Morgunblaðið - 03.03.2012, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
✝ Jón Hilmar
Ólafsson fæddist í
Reykjavík 29. októ-
ber 1935. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi þann 23.
febrúar sl.
Foreldrar hans
voru Ólafur Jóns-
son f. 14. október
1899, d. 27. sept-
ember 1968 og Jar-
þrúður Jónsdóttir f. 6. nóv-
ember 1908, d. 2. júlí 1993.
Ólafur var sonur hjónanna Jóns
Guðmundssonar frá Ánanaust-
um í Reykjavík f. 30. október
1860, d. 2. janúar 1947 og Þór-
unnar Einarsdóttur f. 6. apríl
1863, d. 30. apríl 1944. Jar-
þrúður var dóttir hjónanna
Jóns Jónassonar frá Stokkseyri
f. 21. júní 1861, d. 11. nóv-
ember 1945 og Þóru Þorvarð-
ardóttur frá Litlu Sandvík f.
15. nóvember 1877, d. 14. febr-
úar 1950. Systkini Jóns eru þau
Örn Ólafsson f. 4. apríl 1941 og
Þórunn Ólafsdóttir f. 10. októ-
ber 1944. Jón kvæntist Rósu
Haraldsdóttur frá Seyðisfirði f.
27.6. 1938, þann 25. október
1958. Þeirra börn eru: A) Jar-
1. Sturlaugur Haraldsson f. 3.4.
1991, 2. Rósa Haraldsdóttir f.
20.4. 1993. 3. Helga Kristín
Haraldsdóttir f. 13.6. 1998 og 4.
Ingunn Rós Haraldsdóttir f.
6.8. 2001. E) Hjördís Þóra Jóns-
dóttir f. 12.1. 1966, maki Jó-
hannes Kristjánsson f. 24.2.
1965. Þeirra börn eru: 1. Adam
Snær Jóhannesson f. 8.8. 1994
og 2. Jarþrúður Ósk Jóhann-
esdóttir f. 19.5. 1998. Jón ólst
upp í vesturbænum í Reykjavík,
gekk í Miðbæjarskólann og tók
þátt í íþróttastarfi KR. Hann
fór snemma í sveit vestur að
Kýrunnarstöðum í Hvamms-
sveit og var þar með góðu og
gegnheilu fólki, þeim Þuríði,
Guðjóni, Karvel, Svövu og
börnum þeirra. Kýrunnarstaða-
heimilið var um margt mótað
af hefðum fyrri kynslóða og
hafði Jón alla tíð sterkar
taugar til þessa fólks. Jón gekk
í Reykjaskóla og lauk bú-
fræðinámi frá Hvanneyri 1955.
Hann vann um tíma hjá Vega-
gerðinni en réðst austur að
Laugardælum árið 1956. Hann
hóf störf hjá Búnaðarsambandi
Suðurlands árið 1958 og
gegndi því starfi til ársins
1998, síðustu sjö starfsárin
vann hann hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna.
Útför Jóns Hilmars fer fram
frá Selfosskirkju laugardaginn
3. mars kl. 14, jarðsett verður í
Laugardælakirkjugarði að út-
för lokinni.
þrúður Jónsdóttir
f. 25.2. 1957, gift
Ásgeiri Albertssyni
f. 19.7. 1955.
Þeirra börn eru: 1)
Jón Davíð Ásgeirs-
son f. 25.2. 1980,
maki Guðný Vala
Dýradóttir f. 13.2.
1982, þeirra börn:
a) Hildur Jara
Jónsdóttir f. 21.8.
2005, b) Dagur
Jónsson f. 8.2. 2010 og c) Hel-
ena Jónsdóttir f. 13.12. 2011. 2.
Arnar Ásgeirsson f. 28.7. 1982
og 3. Íris Erna Ásgeirsdóttir f.
13.3. 1989. B) Ólafur Jónson f.
16.7. 1959, kvæntur Auði Ingi-
marsdóttur f. 26.3. 1960. Þeirra
börn eru: 1. Þorgerður Ólafs-
dóttir f. 15.3. 1985, 2. Gunn-
hildur Ólafsdóttir f. 14.7. 1991.
C) Kristín Jónsdóttir f. 3.10.
1960, gift Jóhanni Róbertssyni
f. 8.4. 1960. Þeirra börn: 1. Þór-
hallur Andri Jóhannsson f.
