Morgunblaðið - 02.03.2012, Page 6

Morgunblaðið - 02.03.2012, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Kjartan Kjartansson Egill Ólafsson Jarðskjálftarnir sem riðu yfir á suðvesturhorninu í fyrrinótt áttu upptök sín óvenjulega nálægt höf- uðborgarsvæðinu. Þeir áttu upptök sín á Krýsuvíkursprungusveim suðaustur af Helgafelli, sunnan Hafnarfjarðar, aðeins tæpa átta kílómetra frá næstu byggð á Völl- um í Hafnarfirði og um sextán kíló- metra frá miðborg Reykjavíkur. Stærsti skjálftinn var 4,2 stig og reið yfir um klukkan eitt aðfaranótt fimmtudags en minni skjálfti, sem varð hálftíma fyrr, mældist 3,7 stig. Síðdegis í gær höfðu sjö tilkynn- ingar um tjón borist Viðlagatrygg- ingu Íslands en við fyrstu skoðun virtist tjónið vera smávægilegt. Utan við flekaskilin „Það sem er sérstakt við þessa skjálfta er að þeir eru ekki alveg á flekaskilunum heldur norðan við þau. Upptökin eru nær höfuðborg- arsvæðinu heldur en vant er,“ segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. Bylgjurnar frá skjálftunum bár- ust í gegnum minna sprungna jarð- skorpu og því fundust þeir betur að sögn Páls. Þegar jarðskjálftar eigi upptök sín sunnar á flekaskilunum, sem liggja eftir Reykjanesskagan- um endilöngum, eins og algengast sé deyfist þeir meira. Páll segir ekkert benda til kviku- hreyfinga í tengslum við þessa skjálfta. Enginn kvikuórói hafi komið fram á mælum. „Þetta eru skjálftar sem stafa af spennulosun í jarðskorpunni og misgengishreyfingum.“ Þó að engin hætta hafi stafað af skjálftunum í fyrrinótt bendir Páll á að Reykjanesskaginn sé vissulega virkt jarðskjálftasvæði. „Þarna geta vissulega orðið skjálftar sem geta valdið umtalsverðu tjóni þó að þeir valdi kannski ekki húshruni eða dauðsföllum.“ Bestu dæmin um þetta eru jarðskjálftar sem riðu yf- ir árið 1929 og 1968 að sögn Páls en það séu stærstu skjálftarnir sem hafi átt upptök sín í nágrenni borg- arinnar. Upptök þeirra voru við Hvalhnúksmisgengi í eldstöðva- kerfi Brennisteinsfjalla. Þeir voru á bilinu sex til sex og hálft stig. „Þeir ollu ekki gríðarlegu tjóni en smá- tjóni nokkuð víða. Það urðu ein- hverjar skemmdir á húsum.“ Helsta gagnið sem hægt sé að hafa jarðskjálftum eins og þeim sem riðu yfir í fyrrinótt er að það gefi tækifæri til að rifja upp varnir við jarðskjálftum að mati Páls. „Til að koma í veg fyrir alls konar smátjón er tiltölulega lítið sem fólk þarf að gera. Athuga hillufestingar, hluti í hillum og gá hvort að þungir hlutir séu nálægt rúmum og þess háttar. Það er sjálfsagt að nota þetta sem tilefni til að fara yfir jarðskjálftavarnir heimilanna.“ Eiga að þola sjö stig „Byggingar í Reykjavík hafa í gegnum tíðina verið hannaðar mið- að við jarðskjálfta af stærðinni sjö og eiga að þola þá,“ segir Björn Stefán Hallsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Jafnframt séu þær hannaðar eftir ströngum Evr- ópustöðlum. Elstu húsin í borginni, sem eru timburhús, þola almennt mjög vel jarðskjálfta, sögn Björns Stefáns. Þau taki vel við svignun- inni sem verði að völdum skjálft- anna. Það séu frekar steinsteypt mannvirki sem eiga erfiðara með það vegna þess að þau eru stífari. Hann segir að stærri jarðskjálft- ar geti þó valdið minniháttar skemmdum á innveggjum og hlut- um sem ekki séu beinlínis hannaðir til þess ráða við jarðskjálfta. „Reykjavík er töluvert örugg borg gagnvart jarðskjálftum.