Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 45

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 45
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 45 gUÐrún Þóranna Jónsdóttir og Jóhanna t. einarsdóttir Samvinna milli skólastiga Nær allir umsjónarkennarar vissu að skimunin með HLJÓM-2 hefði farið fram og hvaða nemendur hefðu sýnt slaka eða mjög slaka færni í skimunarprófinu. Hins veg- ar virtust upplýsingar ekki berast til grunnskólans frá leikskólanum, þ.e. hvað hefði verið gert til að fyrirbyggja lestrarerfiðleika eða hvernig börnin hefðu tekið við þeirri íhlutun sem átti sér stað í leikskólanum. HLJÓM-2 var tvisvar lagt fyrir um 78% af nemendum sem greindust í áhættu þannig að upplýsingar um það hvort íhlutunin hefði skilað árangri hefðu átt að liggja fyrir sem og með hvaða þætti var unnið. Allt bendir til að upplýsingaflæðið milli skólastiga þurfi að vera í mun fastari skorðum og meira um skrifleg skil og gagnvirkt samstarf um læsi og lestrarnám. Í áðurnefndri rannsókn Gerðar G. Óskarsdóttur (2012) kom fram að engin dæmi voru um að grunn- skólakennarar nýttu sér upplýsingar úr skimunarprófinu HLJÓM-2 við skipulag náms eða að í gangi væru sérstakar aðgerðir fyrir börn í 1. bekk sem greinst höfðu í áhættuhóp. Fram kom í rannsókn Jóhönnu Einarsdóttur (2004) að leikskólakenn- arar væru áhugasamari um samvinnu milli skólastiganna en grunnskólakennararnir. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður Guðrúnar Sigursteinsdóttur (2007) um að grunnskólakennarar virtust sýna fyrirbyggjandi starfi leikskólans lítinn áhuga. Skólastjórnendur í grunnskólum þurfa að tryggja að grunnskólakennarar sem taka við nemendum í 1. bekk fái góðar upplýsingar frá leikskóla, fari helst í vettvangs- heimsóknir og fylgist með verðandi nemendum sínum í starfi leikskólans. Grunn- skólakennarar þurfa sérstaklega að leggja sig fram um að fá að vita hvernig nemendur tóku við þeirri kennslu sem fram fór í leikskólanum, hvort þeim hafi farið fram eða hvort jafnvel þurfi að breyta áhersluþáttum í kennslunni. Grunnskólinn og HLJÓM-2 Umsjónarkennurum bar ekki saman í svörum um það hvernig HLJÓM-2 var nýtt í skólunum. Það gæti bent til þess að þeir hafi misskilið spurningarnar, notkun þess sé ekki eins alls staðar, eða þá að þeir þekki ekki nægilega vel til prófsins. Grunn- skólakennarar sem kenna á yngsta stigi þurfa að þekkja til skimunartækisins og vita hvaða vísbendingar það gefur. Muter (2006) telur mikilvægt fyrir lestrarkennarann að fylgjast sérstaklega með þeim nemendum sem eiga í erfiðleikum með þá þætti sem spá fyrir um lestrarerfiðleika og að lestrarkennarinn nýti sér slíkar upplýsingar við að byggja upp kennslu viðkomandi barns. Nær allir umsjónarkennarar vissu hvaða nemendur hefðu greinst í áhættuhópi en samt fékk meirihluti (59%) barnanna í áhættuhópi sömu lestrarinnlögn og aðrir nemendur sem jafnvel voru orðnir læsir eða komnir vel á veg með lestur. Tæplega 60% umsjónarkennara 1. bekkja töldu að niður- stöður HLJÓM-2 hefðu nýst þeim að einhverju leyti við lestrarkennslu, sem virðist vera frekar ótrúverðugt þar sem jafnframt kemur fram að meirihluti grunnskólakennara virðist ekki breyta kennsluháttum fyrir börn í áhættuhópi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.