Morgunblaðið - 03.03.2012, Qupperneq 35
lífsins og samferðamanna sinna
hefur átt stóran þátt í því hversu
vel hann vann úr sínum málum.
Jón var mikill barnakarl og
leiddist ekki að leiða barnabörnin
sín um útihúsin hér í Laugardæl-
um þar sem hann átti mörg spor
og sýna þeim dýrin, var oft glatt
á hjalla og mikið hlegið og spjall-
að.
Þegar við Ólafur bróðir minn
og fjölskyldur hófum búskap hér
árið 1987 var Jón fyrstur manna
að bjóða fram hjálp sína við þau
störf sem hér þurfti að vinna við
búið, var hann t.d. fyrstur mætt-
ur í baggana sem lágu hér um öll
tún, þegar heyskapur stóð yfir,
strax eftir sína vinnu og hætti
ekki fyrr en síðasti baggi var í
húsi. Þannig var Jón. Minningin
um Jón er björt og hver maður
sem honum kynntist var veru-
lega ríkari eftir þau kynni. Hann
var maður samvinnu og sam-
hjálpar og tók virkan þátt í því að
byggja sitt samfélag upp í víðum
skilningi, slíkir einstaklingar eru
dýrmætir í sínu samfélagi.
Fyrir hönd foreldra minna og
fjölskyldna okkar Óla vil ég
þakka þau forréttindi að hafa átt
Jón að vini og nágranna og votta
Rósu, börnum, barnabörnum og
fjölskyldu hans samúð okkar.
Haraldur Laugardælum.
Í dag er borinn til grafar frá
Selfosskirkju Jón Ólafsson, eða
Jón í Laugardælum eins og við
flest, samferðamenn hans, nefnd-
um og þekktum hann. Jóni
kynntist ég fyrst þegar ég réð
mig sem ráðunaut hjá Búnaðar-
sambandi Suðurlands. Jón hafði
þá verið sæðingamaður þar eða
eins og það heitir í dag á fagmál-
inu frjótæknir. Á þeim tíma sá ég
Jón sem einstaklega prúðmann-
legan mann sem vann sitt verk af
samviskusemi. Jón var hesta-
áhugamaður og var hann virkur
félagi í hestamannafélaginu
Sleipni. Þar átti hann góða félaga
og leið vel í þeim félagsskap og
kunni að meta samveru við hesta
og menn. Þegar árin liðu fékk
Jón áhuga á skjólbelta- og skóg-
rækt og hóf framkvæmdir á
skógrækt á landi við býli sitt. Í
framhaldi af því fór Jón að taka
þátt í starfi Skógræktarfélags
Hraungerðishrepps og síðar í
störfum Skógræktarfélags Ár-
nesinga.
Þar hófust kynni okkar Jóns í
Laugardælum af alvöru. Það var
ljóst að þar fór maður sem var í
senn áhugasamur og einstaklega
velviljaður þessu starfi. Jón var
kjörinn í stjórn Skógræktar-
félags Árnesinga og starfaði þar
að alúð og áhuga til margra ára.
Jón og hans góða kona Rósa
sóttu marga aðalfundi Skógrækt-
arfélags Íslands með okkur hin-
um fulltrúum Skógræktarfélags
Árnesinga, þar veit ég að þau
hjón kynntust mörgu frábæru
skógræktarfólki víðs vegar af
landinu. Þar eignuðust þau
marga góða vini sem nú hugsa til
þeirra stunda sem þau áttu sam-
an í gleði og ánægju. Fyrir síð-
ustu jól kom Jón að Snæfoks-
stöðum þar sem við
skógræktarmenn í Árnessýslu
höfum okkar höfuðstöðvar og
sótti sitt jólatré eins og venja var
til. Þar áttum við góðar samræð-
ur um framtíðarstörf Skógrækt-
arfélags Árnesinga. Þær ein-
kenndust ekki einungis af
hugsunum fyrir daginn í dag
heldur hugsunum til framtíðar
sem mörkuðu fimmtíu til hundr-
að ár. Þannig hugsa skógrækt-
armenn og sjá framtíð þeirrar
áhuga- og atvinnugreinar. Við
Jón vorum sammála því að Snæ-
foksstaðir yrðu miðstöð úr-
vinnslu skógarafurða næstu ára-
tugi í Árnessýslu. Við hjá
Skógræktarfélagi Árnesinga
þökkum Jóni af heilum hug fyrir
mikinn velvilja og áhuga á störf-
um félagsins. Eftirlifandi eigin-
konu og fjölskyldu allri votta ég
mína dýpstu samúð.
