Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 64

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 64
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201364 reiKningsbæKUr tveggJa alda Bókin var upphaflega í tveimur heftum en var gefin út í fjórum heftum hjá Ríkis- útgáfu námsbóka árin 1939 til 1941. Efnið var hefðbundið: Reikniaðgerðirnar fjórar, fyrst í heilum tölum en síðan almenn brot, brotabrot og tugabrot, ásamt metrakerf- inu. Vísan góða um sætiskerfið kom enn fyrir en nokkuð breytt (Elías Bjarnason, 1927, bls. 11; 1939, bls. 7). Athygli vekur að brotabrot komu á undan tugabrotum í seinna hefti fyrstu útgáfunnar, þótt brotabrot komi harla sjaldan fyrir í daglegu lífi og kennsla þeirra hafi einungis fræðilegan tilgang. Tugabrot voru þó kynnt stuttlega áður í tengslum við metrakerfið sem hafði verið í notkun um skeið. Þá kom hlut- fallareikningur í formi þríliðu og að lokum flatarmál og rúmmál. Árið 1932 kom út heftið Talnadæmi með léttum æfingum, eingöngu með tölum, til undirbúnings sjálfri kennslubókinni. Reikningsbók Elíasar Bjarnasonar verður ekki nefnd nema getið sé fyrirmyndar hennar, Reikningsbókar Ólafs Daníelssonar (1906, 1920). Í formála sagðist höfundur hafa: „reynt að komast hjá tilfinnanlegu ósamræmi við Reikningsbók Ólafs Daníelsson- ar sem nú mun mest notuð þegar barnaskólanámi er lokið“ (Elías Bjarnason, 1927, bls. 4). Enn fremur þakkaði Elías Ólafi ýmsar góðar ábendingar sem hefðu orðið bókinni til bóta. Segja má að bók Elíasar sé eins konar einfölduð útgáfa af bók Ólafs (Sigur- björg Schiöth, 2008). Minnir það nokkuð á Magnús Stephensen sem nýtti sér kennslu meistara síns, prófessors Geuss, til að endurrita bók föður síns. Reikningsbók Elíasar Bjarnasonar var endurskoðuð í útgáfunni árið 1939. Aukið var við inngang að deilingu og umfjöllun um almenn brot var skipt í tvennt. Samnefnd brot voru tekin fyrir í öðru hefti og ósamnefnd brot í þriðja hefti en að öðru leyti var efninu lítið breytt. Inngangur að tugabrotum varð fyrir mestum breytingum en yfir- gnæfandi hluti texta og dæma var þó óbreyttur frá fyrri útgáfu. Bætt var við skyndi- prófum og ýmsum dæmum (Elías Bjarnason, 1927, 1929, 1939, 1940, 1941a, 1941b). Kristján Sigtryggsson endursamdi Reikningsbók Elíasar Bjarnasonar á árunum 1963– 1965. Var hún gefin út sem handrit í þremur heftum og síðan í lokaútgáfu sem var endurprentuð nokkrum sinnum fram til 1978 svo til óbreytt. Árið 19671 bættust við fimm bls. með skilgreiningum á mengjahugtökum aftast í bókaflokknum en ekki var fjallað nánar um þau og þau komu hvergi annars staðar við sögu. Vísan um sætis- kerfin og reiknirit Evklíðs2, til að finna stærstu styttingartölu brots, sem kenndar höfðu verið í bók Elíasar og í bókum allra fimm eldri höfundanna, hurfu í endursam- inni gerð Kristjáns. Verð var uppfært; krónur komu í stað aura, enda hafði verðlag fjórtánfaldast á árabilinu 1927–1963, og bifreiðar óku hraðar. Dæmum um margföldun og deilingu var fjölgað og sums staðar aukið við skýringartexta eða honum breytt. Efnið var enn stokkað upp í erfiðustu atriðum námsefnisins, deilingu, tugabrotum og almennum brotum. Bókin var ætluð 4.–6. bekk barnaskóla en hlutfallareikningur, flatarmál hrings og rúmmál heyrðu nú til námsefni unglingastigs samkvæmt Náms- skrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri (Menntamálaráðuneytið, 1960) og hurfu úr bók Elíasar. Þess í stað var kominn stuttur kafli um jafnar tölur, sem nefndar voru sléttar tölur í prentun frá 1967, og oddatölur (Elías Bjarnason, 1963, 1964, 1965). Meirihluti bókaflokksins, bæði texti og dæmi, var þó prentaður upp óbreyttur, jafn- vel frá 1927, gjarnan eftir endurröðun. Enn voru kýr mjólkaðar (Elías Bjarnason, 1965, bls. 7), kindum slátrað (1965, bls. 20), kaffi keypt í 60 kg sekkjum (1940, bls. 47; 1963,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.