14.7. 1982, 2. Þórhildur Sunna
Jóhannsdóttir f. 21.6. 1990 og
3. Selma Þóra Jóhannsdóttir f.
6.3. 1998. D) Haraldur Reynir
Jónsson f. 20.12. 1963, kvæntur
Helgu Ingunni Sturlaugsdóttur
f. 5.10. 1963. Þeirra börn eru:
Tengdafaðir minn, Jón Hilmar
Ólafsson, er látinn eftir harða en
skammvinna baráttu við illvígt
mein. Ég kynntist honum og
Rósu hans fyrir tæpum 30 árum
þegar samband okkar Ólafs,
eldri sonar þeirra, hófst. Jón og
Rósa bjuggu allan sinn búskap í
Laugardælum, áttu þar hlýlegt
heimili og fagran garð sem þau
sinntu af stakri alúð. Þangað
komum við með dætur okkar í
faðm afa og ömmu, í indælt bakk-
elsi eða mat og spjall um lífið og
tilveruna. Þar kynnti Jón barna-
börnum sínum sveitalífið, fór
með þau í fjós til að skoða kýr og
kálfa, rölti út í heiði, niður að á
eða lék með þeim í garðinum.
Jón var sveitamaður og rækt-
andi að innstu hjartarótum. Með-
fram starfi stundaði hann lengi
matjurtaræktun og um miðjan
aldur hófu þau hjónin skógrækt í
reit í Laugardælum enda ötulir
þátttakendur í starfi Skógrækt-
arfélags Árnesinga. Þar standa
nú hávaxin tré sem bera áhuga
og natni þeirra vitni. Önnur
áhugamál voru hrossarækt og
landið, hann hafði mikla ánægju
af að ferðast um sveitir og há-
lendi og skoða íslenska náttúru í
allri sinni dýrð.
Jón var einstaklega jákvæður
og glaðsinna maður og ljúfur í
lund. Hann hafði ákveðna skoðun
á mönnum og málefnum en
ræddi þau mál ætíð af hæglæti
og gerði grín að þegar honum
fannst vitleysan í pólitíkinni
ganga úr hófi fram. Hann bar
hag landbúnaðarins fyrir brjósti
og varði sína menn í umræðu um
innflutning, inngöngu í EB eða
aðrar ráðstafanir sem á góma
bar. Framsóknarmaður var hann
alla tíð og hvikaði hvergi þótt
hart væri að flokknum sótt í um-
ræðu við eldhúsborðið.
Jón tókst á við veikindi sín af
rósemd og æðruleysi. Hann hafði
skilað góðu dagsverki, átt ham-
ingjuríkt líf með Rósu sinni og
ást og virðingu afkomenda og
vina. Ég mun minnast hans þeg-
ar ég lít tré í skógi, heyri gleði og
góðlátlegt grín en þó best er ég
mæti fólki sem horfir björtum
augum á lífið. Og birtan umvefur
minningu hans.
Auður Ingimarsdóttir.
Þegar ég minnist tengdaföður
míns streyma fram endalausar
minningar, allar góðar og já-
kvæðar, ljúfar og skemmtilegar.
Yndislegar minningar sem end-
urspegla einmitt hvernig maður
Jón var. Maður sem alltaf sá eitt-
hvað gott í öllu fólki, hallmælti
aldrei neinum. Maður með hlýtt
viðmót og góða nærveru, jákvæð-
ur, glaður og hláturmildur. Þetta
átti hann ekki langt að sækja þar
sem móðir hans, hún „Jara
amma“ eins og hún var jafnan
kölluð, var alveg einstök mann-
eskja. Mér finnst ég vera lán-
samur að hafa fengið tækifæri til
að kynnast þeim báðum. Að um-
gangast slíkar manneskjur er
mannbætandi og gefur manni
aðra sýn á lífið og tilveruna, á til-
gang lífsins.
