Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 33

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 33
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 33 gUÐrún Þóranna Jónsdóttir og Jóhanna t. einarsdóttir Snemmtæk íhlutun Í hugtakinu snemmtæk íhlutun felst að reynt er að hafa áhrif á þroskaferil barna sem sýna frávik í þroska eins snemma og hægt er á lífsleiðinni. Oftast er miðað við að íhlutun fari fram fyrir sex ára aldur því þá er heilastarfsemin minnst sérhæfð og taugafrum- urnar sveigjanlegar, en það eykur líkur á að hægt sé að hafa áhrif á taugaþroska barna (Tryggvi Sigurðsson, 2003, 2008). Fjölmargar rannsóknir síðustu ára styðja þessa kenn- ingu og hafa sýnt fram á að þjálfun hljóðkerfisvitundar með gagnreyndum aðferðum á leikskólaaldri leiðir til aukinnar virkni og breytinga á þeim svæðum heilans sem síðar tengjast lestri (sjá t.d. Shaywitz o.fl, 2004). Snemmtæk íhlutun varðandi lestrar- erfiðleika felst í því að veita barni viðeigandi kennslu um leið og grunur vaknar um að það geti átt á hættu að lenda í erfiðleikum með lestrarnámið (Morrow, 2001). Skimunin með HLJÓM-2 hefur snemmtæka íhlutun að leiðarljósi. Markmiðið er þar af leiðandi að hefja íhlutun um leið og grunur vaknar um að barnið sé að dragast aftur úr og vísa þeim börnum áfram sem þurfa frekari greiningu (Ingibjörg Símonardóttir, Jóhanna Einarsdóttir og Amalía Björnsdóttir, 2002). Foreldrar eru lykilpersónur í snemmtækri íhlutun barna sinna. Þeir þurfa því að vera vel upplýstir um þá þjálfun sem barnið fær eða þarf á að halda. Sýnt hefur verið fram á að virkt samstarf og þátttaka foreldra í íhlutun barna tryggir betri árangur (Diggle og McConachie, 2002; Tryggvi Sigurðsson, 2008). Í nýlegri samanburðarrann- sókn var sýnt fram á að regluleg ráðgjöf og stuðningur við foreldra barna í áhættuhópi skilaði sér í betri máltjáningu í lestri og ritun barnanna (Sheridan, Knoche, Kupzyk, Edwards og Marvin, 2011). Miedel og Reynolds (1999) sýndu einnig fram á að virkni foreldra í námi og skóla barna á leikskólaaldri hefði jákvæð áhrif á lestrarnám barnanna síðar meir. Börnum foreldra sem voru virkir í skólastarfi þeirra gekk betur í lestri og námi almennt við 14 ára aldur en börnum foreldra sem höfðu verið lítt virkir í námi barnanna þegar þau voru yngri. Margar rannsóknir hafa sýnt að markviss þjálfun, sérstaklega síðasta árið í leik- skóla, sem fylgt er eftir upp í grunnskóla, getur í mörgum tilfellum komið í veg fyrir lestrarerfiðleika og dregið þannig úr þörf fyrir sérkennslu í grunnskóla. Í þessum rannsóknum á þjálfun hljóða og hljóðvitundar var sýnt fram á að með markvissri þjálfun er hægt að hafa áhrif á síðari færni í stafsetningu og lestri hjá börnum í áhættu- hópum (sjá t.d. Borstrom og Elbro, 1997; Bradley og Bryant, 1983; Elbro og Petersen, 2004; Lundberg, 1994; Torgesen, 2002; Torgesen o.fl.,1999; Vellutino, Scanlon, Small og Fanuele, 2006). Markmið þessara rannsókna hefur verið að kanna áhrif þjálfunar á færni í umskráningu og lestri stakra orða. Rannsóknir um áhrif þjálfunar á því að auka orðaforða og almennan málskilning hafa einnig gefið jákvæðar niðurstöður þó vísbendingarnar séu ekki alveg eins sterkar og þegar unnið er með þjálfun hljóðvit- undar/hljóðkerfisvitundar (Snowling og Hulme, 2011). Bowyer-Crane o. fl. (2008) báru saman áhrif mismunandi þjálfunar á lestur, orða- forða og málskilning breskra barna sem höfðu sýnt slaka færni á skimunarprófi við fjögurra ára aldur. Í kjölfar skimunar 960 barna fengu þau 152 börn sem höfðu sýnt slökustu færnina sértæka íhlutun. Borin voru saman áhrif tvenns konar íhlutunar, þ.e. annars vegar þjálfun í hljóðvitund og lestrartengdum þáttum og hins vegar þjálfun í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.