Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 116

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 116
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013116 fáÐU_ Já: stUttmynd Um mörKin mill i ofbeldis og KynlÍfs og einn tekst á við skilgreint efni er varðar kynlífsreynslu ungs fólks. Í öllum þessum hlutum er mjög skýrt tekist á við mörk ofbeldis og kynlífs, ekki bara í þeim köflum sem sérstaklega fjalla um ofbeldi, klám og nauðganir. Engu minni áhersla er lögð á mörk kynlífs og ofbeldis í þeim hlutum er fjalla almennt um kynlíf og hvernig ein- staklingar setja sér eigin mörk. Í myndinni er tekið sérstaklega vel á þessum þáttum á jákvæðan og aðgengilegan hátt fyrir áhorfendur auk þess sem þar er útskýrt hvað felst í klámi og hvaða afleiðingar það getur haft á sjálfsmynd og gjörðir unglinga. Helsti styrkleiki hennar er hvernig tekið er á því að útskýra þessi mörk á opinskáan og umbúðalausan hátt. Myndinni fylgir vel útfærður leiðarvísir þar sem farið er yfir þá hugmyndafræði sem myndin er byggð á og í honum má finna ítarlegar leiðbeiningar fyrir kennara og foreldra sem hyggjast horfa á myndina með nemendum sínum eða börnum. Leiðar- vísirinn ýtir undir það að faglega sé tekið á sýningu myndarinnar, en það er mjög skýrt að tilgangur sýningar myndarinnar er ekki bara sá að „henda myndinni í tækið“ og láta þar við sitja, heldur á hún að veita tækifæri til þess að skapa grundvöll fyrir opna og lifandi fræðslu sem byggist ekki síst á uppbyggilegum umræðum í kjölfar sýningarinnar. Með leiðbeiningunum girða höfundar í raun fyrir það að foreldrar og kennarar geti skýlt sér á bak við þá afsökun að þau hafi ekki vitað með hvaða hætti ætti að nálgast umræðuefnið. Leiðarvísirinn er ítarlegur og vel unninn og höfundar myndarinnar setja þar fram spurningar sem varpa má fram í umræðum um viðfangs- efni einstakra hluta myndarinnar. Til þess að gera leiðarvísinn enn gagnlegri hafa höf- undar einnig sett inn leiðbeiningar um þá vinkla sem beri að varast í umræðunni auk þess sem gefnar eru skilgreiningar á helstu hugtökum tengdum ofbeldi. Þó verður að taka fram að sárlega vantar skilgreiningu á klámi í leiðarvísinn, sérstaklega í ljósi þess að mikil áhersla er lögð á klám og klámvæðingu í efni myndarinnar. Að öðru leyti er allt efnið í leiðarvísinum vandlega unnið og ætti að koma í veg fyrir að kennarar og foreldrar geti skýlt sér bak við fáfræði um viðfangsefnið og komið sér þannig hjá umræðum. BrEytt UM sjónarHOrn – saMþyKKi frEMUr En nEitUn Undanfarin misseri má segja að áherslan á forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi hafi verið á neitunina, það er „nei þýðir nei“. Í myndinni er breytt um sjónarhorn og áhersla lögð á að samþykki beggja aðila þurfi að vera til staðar áður en kynlíf er stundað. Við teljum þetta vera einn allra mikilvægasta þáttinn í myndinni og að hann hafi heppnast sérstaklega vel. Það er svo kærkomin breyting að líta á málið frá þessu nýja sjónarhorni og draga fram þá veigamiklu staðreynd að hver og einn einstaklingur þurfi að vera tilbúinn til að segja já. Áherslan á að samþykki liggi fyrir undirstrikar það að ábyrgðin á ofbeldi liggur alfarið hjá gerandanum en ekki brotaþolanum. Þessi umpólun frá áherslunni á neitun til samþykkis heppnast sérlega vel og ætti að vera til þess fallin að opna augu bæði ungs fólks og fullorðinna fyrir því að ábyrgð á of- beldi liggur alltaf hjá geranda og engum öðrum. Þessum boðskap er komið vel til skila, bæði í myndefni og ekki síður í ummælum þátttakenda frá Jafningjafræðslunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.