Mér er minnisstætt þegar ég
hitti Jón í fyrsta skipti. Það var
fyrir þrjátíu og sjö árum og kom-
ið að þeim tímapunkti að hitta
verðandi tengdaforeldra í fyrsta
sinn. Á hlaðinu í Laugardælum
tók á móti mér unglegur, glæsi-
legur maður, sólbrúnn, útitekinn
og hraustlegur. Brosandi út að
eyrum tók hann í höndina á mér
og tók ég sérstaklega eftir því
hvað handtakið var þétt og hlý-
legt. Þegar inn var komið beið
krásum hlaðið borð að hætti
Rósu. Undir borðhaldinu sat
Hjödda í fanginu á pabba sínum,
eins og límd við hann og þau
bæði í óstöðvandi hláturskasti,
svo miklu að þau áttu í vandræð-
um með að borða. Hafi ég verið
kvíðinn og svolítið taugaóstyrkur
þá hvarf það eins og dögg fyrir
sólu, mér fannst þetta stórsnið-
ugt og skemmtilegt og fann strax
að okkur átti eftir að koma vel
saman. Hann hafði alltaf lag á að
finna spaugilegu hliðar málanna.
Hann „afi í sveitinni“ eins og
krakkarnir kölluðu hann gjarnan
var mikið náttúrubarn, undi sér
vel úti í náttúrunni, að gróður-
setja tré og rækta, það var hans
líf og yndi. Það var alltaf til-
hlökkun hjá krökkunum að heim-
sækja afa og ömmu í sveitina,
velja sér gulrót eða rófu úr garð-
inum og borða á staðnum, fá að
fara í fjósið og skoða kýrnar,
klappa hestunum og jafnvel fá að
fara á hestbak, klappa kisum og
hundum. Jara mín hefur oft rifj-
að upp, dreymin á svip, hversu
góðar æskuminningar hún á
vegna þess hve góður pabbi Jón
var. Alltaf kátur og hress, alltaf
til í að leika og gera eitthvað
skemmtilegt, þolinmóður og hlýr
og talaði fallega við börnin. Allt
þetta skilaði sér síðan til barna-
barnanna sem nutu þess að vera
með honum.
Hann naut þess að ferðast,
skoða landið og dást að náttúru-
fari og trjágróðri. Ekki síður
hafði hann gaman af að ferðast til
útlanda. Mér er sérstaklega
minnisstæð ferð sem við fórum
með honum og Rósu, ásamt
Halla og Helgu og börnum þeirra
til Flórída fyrir nokkrum árum.
Sérlega vel heppnuð og skemmti-
leg ferð þar sem margt spaugi-
legt gerðist sem við erum oft bú-
in að rifja upp og hlæja mikið að.
Eftir snarpa og harða baráttu
er komið að leiðarlokum. Ég
þakka þér samfylgdina Jón minn
og þakka þér fyrir allt sem þú
hefur kennt mér. Það hafa verið
forréttindi að eiga þig fyrir
tengdaföður.
Ásgeir.
Elsku besti afi. Ég á svo marg-
ar hlýjar og skemmtilegar minn-
ingar um þig. Þegar ég var lítil
hlakkaði ég alltaf til að fara til
„afa í sveitinni“. Þú faðmaðir mig
hlýlega og knúsaðir. Varst alltaf
hress og skemmtilegur og til í
eitthvert grín. Það var svo frið-
sælt og gott að koma til ykkar
ömmu í sveitina. Þú varst svo
mikið náttúrubarn. Sýndir mér
trén í skóginum sem þú hafðir
gróðursett, grænmetið sem þú
ræktaðir og dýrin. Ég man eftir
göngutúrunum í kring um golf-
völlinn þar sem við tíndum upp
fullt af golfkúlum, þegar við fór-
um í fjósið og þegar við fórum í
garðinn og tókum upp gulrætur
og borðuðum af bestu lyst. Síðan
spiluðum við og ég dúllaði við að
greiða á þér hárið. Þú varst alltaf
til í að gera eitthvað skemmti-
legt. Ég gleymi aldrei ferðinni
sem við fórum til Flórída fyrir
nokkrum árum með þér og
ömmu, Halla og Helgu og krökk-
unum og svo kom Gauja frænka
og var með okkur. Það gerðist
svo margt ótrúlega sniðugt og
skemmtilegt í ferðinni. Það voru
mörg hlátursköstin sem við feng-
um þá. Elsku afi, ég sakna þín
mikið og mun alltaf minnast þín.
Þú munt alltaf eiga stað í hjarta
mínu.
Íris Erna.
Draumur, það er algjör draumur
að eiga þig fyrir afa og rækta með
þér eplatré fram og til baka.
Svo komum við til ömmu og við
hliðina á henni var rabbari og sykur.
Morguninn eftir fórum við að
ganga upp í fjós og þar var Hringur og
hestarnir fóru að dansa tangó.
