Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 96
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201396
sKöpUn Krefst hUgreKKis
dagsins ljós. Víða um heim hefur sams konar uppstokkun átt sér stað. Menntunar-
stig Vesturlanda er að hækka og ótal rannsóknir hafa verið gerðar á menntakerfum
víða um heim. Við teljum að ef vel er að staðið geti nýjar námskrár og ný lög fyrir öll
skólastig hér á landi falið í sér mikilvægt tækifæri til þess að færa íslenskt skólakerfi í
betra horf. Skiptar skoðanir eru um hina nýju menntastefnu, sumir sjá tækifærin, eins
og t.d. birtist í grein Hafþórs Guðjónssonar (2012), en aðrir sjá ógnanir og vara við of
mikilli markmiðssetningu í skólakerfinu eins og kemur glögglega fram í grein Atla
Harðarsonar (2012).
Skólaþróun má líkja við ferlið sem á sér stað við listsköpun og nám. Líta má á hana
sem hringferli sem felst í endurtekinni rannsókn á skólastarfi, hugmyndavinnu, til-
raunum, ígrundun og framkvæmd. Ferlið vefst þannig um sjálft sig eins og spírall og
þarf sífellt að vera í gangi ef skólinn á að vera síkvikur. Þróun og útfærsla á skapandi
skólastarfi hlýtur að vera stöðugt í gangi. Ný menntastefna og grunnþættirnir eru
tækifæri sem við eigum að grípa og heftið Sköpun getur verið byrjun á ferli sem von-
andi tekur engan enda vegna þess að í ígrundun um sköpun felst sköpun, enda erum
við sammála höfundum þess í stórum dráttum. Það þarf hugrekki, kraft, framsýni og
bjartsýni til að auka sköpun í skólum.
HEiMilDir
Atli Harðarson. (2012). Ný aðalnámskrá framhaldsskóla og gömul námskrárfræði.
Uppeldi og menntun, 21(2), 71–89.
Björn Þorsteinsson. (2011, 9. nóvember). Maurice Merleau-Ponty. [Viðtal eftir Inga
Björn Guðnason]. RÚV, Víðsjá.
Efland, A. D. (2002). Art and cognition: Integrating the visual arts in the curriculum. New
York: Teachers College Press.
Eisner, E. W. (1998). The enlightened eye: Qualitative inquiry and the enhancement of educa-
tional practice. Upper Saddle River: Prentice Hall.
Eisner, E. W. (2002). The arts and the creation of mind. New Haven: Yale University Press.
Hafþór Guðjónsson. (2012). Kennaramenntun og skólastarf í ljósi ólíkra viðhorfa til
náms. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt 10. mars, 2013 af http://netla.
hi.is/greinar/2012/ryn/016.pdf
Hetland L., Winner, E., Veenema, S. og Sheridan, K. M. (2007). Studio thinking: The real
benefits of visual arts education. New York: Teachers College Press.
Lindström, L. (2006). Creativity: What is it? Can you assess it? Can it be taught? Inter-
national Journal of Art & Design Education, 25(1), 53–66.
Rósa Kristín Júlíusdóttir. (2012). Hugarhættir vinnustofunnar. Uppeldi og menntun,
21(1) 141–146.
Þorvaldur Þorsteinsson. (2008, 5. apríl). Tækifærið manneskjan. [Viðtal eftir Jón B. K.
Ransú]. Lesbók Morgunblaðsins. Sótt 1. mars 2013 af http://www.mbl.is/greinasafn/
grein/1204624/