Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 125
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 125
ingibJörg h. harÐardóttir
Í fjórða kafla, Hver tilheyrir fjölskyldunni?, er sjónum beint að breytingum sem verða
á fjölskyldum í kjölfar skilnaða og að munur er á skilgreiningum opinberra aðila, full-
orðinna og barna. Skilgreining samfélagsins á því hverjir tilheyra fjölskyldu og hverjir
ekki getur haft áhrif á viðhorf fjölskyldunnar til sjálfrar sín (bls. 87). Að vera talinn
tilheyra fjölskyldu getur verið vísbending um vægi manns og að sama skapi getur
það að vera ekki talinn tilheyra fjölskyldu leitt til þess að maður upplifi sig útundan.
Ruglingur getur síðan skapast við ólík skilaboð, að sumir telji mann tilheyra fjölskyld-
unni en aðrir ekki. Myndræn uppsetning fjölskyldutengsla er leið til að nálgast þessi
flóknu tengsl og bendir Valgerður á að hið hefðbundna fjölskyldutré líkist nú meira
fjölskyldurunna með rótarskotum hingað og þangað.
Í fimmta kafla, Er hann líka bróðir minn? – Systkinatengsl í stjúpfjölskyldum, er haldið
áfram að skoða hverjir tilheyri fjölskyldunni og nú eru systkinatengsl í brennidepli.
Margvíslegar breytingar geta orðið á lífi barna við að eignast stjúpsystkini og hálf-
systkini. Hér sem fyrr er Valgerður með mikið af dæmum og þarna ægir saman
jákvæðum og neikvæðum sögum frá börnum og fullorðnum þannig að öll sjónarhorn
virðast koma fram. Um leið verður efnið svolítið ruglingslegt, en flestir ef ekki allir
sem hafa reynslu af stjúpfjölskyldum ættu að finna þarna dæmi sem fellur að þeirra
eigin reynslu. Bent er á að hægt er að hafa töluverð áhrif á það hvernig samskiptum
er háttað, en einnig lögð áhersla á einstaklingsmun og að hafa þurfi í huga aldur,
persónuleika, þroska og kyn þegar samskipti barna eru skoðuð. Undir lok kaflans
(bls. 108) er sett fram hugmynd að fjölskyldumóti eins og börnin skilgreina fjölskyldur
sínar og þannig sé stutt við tengsl fjölskyldumeðlima. Síðan mætti skoða gestalistann
og út frá honum skoða skilgreiningu viðkomandi á fjölskyldu sinni. Þessi hluti hefði
átt betur heima í fjórða kafla þar sem fjallað var um það hverjir tilheyri fjölskyldunni.
Í sjötta kafla, Í hvaða liði ertu? – Hollustubönd, er fjallað um hollustu í stjúpfjölskyldum
og mörg dæmi tekin. Í stjúpfjölskyldum er alltaf möguleiki á að ef einum aðila er
sýndur stuðningur eða ást upplifi annar að eitthvað sé frá honum tekið. Hætta er á að
foreldri finnist það vera milli tveggja elda og erfitt sé að gera nokkrum til hæfis. Holl-
ustuklemmur geta komið upp í öllum fjölskyldum og hópum og eru samkvæmt höf-
undi algengar í stjúpfjölskyldum vegna þess ójafnvægis sem skapast í þríhyrnings-
tengslum (bls. 117) þegar tveir aðilar ætlast til að sá þriðji styðji sig gegn hinum. Dæmin
gefa til kynna að börnin líði vegna þess að fullorðna fólkið hafi ekki gert upp mál
sín. Bæði börn og fullorðnir geta verið mikilvæg í lífi hvers annars þó blóðbönd tengi
þau ekki og leggur Valgerður áherslu á að það er á ábyrgð hinna fullorðnu að skapa
traust hollustubönd. Undir lok kaflans er komið inn á hlutverk afa og ömmu, hollustu
þeirra gagnvart barnabörnum og stjúpbarnabörnum og óvissu sem einatt litar þessi
samskipti.
Titill sjöunda kafla er Þú verður að elska börnin mín! – Óraunhæfar hugmyndir. Fjallað
er um væntingar fólks og leitast er við að fræða það og hjálpa því að þekkja viðbrögð
við missi. Dregin er fram kenning um sorgarferlið og viðbrögð barna við skilnaði for-
eldra. Þá er einnig bent á að stjúpforeldri hefur ekki haft sama tækifæri og foreldri til
að bindast barni tilfinningaböndum frá fæðingu og því eðlilegt að tengslin geti verið
með öðrum hætti. Einnig er komið inn á að fullorðnir vilji að börn segi hvernig þeim