Svo fáum við okkur ömmusúpu á eftir.
Hugsuðum um að þetta væri
undrandi dagur.
Elsku afi, mikið á ég eftir að
sakna þín og ég skrifaði fyrir þig
þetta ljoð þegar þú varst veikur á
spítalanum. Ég veit að þú ert
engill núna og vakir yfir okkur og
verður alltaf hjá mér.
Ingunn Rós Haraldsdóttir.
Afi, ég mun muna þig í sveit-
inni að rækta trén þín úti í
stykki. Alltaf varst þú glaður og
hress og tilbúinn að gera eitthvað
skemmtilegt með okkur. Ég veit
að þú munt alltaf vera hjá mér.
Ég mun hugsa oft til þín. Allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman, fjölskyldan, þú og amma.
Sundlaugarpartíið og Disney-
ferðin til Flórída, gæðastundirn-
ar á nesinu, í Laugardælum og í
Úthlíðinni. Ég elska þig afi minn
og þú munt alltaf fylgja mér.
Helga Kristín Haraldsdóttir.
Í veskinu mínu eru nokkrar
myndir af vinum og fjölskyldu
sem hafa fylgt mér síðustu árin á
ýmsum ferðalögum. Myndir sem
sporna við heimþrá og hjálpa til
við að halda í tengslin við heima-
landið. Ein myndanna er af okk-
ur afa frá jólunum 8́5. Þó að eng-
inn muni eftir fyrstu jólunum
sínum, þá hefur þessi mynd,
þetta ákveðna augnablik, verið
ljóslifandi minning svo lengi sem
ég man. Afi heldur brosandi á
mér sem held á dúkku. Það er
eitthvað svo kunnuglegt í svipn-
um á afa sem fær mig til þess að
horfa aðeins lengur á myndina í
hvert sinn sem ég lít á hana. Ég
þekki þennan svip, þetta er ætt-
gengi grallarasvipurinn og brosið
er hans helsta einkenni, rétt áður
en hann brýst fram í hlátri. Þetta
var einnig brosið hennar Jöru
langömmu og afi minnti oft á
hana, í málrómnum og í samræð-
um við annað fólk þegar það
heyrðist kunnuglegt „jájá“ og
lágur dillandi hlátur fylgdi með.
Eins bera öll börn afa og ömmu
ákveðin karakter-einkenni sem
tengja okkur meira saman en
genin og þau koma sterkt fram í
barnabörnunum og barnabarna-
börnunum. Það er mín von að ég
hafi erft þessa kosti og ræktað
gegnum stundirnar með afa.
Þessum brosmilda og hlýja
manni sem bjó yfir einstakri
lund. Í dag finn ég huggun í
þeirri tilhugsun að við minnum í
sífellu á hvort annað, að horfnir
ástvinir búa í endalausum minn-
ingum og hlutum tengdum þeim,
en mest af öllu fólkinu sem það
elskaði og skapaði minningarnar
með.
Þorgerður Ólafsdóttir.
Fyrsta endurminning mín er
að Þórunn, systir okkar fæddist.
Ég var þá þriggja ára og undr-
aðist grátinn í nýfæddu barninu.
„En það er gott veður“ voru við-
brögð mín. Einkum man ég þó
frá bernsku vel eftir Jóni bróður,
sem var sex árum eldri en ég, og
menn geta ímyndað sér hvað ég
dáðist að þessum hávaxna, fríða
pilti, sem gat allt sem ég ekki
gat. Við vorum sendir í sveit á
sumrum, báðir til Guðjóns Ás-
geirssonar bónda á Kýrunnar-
stöðum í Dalasýslu, en þeir pabbi
voru vinir frá því að pabbi vann í
leðurdeild VBK. Ég tók við af
Nonna í sveitinni og fékk oft að
heyra hve ólíkir við bræður vær-
um. Hann væri svo einstaklega
laginn við skepnur, og kynni vel á
öll sveitastörf. Það væri nú eitt-
hvað annað en ég. Enda fór hann
á unglingsárum á Landbúnaðar-
skólann á Hvanneyri, og vann
alla ævi við landbúnaðarstörf. En
ég forðaðist þau ævilangt. Við ól-
umst upp í íhaldsfjölskyldu, en
Nonni varð stækur framsóknar-
maður, ég kommúnisti. Aldrei
fékk ég út úr yngri systur okkar,
Þórunni, hvar hún stæði. Líklega
of sjálfstæð í hugsun til að bind-
ast flokki. Nonni vann svo lengst-
um við kynbætur á nautgripum á
stóru tilraunabúi að Laugardæl-
um rétt austan við Selfoss, og
kvæntist ungur fríðri konu, Rósu
Haraldsdóttur frá Neskaupstað.
