Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 125

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 125
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 125 ingibJörg h. harÐardóttir Í fjórða kafla, Hver tilheyrir fjölskyldunni?, er sjónum beint að breytingum sem verða á fjölskyldum í kjölfar skilnaða og að munur er á skilgreiningum opinberra aðila, full- orðinna og barna. Skilgreining samfélagsins á því hverjir tilheyra fjölskyldu og hverjir ekki getur haft áhrif á viðhorf fjölskyldunnar til sjálfrar sín (bls. 87). Að vera talinn tilheyra fjölskyldu getur verið vísbending um vægi manns og að sama skapi getur það að vera ekki talinn tilheyra fjölskyldu leitt til þess að maður upplifi sig útundan. Ruglingur getur síðan skapast við ólík skilaboð, að sumir telji mann tilheyra fjölskyld- unni en aðrir ekki. Myndræn uppsetning fjölskyldutengsla er leið til að nálgast þessi flóknu tengsl og bendir Valgerður á að hið hefðbundna fjölskyldutré líkist nú meira fjölskyldurunna með rótarskotum hingað og þangað. Í fimmta kafla, Er hann líka bróðir minn? – Systkinatengsl í stjúpfjölskyldum, er haldið áfram að skoða hverjir tilheyri fjölskyldunni og nú eru systkinatengsl í brennidepli. Margvíslegar breytingar geta orðið á lífi barna við að eignast stjúpsystkini og hálf- systkini. Hér sem fyrr er Valgerður með mikið af dæmum og þarna ægir saman jákvæðum og neikvæðum sögum frá börnum og fullorðnum þannig að öll sjónarhorn virðast koma fram. Um leið verður efnið svolítið ruglingslegt, en flestir ef ekki allir sem hafa reynslu af stjúpfjölskyldum ættu að finna þarna dæmi sem fellur að þeirra eigin reynslu. Bent er á að hægt er að hafa töluverð áhrif á það hvernig samskiptum er háttað, en einnig lögð áhersla á einstaklingsmun og að hafa þurfi í huga aldur, persónuleika, þroska og kyn þegar samskipti barna eru skoðuð. Undir lok kaflans (bls. 108) er sett fram hugmynd að fjölskyldumóti eins og börnin skilgreina fjölskyldur sínar og þannig sé stutt við tengsl fjölskyldumeðlima. Síðan mætti skoða gestalistann og út frá honum skoða skilgreiningu viðkomandi á fjölskyldu sinni. Þessi hluti hefði átt betur heima í fjórða kafla þar sem fjallað var um það hverjir tilheyri fjölskyldunni. Í sjötta kafla, Í hvaða liði ertu? – Hollustubönd, er fjallað um hollustu í stjúpfjölskyldum og mörg dæmi tekin. Í stjúpfjölskyldum er alltaf möguleiki á að ef einum aðila er sýndur stuðningur eða ást upplifi annar að eitthvað sé frá honum tekið. Hætta er á að foreldri finnist það vera milli tveggja elda og erfitt sé að gera nokkrum til hæfis. Holl- ustuklemmur geta komið upp í öllum fjölskyldum og hópum og eru samkvæmt höf- undi algengar í stjúpfjölskyldum vegna þess ójafnvægis sem skapast í þríhyrnings- tengslum (bls. 117) þegar tveir aðilar ætlast til að sá þriðji styðji sig gegn hinum. Dæmin gefa til kynna að börnin líði vegna þess að fullorðna fólkið hafi ekki gert upp mál sín. Bæði börn og fullorðnir geta verið mikilvæg í lífi hvers annars þó blóðbönd tengi þau ekki og leggur Valgerður áherslu á að það er á ábyrgð hinna fullorðnu að skapa traust hollustubönd. Undir lok kaflans er komið inn á hlutverk afa og ömmu, hollustu þeirra gagnvart barnabörnum og stjúpbarnabörnum og óvissu sem einatt litar þessi samskipti. Titill sjöunda kafla er Þú verður að elska börnin mín! – Óraunhæfar hugmyndir. Fjallað er um væntingar fólks og leitast er við að fræða það og hjálpa því að þekkja viðbrögð við missi. Dregin er fram kenning um sorgarferlið og viðbrögð barna við skilnaði for- eldra. Þá er einnig bent á að stjúpforeldri hefur ekki haft sama tækifæri og foreldri til að bindast barni tilfinningaböndum frá fæðingu og því eðlilegt að tengslin geti verið með öðrum hætti. Einnig er komið inn á að fullorðnir vilji að börn segi hvernig þeim
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.