Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 117
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 117
andrea hJálmsdóttir og hildUr friÐriKsdóttir
Innlegg þeirra dýpka skilaboð myndarinnar og ljá henni persónulegan blæ. Ein mikil-
vægustu skilaboð myndarinnar, „þögn er ekki sama og samþykki“, koma einmitt frá
einum viðmælandanum.
Höfundar myndarinnar nota húmor til að nálgast viðfangsefnið. Upphafsatriði
myndarinnar, þar sem foreldrar koma óvænt að pari sem bjargar sér út úr neyðarlegum
aðstæðunum á frumlegan hátt, er mjög vel heppnað til að brjóta ísinn fyrir áhorf
myndarinnar og létta á þeirri spennu sem hugsanlega gæti myndast í hópi ungmenna
sem á að fara að horfa á fræðslumynd um kynlíf. Þá koma reglulega atriði í myndinni
þar sem húmor er beitt til að létta andrúmsloftið án þess þó að athyglinni sé á nokkurn
hátt beint frá boðskap myndarinnar. Atriðin sem fjalla um frumþarfir mannsins eru
dæmi um vel heppnuð atriði þar sem húmor er beitt til að brjóta upp mýtur og rang-
hugmyndir, til dæmis þegar einstaklingur er þvingaður til að borða mat sem honum
alls ekki líkar.
Í myndinni er því haldið til haga að kynlíf sé alls konar og ekki alltaf árangurs-
ríkt en það má þó velta fyrir sér hvort myndin „glamúrvæði” kynlíf og það hversu
frábært, dásamlegt og skemmtilegt það geti verið að stunda kynlíf sé maður ung-
lingur og tilbúinn til þess. Vinkill á dásemdir kynlífsins er þó kannski skiljanlegur í
þessu samhengi, þar sem áherslan er á að skýra mörkin milli ofbeldis og kynlífs og því
ekki óeðlilegt að þessu tvennu sé stillt upp sem andstæðum. Styrkleikar myndarinnar
felast tvímælalaust í því hvernig höfundar afbyggja upphafningu á niðurlægingu,
misnotkun og ofbeldi.
gagnKynHnEigt sjónarHOrn
Við teljum að handrit myndarinnar og myndin sjálf séu mjög vel heppnuð. Efnið er
vandlega úthugsað frá ótal vinklum, svo sem jafnrétti, klámvæðingu, ofbeldi, gagn-
kvæmri virðingu, væntumþykju og ást. En hún er vissulega ekki fullkomin og felst
helsti veikleikinn í gagnkynhneigðu sjónarhorni myndarinnar. Nýlegar rannsóknir
hafa sýnt að unglingar sem eru að prófa sig áfram með kynhneigð sína meta lífs-
ánægju sína og líðan mun lakari en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra (Sigrún Svein-
björnsdóttir, Þóroddur Bjarnason, Ársæll Már Arnarsson og Andrea Hjálmsdóttir,
2010). Þess vegna er mjög mikilvægt að við notum hvert tækifæri sem við höfum til
að opna fyrir þá umræðu að unglingar niður í grunnskóla eru oft á tíðum leitandi
hvað kynhneigð sína varðar og gefum samkynhneigð rými í fræðslu og umræðu um
kynlíf og kynhegðun unglinga. Í myndinni er ekki algerlega litið framhjá kynlífi sam-
kynhneigðra en það hefði styrkt hana að sýna tilveru þeirra sambanda á jafn sterkan
myndrænan hátt og gert er með þau gagnkynhneigðu.
flOtt fraMlag
Af framansögðu má sjá að Fáðu_já er ákaflega þarft og vel heppnað innlegg í íslenska
fræðslu og umræðu um kynlíf, kynhegðun, klámvæðingu og ofbeldi. Til að auka