Þau eignuðust fimm myndarleg
börn sem öll fóru ung í farsæl
hjónabönd. Barnabörnin voru
sautján og þrjú barnabarnabörn,
síðast þegar ég taldi. Öll þessi
stórfjölskylda var samrýnd og
þau héldu t.d. öll jól saman, til
skiptis hjá Jóni og Rósu og mis-
munandi fjölskyldum barna
þeirra.
Nonni bróðir var ræktarsam-
ur, heimsótti foreldra okkar oft,
þótt fjarri byggi, einkum var
hann hugulsamur við mömmu
eftir að pabbi dó, 1968. Mamma
lifði aldarfjórðung eftir það, til
1993. Ég bjó lengstum erlendis
undanfarinn aldarþriðjung, svo
samskipti okkar bræðra og fjöl-
skyldu hans urðu takmörkuð.
Við Peris heimsóttum Nonna
og Rósu á þeirra fallega heimili
nú í desember, þegar við fréttum
af krabbameini bróður míns,
annað nýrað hafði þá nýlega ver-
ið fjarlægt og blettir sáust í öðru
lunganu. En Jón var hinn hress-
asti, átti að fara í skoðun í janúar.
Hann hjálpaði meira að segja við
að ýta bíl Helgu dóttur minnar úr
snjóskafli, enda þótt við segðum
honum öll að vera ekki að þessu,
veikur maðurinn.
Þegar kom að janúarskoðun-
inni reyndist hann vera altekinn
krabbameini, maður sem aldrei
hafði reykt, og sjaldan smakkað
áfengi, og þá í hófi. Hann hafði
alla ævi stundað utanhússvinnu,
og var afar vinnusamur, í frí-
stundum ræktaði hann rófur sér
til tekjuauka, skógrækt og
hrossarækt sér til ánægju. Og
vissulega bjó hann að líkams-
þreki allt til hinstu stundar, 76
ára. Ég heimsótti hann á Land-
spítala um mánaðamótin janúar-
febrúar, þá var hann léttur í lund
og gamansamur, enda voru kona
hans, börn, tengdabörn og niðjar
daglegir gestir. Það hefur greini-
lega létt honum síðasta æviskeið-
ið.
Ég á ekki heimangengt í jarð-
arför bróður míns en árna fjöl-
skyldu hans allra heilla.
Örn Ólafsson.
Jón Ólafsson frjótæknir eða
Jón sæðari eins og hann var allt-
af kallaður er fallinn frá eftir erf-
iða baráttu við sjúkdóm sem
sigraði að lokum. Hér á árum áð-
ur var ekkert internet og engin
facebook. Hvernig fór fólk að?
Jú, þá voru það mannlegu sam-
skiptin sem voru í fullu gildi.
Þegar sæðarinn flautaði á
hlaðinu spratt pabbi gamli af
stað út í fjós og eftir aðgerðina
var oft tekið kaffi í eldhúsinu og
heimsmálin krufin til mergjar.
Jón var tíður gestur í sveitinni
því hann varð að sinn kalli kúnna
þegar þeirra rétti tími var og er
ég ekki frá því að það hýrnaði yf-
ir fjósinu þegar Jón gekk í salinn.
Einstaka sinnum var gamli upp-
tekinn og þá var ég stundum
sendur út til að finna spjaldið og
halda í halann og ekki þótti
manni það leiðinlegt því það var
talið vera svona fullorðinsmanna-
verk. Jón sýndi manni alltaf virð-
ingu og spjallaði við mann eins
og alvöru sveitamann.
Jón hafði ákaflega hlýja og
notalega nærveru og gott var að
leita ráða hjá honum, þegar ég
var kúahirðir og ekki með þetta
allt á hreinu um ræktunina.
Þakklátur er ég þeim vinskap
sem hann veitti föður mínum sem
fór sjaldan af bæ. Því var við-
koma manna eins og Jóns honum
ákaflega dýrmæt og er ég viss
um að einhvers staðar hafa orðið
fagnaðarfundir þegar leiðir lágu
saman á ný.