“ Jarðskjálftarnir aðfaranótt fimmtudags Grunnkort/Loftmyndir ehf. Reykjavík Álftanes Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Helgafell Kleifarvatn Upptök skjálftanna Elliðavatn Rey kjan esbr aut Sv ei flu há lsFagradalsfjall Geitafell Vífilsfell Þríhnúkar Stóru skjálftarnir 1929 og 1968 Frá miðborg Reykjavíkur: ~16 km Frá Áslandi: ~7,5 km Sprungur og misgengi Flekaskil Sniðgengi Jarðskjálftahrinur Heimildir: Plate boundaries, rifts and transforms in Iceland eftir Pál Einarsson Skjálfti í höfuðborginni  Fáir tilkynnt tjón eftir jarðskjálfta í fyrrinótt  Upptök skjálftanna óvenju- lega nálægt borginni  Mannvirki í Reykjavík hönnuð fyrir sjö stig Tilkynnt var í gær að húsnæðis- samvinnufélagið Búseti hefði samið við Fasteignafélagið Regin um kaup á svokölluðum Einholtsreit í Reykja- vík sem hefur staðið auður frá árinu 2008 þegar metnaðarfullar fram- kvæmdir á reitnum runnu út í sand- inn. Búseti hyggst reisa íbúðar- húsnæði á reitnum og er gert ráð fyrir að fyrstu íbúarnir flytji inn árið 2014. Í tilkynningu kemur fram að áætl- anir Búseta geri ráð fyrir mun minna byggingamagni og lægra nýt- ingarhlutfalli en fyrra skipulag gerði ráð fyrir. Verðmæti samningsins nemur um 550 milljónum króna. Þeir fyrstu flytja inn árið 2014 Brotið Árið 2007 var hafist handa við nið- urrif húsanna sem fyrir voru á reitnum. Morgunblaðið/ÞÖK Hæstiréttur dæmdi í gær ís- lenska ríkið til að greiða Skarp- héðni Berg Stein- arssyni, fyrrver- andi stjórnarformanni FL Group, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna þess að eignir hans voru kyrrsettar í fyrra. Kyrrsetningin var síðar felld úr gildi þar sem ekki var nægur lagagrund- völlur fyrir henni. Skarphéðinn krafðist 5 milljóna króna í skaðabætur og 5 milljóna í miskabætur fyrir héraðsdómi, en lækkaði kröfur sínar niður í 750 þús- und krónur fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur taldi að Skarphéðinn hefði ekki, ef frá væri talin að- ilaskýrsla hans fyrir héraðsdómi, fært nein gögn fram til stuðnings því að hann hefði beðið fjártjón vegna kyrrsetningarinnar. Á hinn bóginn taldi rétturinn að fullnægt væri skil- yrðum laga til greiðslu miskabóta. Ríkið var einnig dæmt til að greiða honum milljón í málskostnað. Fær miska- bætur vegna kyrrsetningar Skarphéðinn Berg Steinarsson „Þörfin er miklu meiri en þetta en tölurnar potast upp á við og það er jákvætt,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasam- bandsins, um nýjustu tölur Umferð- arstofu um nýskráningar bifreiða það sem af er árinu. Fyrstu tvo mán- uðina voru 883 ökutæki nýskráð en voru 589 eftir sama tímabil í fyrra. Aukningin er um 50%. Allt síðasta ár voru um fimm þús- und ökutæki nýskráð og þrjú þúsund árið þar áður. Özur segir Bílgreina- sambandið gera ráð fyrir að á þessu ári verði um 6.500 nýir bílar fluttir inn, að öllu óbreyttu. Þörfin sé hins vegar 12-14 þúsund bílar á ári. Margt geti átt eftir að hafa áhrif á þessa þróun, eins og eldsneytisverð og ástand efnahagsmála. Özur bendir á að fyrstu mánuði ársins komi jafnan kippur í nýskrán- ingar. Margir haldi að sér höndum í nóvember og desember en taki bíl- ana síðan út í janúar til að fá nýja skoðunarmiða á númerin. Af þessum tæplega 900 bílum eigi bílaleigurnar líka nokkurn hlut. „Þörfin á endurnýjun bílaflotans er mikil, bæði hjá fólki og fyrirtækj- um. Það duttu út heilu árgangarnir í bílasölu,“ segir Özur. Helst er að al- menningur kaupi minni og sparneyt- nari bíla, bæði notaða og nýja, en stóru „bensínhákarnir“ hreyfast lít- ið. bjb@mbl.is „Tölurnar potast upp á við og það er jákvætt“  Nýskráðum bílum fjölgaði um 50% fyrstu tvo mánuðina Fjöldi nýskráninga Í janúar og febrúar 2011 2012 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 Byrjun jan. Lok feb. Jarðskjálftinn sem reið yfir þann 5. desem- ber árið 1968 og er talinn hafa verið um sex stig olli rafmagnsleysi í Hafnarfirði í nokkrar mínútur og gamlar sprungur í húsum opn- uðust að því er kemur fram í frétt Morg- unblaðsins daginn eftir skjálftann. Þá titr- uðu hús og munir, m.a. í verslun í Hafnarfirði. „Við vissum hreint ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Allt í einu lék allt á reiðiskjálfi; vörur duttu niður úr hillunum og svo fór raf- magnið. Þetta var hreint út sagt allt annað en þægilegt,“ hefur blaðamaður Morg- unblaðsins eftir Lárusi Sigurðssyni í Stebbabúð. „Buldi við brestur“ JARÐSKJÁLFTI UPP Á SEX STIG ÁRIÐ 1968 Lárus tínir upp vörur eftir skjálftann. EFTIR OHAD NAHARIN minus 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.