Kjartan Ólafsson, formaður
Skógræktarfélags Árnesinga.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
✝ IngibjörgMagnúsdóttir
fæddist í Feigsdal
við Arnarfjörð 18.
júní 1920. Hún lést
26. febrúar 2012.
Ingibjörg ólst
upp í Feigsdal til 17
ára aldurs. Hún
flutti þá í Reykj-
arfjörð við Arn-
arfjörð. Foreldrar
hennar voru Re-
bekka Þiðriksdóttir kennari og
Magnús Magnússon bóndi.
Systkini hennar voru Páll f.
1921, d. 2009, Helgi f. 1923, d.
1961, Magnús f. 1927, d. 2010,
Svanlaug f. 1930 og Skúli f. 1934.
Ingibjörg tók kennarapróf frá
Kennaraskólanum 1942, kenndi
á Bíldudal og síðar sem farkenn-
ari í Borgarfirði með hléum til
ársins 1952. Maki hennar var
Þiðrik Baldvinsson, bóndi á
Grenjum í Álftaneshreppi, f. 16.3
1911, d. 26.9 1996. Þau giftust
10.7. 1946 og bjuggu á Grenjum
til ársins 1960 er þau fluttu í
Borgarnes þar sem þau bjuggu
síðan. Dóttir þeirra Rebekka
Björk f. 28.11. 1955, maki Viðar
Pétursson. Börn þeirra eru; 1.
Hjalti – maki Flora
Josephine Hagen
Liste, þeirra börn
Jenný Björk og Jak-
ob Hrafn, 2. Kári,
hans dóttir Guðrún
Ágústa, 3. Ingi-
björg, sambýlis-
maður Óli Ívarsson,
þeirra börn Hjördís
Lilja og Rebekka,
barn Ingibjargar
Birkir Snær Ax-
elsson, 4. Þiðrik Örn, hans sam-
býliskona Valgerður Hlín Krist-
mannsdóttir. Ingibjörg vann
ýmis störf í Borgarnesi, m.a. í
Prjónastofu Borgarness og starf-
rækti stafaskóla. Hún vann öt-
ullega í félagsmálum um árabil,
var gjaldkeri í Verkalýðsfélagi
Borgarness, ritari Kvenfélags
Borgarness, gjaldkeri í Félagi
eldri borgara í Borgarnesi, í
stjórn DAB og sat m.a. í Barna-
verndarnefnd. Hún átti þátt í
stofnun fyrsta leikskólans í
Borgarnesi. Hún ritaði fjölda
greina í héraðsfréttablöð.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, laug-
ardaginn 3. mars 2012, og hefst
athöfnin kl. 11.
Amma var að mörgu leyti
ósköp venjuleg amma. Hún pass-
aði okkur systkinin ótal oft og var
snillingur í bakstri, bakaði m.a.
bestu kleinur, vínarbrauð o.fl. í
heimi. Hún lumaði líka alltaf á
ýmsu aðkeyptu góðgæti. Hún
bauð iðulega upp á nammimola „í
nesti“ í kveðjuskyni enda óralöng
leið á milli Þorsteinsgötu og Borg-
arvíkur! Í ófáum sveitaferðum
okkar fjölskyldunnar upp í t.a.m.
Grenjadal skellti maður ávallt
óspennandi ostasamlokunni frá
mömmu í andlitið á sér af eintómri
skyldurækni og beið svo í ofvæni
eftir því að sjá hvaða góðgæti væri
í boði í nestisboxinu hennar
ömmu. Gjarnan var þar að finna
eitthvað af fyrrnefndu ljúfmeti.
Það var semsagt ýmislegt sem var
betra hjá ömmu en mömmu og
hún var því eins og sjá má dæmi-
gerð yndisleg amma.
Með auknum þroska sá maður
að hún var ekki okkar eintak af
verksmiðjuframleiddri ömmu.
