ánægjan var mun minni í Furuskóla og minnst í Greniskóla (2,4). Þegar
teknar voru saman allar spurningar sem tengdust ánægju með húsnæði kom í ljós að
kennarar Birkiskóla voru marktækt ánægðari en kennarar í öðrum skólum í úrtakinu
(t=4,5; p <.00) og sama gildir um Asparskóla (t=7.0; p <.00). Kennarar Greniskóla voru
aftur á móti marktækt óánægðari með húsnæðið en kennarar í hinum skólunum 19
(t= - 2,5; p <.05).