Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 108

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 108
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013108 Um lifandi og daUÐa ÞeKKingU Og þá miðast hæfni í fyrsta hæfniþrepinu m.a. við að: Nemandi geti hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: • auðga og þroska samskiptahæfni sína • mynda sér skoðun á forsendum gagnrýninnar hugsunar • tjá viðhorf sín á rökstuddan hátt • setja sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf á ýmsum stöðum og tímum • vega og meta efnisleg og siðferðileg verðmæti • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína á skapandi hátt • bera virðingu fyrir mannréttindum • gera sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart samfélagi og komandi kynslóðum • taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi. (Anton Már Gylfason o.fl., 2012, bls. 2) Á þessum tveimur sviðum stendur Heimspeki fyrir þig að einhverju leyti best að vígi. Segja má að nálgun og efnistök höfunda séu nútímaleg, fersk og aðgengileg. Heim- spekisaga er hins vegar þung og mörgum nemendum finnst hún torlesin. Í Heimspeki fyrir þig er þó einnig lagður grunnur að þekkingarmyndun sem hefur snertiflöt við fyrsta hæfniþrep samfélagsgreina í framhaldsskólum. Og með lifandi kennslu hins virka kennara má fylla upp í hugsanlegar eyður í fræðilegri úrvinnslu á hugtökum og hugmyndafræði, en slík aðlögun námsefnis er einmitt nauðsynlegur þáttur lifandi kennslu. Í nafnaskrá Heimspekisögu er hlutur kvenna ansi rýr. Höfundar eru meðvitaðir um það og geta þess sérstaklega: Að vísu hefur verið minnst á nokkrar konur á þessum blöðum (sbr. Hypatíu, Hilde- gard von Bingen, Harriet Taylor og Rósu Luxemburg) en þessir fulltrúar „hins kyns- ins“ eru fáir og langt á milli þeirra. Það er karlaskekkja í heimspekisögunni allri, auk menningarskekkjunnar og stéttaskekkjunnar. Þetta ójafna kynjahlutfall er vís- bending um ákveðna togstreitu sem kvenfrelsishreyfingin hefur fjallað um og reynt að hafa áhrif á. (GS og NG, 1999, bls. 572) Sérhver kennari, sem tekur undir með höfundum Heimspekisögu, ætti láta sig þessa togstreitu varða og freista þess að fylla upp í eyðurnar með kennslu sinni, sem fyrir vikið yrði innihaldsríkari og meira lifandi. Þegar hér er komið sögu ætti að vera ljóst orðið að Tími heimspekinnar í framhaldsskól- anum er ekki beinlínis kennarahandbók, en hún er mikilvæg hverjum þeim sem fýsir að móta skólastarf og menntastefnu á forsendum heimspekikennslu. Í hæfniþrepum 2 og 3 eflast tök nemenda á sviðum þekkingar, leikni og hæfni. Á meðan hæfniþrep 1 snerist um að nemandinn hefði á sínu valdi almenna þekkingu, leikni og hæfni á sviðum námsgreinarinnar er færni nemandans í þeim markvissari í hæfniþrepi 2 og telst orðin sérhæfð í hæfniþrepi 3. Með því að feta þessa braut temur nemandinn sér markvisst skapandi hugsun, og í framhaldinu sjálfstæða hugsun. Kristín Hildur Sætran fjallar um kennslufræðileg verðmæti heimspekinnar og segir hana falla vel að kenningum Zevins um mikilvægi margbreytilegrar kennslu (KHS, 2010, bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.