Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 105
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 105
Kristian gUttesen
nýtum hana og komum henni á framfæri. Það er ekki lengur nauðsynlegt að vita eða
muna allt. Ef og þegar maður þarf að vita eitthvað er hægur vandi að fletta því upp.
Upplýsingagrunnurinn, hin mikla auðlind þekkingar, er fyrir hendi. Það þarf því ekki
með sama hætti og áður að vita alla skapaða hluti. Það má auðveldlega nálgast upp-
lýsingar um allt mögulegt í gegnum leitarvélar alnetsins. Nú á dögum virðist þörfin
brýnni fyrir að uppfræða og ræða við ungt fólk um það hvernig heppilegt þyki að
umgangast þekkingu, en ekki hvernig eigi að afla hennar.
HUgsUn
Í fyrirlestrinum sem ég vék að í inngangi talaði Páll Skúlason (í prentun) um þrjár
leiðir að hinni náttúrulegu heimspeki. Hann leiddi rök að því að hver sá fræðimaður
eða áhugamaður sem hygðist nema vestræna heimspeki yrði að byrja á upphafinu
og leita í vöggu grískrar menningar. Rökin fyrir þessu voru á þá leið að það væri eðli
heimspekinnar sem fræðigreinar að ástundun hennar muni alltaf byggja á því sem
sagt og hugsað hefur verið á undan. Öll heimspekileg hugtök, allar kenningar og ný
sjónarmið tækju mið af fyrri tilgátum. Því væri innihaldsríkasta námsleiðin á sviði
heimspekinnar einfaldlega að rekja sig aftur til upphafsins. Þessar þrjár leiðir væru
af þeim sökum með útgangspunkta í hugsuðunum Sókratesi, Platóni og Aristótelesi.
Þetta sagði hann bæði stafa af því sem greina mætti sameiginlegt og ólíkt með þeim.
Í stuttu máli hefði hver þeirra sína aðferðafræði, sitt svið. Þannig kvað hann Sókrates
vera holdgerving gagnrýninnar hugsunar. Um Platón sagði hann að hans heimspeki
væri tilraun til að hugtaka heiminn í eitt heildstætt kerfi. Aristóteles hefði aftur á móti
farið þá leið að sundurliða allt og greina í sundur þangað til hann vissi hvernig allir
hlutir (reglur, hugtök og frumöfl) tengdust innbyrðis. Þannig má ef til vill segja að þeir
nálgist sama markmiðið hver með sínum hætti. Þessi framsetning rímar ágætlega við
hugmynd sem ég hafði þegar gert mér um skiptingu hugsunarinnar í þrjú svið: gagn-
rýna, skapandi og sjálfstæða. Þá máta ég, eins og Páll Skúlason, aðferð Sókratesar við
þá fyrstu en segi Platón vera skapandi í sinni ástundun og Aristóteles iðka sjálfstæða
hugsun.
Ef ég hygðist nota Heimspekisögu til að kynna þessi svið hugsunarinnar sem lifandi
viðfangsefni væri upplagt að byrja á köflum 2c, 3 og 4 í bókinni, sem fjalla um þessa
hugsuði og innihalda valda frumtexta í íslenskri þýðingu. Jafnframt gæti ég notað
kafla 1, 2, 3 og 15 í Heimspeki fyrir þig til að bera þá nánar saman. Kafli 4 í Heimspeki
fyrir þig er helgaður þekkingu og hér væri freistandi að virkja lýðræðið í skólastofunni
með því að ræða eigin kennsluaðferðir við nemendur út frá hugtakinu, ekki síst eins
og þeir Ármann Halldórsson og Róbert Jack gera því skil. Kristín Hildur Sætran fjallar
um gagnrýna, greinandi hugsun, um skapandi hugsun og um sjálfstæða hugsun.
Skilgreininguna á skapandi hugsun hefur hún eftir Eyþóri Eðvarðssyni (2003). Gagn-
rýnin, greinandi hugsun er yfirvegandi (e. meta-thinking), þ.e. hún er „hugsun um
hugsun og þannig á vissan hátt leitandi rannsókn á hugsunum og um leið túlkun eða
endursköpun hugsana“ (KHS, 2010, bls. 56). En forvitnin er: