Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 12
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201312
nám og námsUmhverfi 21. aldarinnar
land en virðist hins vegar hafa fjarað nokkuð út þegar leið á níunda áratuginn, bæði
hér á landi (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2008) og í nágrannalöndum (Törnquist,
2005).
Á níunda áratugnum kom fram ný gerð skólabygginga, svonefndir klasaskólar.
Í klasaskóla er hver álma hönnuð að stórum hluta sem sjálfstætt rými og félagsleg
eining, eða „litli skólinn í stóra skólanum“. Í klasanum eru nokkrar skólastofur, minni
rými til hópastarfs og sérkennslu, salerni, stundum lítill samkomusalur eða miðrými
og sameiginleg vinnuaðstaða kennara. Gjarnan er einn sameiginlegur nemendainn-
gangur inn í klasann og felliveggir eru oft á milli einstakra stofa sem opna mögu-
leika til samkennslu (Dudek, 2000; Nair o.fl., 2009). Nokkrir skólar hér á landi hafa
verið hannaðir samkvæmt þessum hugmyndum; dæmi um það er nýlegur grunn-
skóli á Suðurnesjum sem fjallað er um í grein Torfa Hjartarsonar og Önnu Kristínar
Sigurðardóttur (2010). Þessi gerð skólabygginga býður því upp á mikið samstarf
kennara um nám og kennslu og fjölbreytta skiptingu nemenda í hópa ef möguleikar
námsumhverfisins eru nýttir til fullnustu.
rannsóKnarsPUrningar
Á síðustu tveimur áratugum hefur einsetning grunnskóla haft í för með sér
umfangsmiklar byggingaframkvæmdir hér á landi, jafnt viðbyggingar við eldri
skólabyggingar, endurbyggingar og nýbyggingar. Á sama tíma virðist áherslan á
einstaklingsmiðun náms hafa skilað sér í hönnun skóla (Torfi Hjartarson og Anna
Kristín Sigurðardóttir, 2011). En hvorki liggja fyrir samanteknar upplýsingar um þær
menntaáherslur sem réðu för við hönnun þessa nýja húsnæðis né það hvort umræða
um nýjar áherslur í skólastarfi við upphaf nýrrar aldar hafi skilað sér í breyttu náms-
umhverfi og skólastarfi. Þessari rannsókn er ætlað að bæta úr þessu með því að fá
fram sjónarmið nokkurra hagsmunaaðila. Greint er hvaða kennslufræðilegar áherslur
lágu að baki hönnunar nýlegra grunnskólabygginga og skoðað hvernig til hefur tekist
með skólastarf að mati starfsfólks viðkomandi skóla. Rannsóknarspurningar eru:
1. Hvaða kennslufræðilegu áherslur lágu til grundvallar við hönnun fjögurra nýrra
grunnskóla?
2. Hvernig gekk að laga skólastarf í nýrri byggingu að þessum forsendum?
aÐfErÐ
Valdir voru fjórir íslenskir grunnskólar sem voru í úrtaki rannsóknarinnar Starfshættir
í grunnskólum, sem unnin var á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs (sjá til
dæmis Amalíu Björnsdóttur og Kristínu Jónsdóttur, 2010). Í þeirri rannsókn voru 20
íslenskir grunnskólar skoðaðir frá mörgum ólíkum hliðum. Við val á skólunum fjór-
um var stuðst við gögn úr vettvangsathugunum rannsóknarhópsins, svo sem lýsingar
á byggingunni, ljósmyndir og grunnteikningar. Ákveðið var að velja skólabyggingar
sem höfðu að stórum hluta (endurbygging) eða öllu leyti (nýbygging) verið hannaðar