Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 120

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 120
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013120 sKil sKólastiga og greint frá áhugaverðum þróunarverkefnum sem unnin hafa verið í tengslum við skil skólastiga. Þetta er einstaklega gott og áhugavert yfirlit. Í lok hvers undirkafla setur höfundur síðan fram ályktun sem hún byggir á því sem fram kom í kaflanum. Seinni kafli þessa hluta bókarinnar greinir frá framkvæmd rannsóknarinnar. Hún náði til þrjátíu leik-, grunn- og framhaldsskóla í Reykjavík. Gerðar voru vettvangskannanir, tekin viðtöl, lagðar fyrir spurningakannanir og rýnt í fyrirliggjandi gögn. Lýsingin á rannsókninni er bæði skýr og greinargóð. Annar hluti bókarinnar, fjórði til sjötti kafli, fjallar um skil milli leik- og grunn- skóla. Í fjórða kafla er lýsing á síðasta ári leikskóla út frá lykilþemum rannsóknar- innar. Fimmti kafli lýsir á sama hátt fyrsta ári í grunnskóla. Kaflarnir eru ítarlegir og lýsingar á starfinu afar greinargóðar. Í rammagreinum eru beinar frásagnir úr starfinu, brot úr viðtölum eða nánari skýringar sem dýpka lýsingarnar og skýra enn betur. Sem dæmi má nefna Heimsókn fimm ára barna í 1. bekk nágrannagrunnskóla, Dæmi um verkefni stuðningsfulltrúa og Dæmi um leik í 1. bekk undir stjórn kennara. Sjötti kafli þessa hluta er svo samanburður og umræða um skil þessara skólastiga. Í þriðja hluta bókarinnar, sjöunda til níunda kafla, er sams konar umfjöllun um skil milli grunn- og framhaldsskóla. Það vekur athygli að þó að hver skóli marki sér ákveðna stefnu eru starfshættir skóla á hverju stigi býsna líkir og á það við um öll skólastigin. Gerður skiptir starfsháttum á síðasta ári leikskóla og 1. bekk grunnskóla í fjóra flokka. Þó nokkur munur er á flokkunum á hvoru skólastigi enda er kennara- stýring mun meiri í grunnskóla en leikskóla. Starfshættirnir í 10. bekk og 1. bekk fram- haldsskóla eru sex og eru þeir hinir sömu, þ.e. hlustun og umræður, áhorf og umræður, bókleg einstaklingsverkefni, verkleg einstaklingsverkefni, bókleg samvinnuverkefni og að síðustu verkleg samvinnuverkefni. Starfsháttum í grunn- og framhaldsskóla skiptir hún í þrjú þrep eftir virkni kennarans eða hvort nemandi eða kennari tekur ákvarðanir um viðfangsefni og aðferðir. Flokkunarkerfi af þessu tagi er afar gagnlegt verkfæri fyrir kennara og skóla til að meta og þróa starfshætti sína. Það er nefnilega oft nokkurt bil á milli þess sem kennarar og skólar segjast gera eða vilja gera og þess sem er í raun. Það kemur fram í þessari rannsókn. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar eru sú að hlustun og umræður ásamt bóklegum einstaklingsverkefnum skipa önd- vegi í starfsháttum í grunn- og framhaldsskólum. Jafnframt er frumkvæði nemenda fremur lítið. Það eru vissulega vonbrigði – en kemur svo sem ekki á óvart – enda sam- hljóða niðurstöðum annarra rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi. Það vekur athygli hversu lítil samskipti eru almennt milli skólastiga og hversu illa kennarar eru upplýstir um það sem verið er að gera á næsta skólastigi. Þá vekur einnig athygli að upplýsingatækni gegnir litlu hlutverki í starfsháttum bæði í 10. bekk grunnskóla og 1. bekk framhaldsskóla. E.t.v. verður breyting á því nú með spjaldtölvunum sem hafa haldið innreið sína í skólakerfið. Þær bjóða upp á mun meiri sveigjanleika í notkun og eru auk þess ódýrari en sá búnaður sem skólarnir hafa verið með fram að þessu. Í fjórða hluta bókarinnar, tíunda kaflanum, lítur höfundur yfir verkið í heild. Niður- staðan er sú að skilin tvenn séu mjög lík. Það er mikil samfella í umgjörð og starfs- háttum á hvorum tveggja skilunum en ákveðið afturhvarf verður í inntaki náms og sjálfræði þegar nemandi fer upp á næsta stig. Í framhaldinu horfir höfundur fram á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.