Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 31
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 31
GUÐRúN ÞÓRANNA JÓNSDÓTTIR
vALLASKÓLA
JÓHANNA T. EINARSDÓTTIR
MENNTAvÍSINDASvIÐI OG HEILbRIGÐISvÍSINDASvIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Uppeldi og menntun
22. árgangur 1. hefti 2013
Viðbrögð leikskólakennara við HLJÓM-2
í leikskólum Árnessýslu og samvinna við
foreldra og grunnskóla
Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða viðbrögð við niðurstöðum skimunarprófsins
HLJÓM-2 í leikskólum í Árnessýslu. Athugað var hvort foreldrar og grunnskólakennarar þekktu
til prófsins og þeirrar íhlutunar sem fram fer í leikskólanum í kjölfarið og hvort grunnskólakenn-
arar nýttu sér þær upplýsingar. Þátttakendur voru alls 207, 158 foreldrar, 31 deildarstjóri í leik-
skólum og 18 umsjónarkennarar. Niðurstöður sýna almenna notkun og ánægju með skimunina
meðal leikskólakennaranna. Börn sem greinast í áhættuhópi fá í kjölfarið sérstaka íhlutun í leikskól-
anum. Foreldrar eru í flestum tilfellum upplýstir um að það standi til að leggja fyrir HLJÓM-2.
Upplýsingar um það sem felst í íhlutuninni virðast skila sér illa bæði til grunnskólans og foreldra.
Umsjónarkennarar fengu upplýsingar um það hvaða börn höfðu greinst í áhættu með lestrar-
erfiðleika en nýttu sér þær að takmörkuðu leyti við skipulag lestrarkennslunnar. Efla þarf samvinnu
milli skólastiga og við foreldra með það að leiðarljósi að skapa frekari samfellu í námi barnanna.
Efnisorð: HLJÓM-2, snemmtæk íhlutun, samvinna skólastiga, foreldrasamvinna,
lestrarnám
inngangUr
Rannsóknir hafa sýnt að málþekking (e. language knowledge) barna við upphaf
grunnskólagöngu getur spáð fyrir um lestrarnám og þar með námsgengi barnanna
(sjá t.d. Catts, Fey, Tomblin og Zhang, 2002; Hayiou-Thomas, Harlaar, Dale og Plomin,
2010; Hulme og Snowling, 2009; Jóhönnu Einarsdóttur, Ingibjörgu Símonardóttur
og Amalíu Björnsdóttur, 2011;Vellutino, Fletcher, Snowling og Scanlon, 2004). Mikill
munur er á málþekkingu barna þegar þau hefja nám í grunnskóla. Sum börn eru
vel undirbúin og jafnvel orðin læs (Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, 2011) meðan önnur
standa langt að baki jafnöldrum í málþroska (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Steinunn
Gestsdóttir og Freyja Birgisdóttir, 2009). Niðurstöður íhlutunarrannsókna benda til