Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 110

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 110
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013110 Um lifandi og daUÐa ÞeKKingU hafi einstaklingar komið fram með hugmyndir sem samstundis töluðu beint inn í hjarta þeirra sem hlýddu á, og ef svo er má kannski velta upp þeirri spurningu hvort önnur tegund þekkingar útiloki hina. Til þess að styðja kenninguna fræðilegum rök- um hef ég leitað fanga í bókunum Heimspekisaga eftir Skirbekk og Gilje, Heimspeki fyrir þig eftir Ármann Halldórsson og Róbert Jack og Tími heimspekinnar í framhaldsskólanum eftir Kristínu Hildi Sætran. Í þeim hef ég fundið lifandi og dauða þekkingu, til handa lifandi kennslu. lOKaOrÐ: áHrif BóKanna á starfsKEnningUna Í lok vormisseris 2012, um það leyti sem ég lauk viðbótardiplómu í kennslufræði fram- haldsskóla frá Háskóla Íslands, skrifaði ég samantekt sem ætlað var að kjarna starfs- kenningu mína, þ.e. viðhorf mín til kennslu og hvernig kennari ég vildi vera. Segja má að þetta hafi verið nokkurs konar frumdrög að starfskenningu minni þar sem ég var ekki starfandi kennari og hafði takmarkaða reynslu af kennslu. Ég skrifaði: „Kennsla er allt annað í dag en þegar ég var í grunn- og framhaldsskóla.“ Og: Kennari þarf alltaf (og alltaf) að gefa af sér. Nemendur gera kröfur á mann … Ég hef lært að nemendur eru félagsverur. En þeir hafa sitt eigið félagslega svið. Það er nauðsynlegt að koma fram við þá eins og þroskaða sjálfstæða einstaklinga. Starfskenning hvers kennara þróast í samhengi við umhverfi og aðstæður, en trúlega er kjarninn í starfskenningunni yfirleitt nokkuð stöðugur. Það er forvitnilegt að skoða hvernig ég orðaði starfskenningu mína í fyrstu drögunum, þar sem ég nefndi tvær af þeim þremur bókum sem hér hafa verið til umfjöllunar: Ég hef verið að kenna heimspeki með bókunum Heimspekisögu eftir Skirbekk og Gilje og Heimspeki fyrir þig eftir Ármann Halldórsson og Róbert Jack. Sú fyrri er yfirgrips- mikil og notuð í mörgum námskeiðum í heimspeki við Háskóla Íslands. Nemendum MH er gert að lesa fyrstu 100 bls. hennar í áfanganum Heimspeki 103. Staðreyndin er hins vegar sú að afar fáir lesa stafkrók í henni. Mig langar að verða kennari sem gæti hjálpað nemendum að fá áhuga á þannig bók. Hin bókin er léttari, en hún er kennd í Verzlunarskóla Íslands. Ég verð ekki var við að fleiri lesi hana. Hins vegar hef ég stundum velt því fyrir mér hvort það myndi gagnast heimspekinemum á framhalds- skólastigi að gerðar yrðu verkefnabækur fyrir þessi rit. Ég gæti vel hugsað mér að vinna að því með fram kennslu. Núna, ári síðar, er starfskenning mín sú kenning um heimspekikennslu sem reifuð hefur verið í þessum ítardómi og felst í samspili lifandi og dauðrar þekkingar, annars vegar, og lifandi og dauðrar kennslu, hins vegar. Kjarninn hefur aftur á móti haldið sér. Nú hef ég kynnst Heimspekisögu og Heimspeki fyrir þig enn betur sem kennslu- bókum og þróað með mér kenningu um heimspekikennslu sem felur í sér þá skoðun að það þurfi ekki að auka við þær efni heldur mótist þekkingin sem þær búa yfir, og mér er ætlað að miðla, af sjálfri kennslunni. Raunar á kenning mín um heimspeki- kennslu rætur að rekja til vandans sem ég lýsi í tilvitnuninni hér að ofan, sem tekur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.