Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 115
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 115
ANDREA HJÁLMSDÓTTIR
HUG- OG FÉLAGSvÍSINDASvIÐI HÁSKÓLANS Á AKUREyRI
HILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR
HUG- OG FÉLAGSvÍSINDASvIÐI HÁSKÓLANS Á AKUREyRI
Uppeldi og menntun
22. árgangur 1. hefti 2013
Fáðu_já: Stuttmynd um mörkin milli
ofbeldis og kynlífs
Brynhildur Björnsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. (2013).
Fáðu_já: Stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs. 20 mín.; Fáðu_já: Stuttmynd
um mörkin milli ofbeldis og kynlífs: Leiðarvísir fyrir starfsfólk grunnskóla. 16 bls.
Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti og velferðar-
ráðuneyti.
Undanfarin misseri hefur umræðan um klámvæðingu í íslensku samfélagi verið að
taka við sér. Slík umræða er nauðsynleg, ekki síst í ljósi þess að margt bendir til þess
að neysla á klámi meðal íslenskra ungmenna hafi vaxið mikið. Klám á netinu verður
sífellt aðgengilegra, á sama tíma og það virðist stöðugt verða grófara og tengingar við
ofbeldi verða skýrari (Dines, 2010).
Í almennri umræðu virðist ákveðins misskilnings gæta varðandi mörk kynlífs og
kláms. Flestar skilgreiningar á klámi byggjast hins vegar á þeim hugmyndum að klám
feli í sér kynlífsathafnir í tengslum við niðurlægingu, misnotkun eða ofbeldi (sjá t.d.
Russell, 1993). Þá er undirstrikað að í klámi skorti allan kærleika, ást og tilfinningar, og
þar sem klám felur í sér mismunun og hlutgervingu stríðir það gegn þeim hugmynd-
um að kynlíf sé athafnir jafningja (Häggström-Nordin, Sandberg, Hanson og Tydén,
2006). Vegna þess hve aðgengi og neysla á klámi er mikil, sérstaklega meðal drengja
(Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Jón Sigfússon, Álfgeir Logi Kristjánsson, Hrefna Páls-
dóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir, 2010), er mikilvægt að unglingar séu vel upplýstir um
það hvar mörk kynlífs og ofbeldis liggja þegar þeir byrja sjálfir að stunda kynlíf og séu
þá betur í stakk búnir til að taka þátt í kynlífi á eigin forsendum.
MÖrKin sKýrÐ
Í ljósi þessa er mjög gagnlegt að fá fræðsluefni fyrir ungt fólk sem hefur það að mark-
miði að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, líkt og undirtitill stuttmyndarinnar
Fáðu_já gefur skýrt til kynna. Myndinni er skipt upp í sjö afmarkaða hluta sem hver