Samúðarkveðja,
Þorvaldur Guðmundsson.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast vinar míns Jóns
Ólafssonar.
Það var haustið 1972 þá ég 15
ára gamall réð mig sem fjósa-
maður í Laugardælum. Þá var
Jón starfandi frjótæknir sem
kom í vitjanir flesta daga. Fljót-
lega tókust með okkur góð kynni
sem var ekki sjálfsagt fyrir mig,
ungan manninn úr Keflavík, en
þegar tíminn leið áttaði ég mig á
því að þarna hafði ég eignast góð-
an vin, þrátt fyrir talsverðan ald-
ursmun.
Jón alltaf léttur, glettinn, hafði
gaman af að stríða manni en um
leið hafði hann áhuga á hvað ungi
maðurinn hafði fram að færa,
góður hlustandi og fræðandi.
Þegar ég nú lít til baka eftir að
ég frétti andlát Jóns og fer yfir
farinn veg sé ég enn betur hvað
þessi sanni vinskapur hefur hald-
ist alla tíð og það er mér mikils
virði. Alltaf þegar við hittumst
fann ég að honum var umhugað
um mig og mína, hvað á mína
daga dreif og oftar en ekki spurði
hann um hestamennsku mína og
bílabrall.
Jón leitaði oft til mín í sam-
bandi við bílamál, ef bíllinn hans
þurfti viðgerð, eða hann ætlaði að
endurnýja bílinn en þá sagði ég
honum að hann skyldi bara fá sér
Toyota því þeir biluðu ekki.
Þessu fór hann eftir, en að sjálf-
sögðu bila allir bílar og þegar Jón
hringdi í mig og sagði að nú
þyrfti að kíkja á bílinn, en það
væri bara eftirlit því ég segði að
Toyota bilaði ekki. Þetta var ein-
mitt Jón, bara hafa grín út úr
þessu.
Jón var mikill fjölskyldumað-
ur, það fann ég oft þegar ég
spurði hann frétta af fjölskyldu
hans, eða eins og við ræddum
einhvern tímann, fjölskyldan er
nú það eina sem við eigum þegar
upp er staðið.
Mér finnst Laugardælir tóm-
legir heim að líta þessa dagana
og sakna vinar.
Við Elsa sendum Rósu og allri
fjölskyldunni dýpstu samúð okk-
ar.
Gunnar Björnsson.
Í dag er til grafar borinn Jón
Hilmar Ólafsson kenndur við
Laugardæli. Jón var fæddur í
Reykjavík og ólst upp við Tún-
götuna. Eftir nám á Hvanneyri
lágu leiðir hans til starfa hjá
Búnaðarsambandi Suðurlands
sem frjótæknir með aðsetur hér í
Laugardælum, þar sem hann
kynntist eftirlifandi konu sinni
og settist hér að, stofnaði fjöl-
skyldu og bjó alla tíð ásamt Rósu
sinni í Rósubæ eins og við nefnd-
um húsið þeirra. Jón starfaði
einnig við Laugardælabúið um
tíma og síðustu starfsárin hjá
MBF á Selfossi.
Frítíma sínum eyddi Jón með-
al annars í hestana sína, hann
hafði gaman af hestum og miðl-
aði til okkar sem yngri vorum.
Stundaði Jón hestamennsku af
töluverðum krafti og tók virkan
þátt í félagsstarfi hestamanna-
félagsins Sleipnis, þar sat hann í
stjórn um tíma. Jón var einnig
mikill jarðræktarmaður, ræktaði
kartöflur og rófur sér til ánægju
og búdrýginda á fyrstu búskap-
arárum sínum. Á seinni árum var
það garðurinn þeirra Rósu sem
átti hug hans, ásamt stórri land-
spildu þar sem hann vann að því
að koma skógrækt af stað með
skipulögðum hætti. Bera þessir
tveir reitir honum fagurt vitni í
dag og um langa framtíð.
Jón var einstakur maður, það
lá nær undantekningarlaust vel á
honum hvað sem á gekk á hans
lífsleið. Þurfti hann eins og við
mörg að takast á við áföll í sínu
lífi sem hann vann vel úr og er ég
sannfærður um að hið jákvæða
og uppbyggilega viðhorf hans til
Jón Hilmar
Ólafsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800