Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 33
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 33
gUÐrún Þóranna Jónsdóttir og Jóhanna t. einarsdóttir
Snemmtæk íhlutun
Í hugtakinu snemmtæk íhlutun felst að reynt er að hafa áhrif á þroskaferil barna sem
sýna frávik í þroska eins snemma og hægt er á lífsleiðinni. Oftast er miðað við að íhlutun
fari fram fyrir sex ára aldur því þá er heilastarfsemin minnst sérhæfð og taugafrum-
urnar sveigjanlegar, en það eykur líkur á að hægt sé að hafa áhrif á taugaþroska barna
(Tryggvi Sigurðsson, 2003, 2008). Fjölmargar rannsóknir síðustu ára styðja þessa kenn-
ingu og hafa sýnt fram á að þjálfun hljóðkerfisvitundar með gagnreyndum aðferðum
á leikskólaaldri leiðir til aukinnar virkni og breytinga á þeim svæðum heilans sem
síðar tengjast lestri (sjá t.d. Shaywitz o.fl, 2004). Snemmtæk íhlutun varðandi lestrar-
erfiðleika felst í því að veita barni viðeigandi kennslu um leið og grunur vaknar um að
það geti átt á hættu að lenda í erfiðleikum með lestrarnámið (Morrow, 2001). Skimunin
með HLJÓM-2 hefur snemmtæka íhlutun að leiðarljósi. Markmiðið er þar af leiðandi
að hefja íhlutun um leið og grunur vaknar um að barnið sé að dragast aftur úr og vísa
þeim börnum áfram sem þurfa frekari greiningu (Ingibjörg Símonardóttir, Jóhanna
Einarsdóttir og Amalía Björnsdóttir, 2002).
Foreldrar eru lykilpersónur í snemmtækri íhlutun barna sinna. Þeir þurfa því að
vera vel upplýstir um þá þjálfun sem barnið fær eða þarf á að halda. Sýnt hefur verið
fram á að virkt samstarf og þátttaka foreldra í íhlutun barna tryggir betri árangur
(Diggle og McConachie, 2002; Tryggvi Sigurðsson, 2008). Í nýlegri samanburðarrann-
sókn var sýnt fram á að regluleg ráðgjöf og stuðningur við foreldra barna í áhættuhópi
skilaði sér í betri máltjáningu í lestri og ritun barnanna (Sheridan, Knoche, Kupzyk,
Edwards og Marvin, 2011). Miedel og Reynolds (1999) sýndu einnig fram á að
virkni foreldra í námi og skóla barna á leikskólaaldri hefði jákvæð áhrif á lestrarnám
barnanna síðar meir. Börnum foreldra sem voru virkir í skólastarfi þeirra gekk betur í
lestri og námi almennt við 14 ára aldur en börnum foreldra sem höfðu verið lítt virkir
í námi barnanna þegar þau voru yngri.
Margar rannsóknir hafa sýnt að markviss þjálfun, sérstaklega síðasta árið í leik-
skóla, sem fylgt er eftir upp í grunnskóla, getur í mörgum tilfellum komið í veg fyrir
lestrarerfiðleika og dregið þannig úr þörf fyrir sérkennslu í grunnskóla. Í þessum
rannsóknum á þjálfun hljóða og hljóðvitundar var sýnt fram á að með markvissri
þjálfun er hægt að hafa áhrif á síðari færni í stafsetningu og lestri hjá börnum í áhættu-
hópum (sjá t.d. Borstrom og Elbro, 1997; Bradley og Bryant, 1983; Elbro og Petersen,
2004; Lundberg, 1994; Torgesen, 2002; Torgesen o.fl.,1999; Vellutino, Scanlon, Small
og Fanuele, 2006). Markmið þessara rannsókna hefur verið að kanna áhrif þjálfunar
á færni í umskráningu og lestri stakra orða. Rannsóknir um áhrif þjálfunar á því að
auka orðaforða og almennan málskilning hafa einnig gefið jákvæðar niðurstöður þó
vísbendingarnar séu ekki alveg eins sterkar og þegar unnið er með þjálfun hljóðvit-
undar/hljóðkerfisvitundar (Snowling og Hulme, 2011).
Bowyer-Crane o. fl. (2008) báru saman áhrif mismunandi þjálfunar á lestur, orða-
forða og málskilning breskra barna sem höfðu sýnt slaka færni á skimunarprófi við
fjögurra ára aldur. Í kjölfar skimunar 960 barna fengu þau 152 börn sem höfðu sýnt
slökustu færnina sértæka íhlutun. Borin voru saman áhrif tvenns konar íhlutunar, þ.e.
annars vegar þjálfun í hljóðvitund og lestrartengdum þáttum og hins vegar þjálfun í