Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Blaðsíða 20
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201320
nám og námsUmhverfi 21. aldarinnar
• yfirferð námsefnis
• námsmat
• sameiginleg viðfangsefni bekkja eða námshópa, til dæmis þemaverkefni.
Svarmöguleikar voru: Oft á dag, daglega, þrisvar til fjórum sinnum í viku, einu sinni
til tvisvar sinnum í viku, einu sinni til þrisvar sinnum í mánuði, sjaldnar en einu sinni í
mánuði og aldrei. Mikill munur var á milli skóla hvað varðaði tíðni samstarfs kennara
(sjá töflu 4). Samstarfið virtist vera hvað mest í Birkiskóla og Furuskóla um alla þætti
sem spurt var um en minnst í Asparskóla (2,3). T-próf gefur til kynna að kennarar
Furuskóla (t=2.5; p <.05) og Birkiskóla (t = 2.7; p <.01) skeri sig marktækt frá hinum 19
skólunum í úrtakinu, hvað varðar samstarf.
Tafla 4. Samstarf kennara, tíðni og innihald
Hversu oft eða sjaldan áttu samstarf
við aðra kennara um eftirfarandi þætti?
Aspar-
skóli
Birki-
skóli
Furu-
skóli
Greni-
skóli
Allir 20
skólar
Undirbúningur kennslu 3,2 3,8 4,0 3,0 3,3
Val á námsefni 2,3 3,3 3,3 2,7 2,6
Kennsluaðferðir 1,8 3,0 3,1 2,8 2,5
Bekkjarstjórnun / agamál 2,7 3,4 3,7 2,7 3,1
Yfirferð námsefnis 2,2 3,2 3,0 2,6 2,5
Námsmat 1,9 2,7 2,6 2,3 2,1
Sameiginleg viðfangsefni 1,9 3,1 2,9 2,1 2,4
Samstarf, meðaltal 2,3 3,2 3,2 2,6 2,6
Kvarði frá 0–6, hærra gildi gefur til kynna meira samstarf
Kennarar Furuskóla svöruðu því oftast til að þeir ættu daglega samstarf við sam-
kennara sína um undirbúning kennslunnar, eða 58% þeirra, en einungis 25% kennara
Asparskóla. Athygli vekur að um 53% kennara í Asparskóla sögðu að þeir ættu aldrei
eða sjaldnar en einu sinni í mánuði samstarf við samkennara sína um kennsluaðferðir.
Kennarar voru einnig spurðir að því hversu oft þeir kenndu með öðrum kennurum
í sama kennslurými eða skólastofu (tafla 5). Mikill munur kom fram milli skólanna.
Hlutfall kennara sem svöruðu því til að þeir kenndu daglega með öðrum kennara í
sama kennslurými/skólastofu var áberandi hæst í Furuskóla (53%). Hlutfall þeirra
kennara sem kenna nánast alltaf einir var áberandi hæst í Asparskóla (82%) og var
þetta staðfest í vettvangsathugunum.
Vettvangsathuganir voru gerðar í 19–23 kennslustundum í hverjum af skólunum
fjórum. Það eru of fáar stundir til að hægt sé að draga ályktanir um kennsluhætti
í hverjum skóla en geta þó varpað ljósi á aðstæður þegar gögnin eru skoðuð með
öðrum gögnum rannsóknarinnar. Í klasaskólunum tveimur, Asparskóla og Birkiskóla,
var undantekningarlaust stuðst við hefðbundið fyrirkomulag, það er einn kennari ber
ábyrgð á einum bekk. Í engri kennslustund sem skoðuð var í þessum tveimur skólum
hafði hefðbundið fyrirkomulag verið stokkað upp, þannig að teymi kennara bæri