Hún hafði sína kosti og galla eins
og aðrir. Ég hugsa að hún móðgist
ekkert þó ég kalli hana brussu.
Hún var kraftmikill dugnaðar-
forkur. Að fylgjast með henni
hreinsa ber var t.d. algert bíó. Því-
líkan andskotans djöfulgang við
jafn mikið nákvæmnisverk hef ég
aldrei séð. Hún var sennilega 100
sinnum fljótari en ég við þá iðju.
Oftast felast nú gallar í kostunum
og mér til mikils léttis tók ég eftir
því að stundum læddist eitt og
annað, jafnvel grænn lyngormur,
með í skálina með hreinsuðu berj-
unum!
Hún var yfirleitt þægileg í um-
gengni en þó var hún skapstór og
það fór ekkert á milli mála þegar
henni mislíkaði eitthvað. Stundum
gersamlega sauð á henni þegar
henni fannst mikið liggja við. Hún
átti til að bíta í sig einhverja vit-
leysu og þrjóska hennar var sem
áþreifanlegur ókleifur múr. Þrátt
fyrir þetta fór aldrei á milli mála
að hún elskaði fjölskylduna sína
skilyrðislaust og studdi okkur öll
með ráðum og dáð. Þetta kristall-
aðist kannski í því þegar hún beit
það í sig að ég hefði orðið fíkni-
efnadjöflinum að bráð. Til að gera
langa sögu stutta kom hún einn
daginn auga á eina af tóbaksdoll-
unum mínum og taldi sig á sama
tíma sjá að ástand mitt andlega
væri annarlegt mjög. Það var auð-
vitað alger misskilningur en hún
brást ekki við með neinum blíðleg-
heitum. Hún bara trylltist! Gerði
dolluna upptæka og tilkynnti
mömmu að sonur hennar væri
orðinn dópisti. Hún fylgdist vel
með mér næstu vikur og það hætti
smám saman að sjóða á henni.
Aldrei vildi hún nú viðurkenna að
það að væna mig um dópneyslu
væri að lágmarki umtalsverðar
ýkjur. Viðbrögð ömmu skýrast af
persónuleika hennar og ofboðs-
legri væntumþykju og verndunar-
þörf. Hún ætlaði ekki að láta mig
komast upp með svo eyðileggjandi
og hættulega iðju!
Það fór illa í þessa kraftmiklu
konu að eldast og sem betur fer lá
hún ekki í kör í langan tíma. Allt
hefur sinn tíma, hringrás lífsins
hefur sinn gang. Við skulum muna
að við erum nú öll eins og eitt lítið
sandkorn í fjöru eilífðarinnar.
Hún getur verið stolt af sínu fram-
lagi í lífinu eins og við þekkjum
það og gerir ábyggilega góða hluti
þar sem hún er stödd núna.
Takk fyrir allt, amma mín.
Kári Viðarsson.
Meira: mbl.is/minningar
Mig langar til að minnast góðr-
ar vinkonu minnar sem nú er fallin
frá. Ingibjörg Magnúsdóttir var
ættuð af Vestfjörðum, hörkudug-
leg, vel gefin, fróð og skemmtileg
með alveg einstakan húmor.
Ég kynntist henni 6 ára gömul í
Borgarnesi þegar amma mín sem
þá bjó efst í Þorsteinsgötunni
sendi mig niðureftir til þess að
kynna mig fyrir fjölskyldu sem
hún þekkti og var nýflutt í bæinn.
Húsið þeirra var neðst í götunni
og ég átti að hitta einkadótturina
sem var að flytjast á mölina og
þekkti engan svo álitið var að sú
stutta þyrfti á vini að halda. Ég
skokkaði niður brekkuna og heils-
aði upp á fólkið og eflaust hefur
meðfædd nýjungagirni rekið mig
áfram því það var ekki á hverjum
degi sem nýtt fólk kom í bæinn.
Inga minntist þess stundum við
mig þegar ég birtist í fyrsta sinn,
hef eflaust verið feimin og undir-
leit en án efa var tekið vel á móti
mér því í kjölfarið varð ég heima-
gangur hjá fjölskyldunni og naut
þeirra gæsku alla tíð.
Þau hjónin Inga og Þiðrik
höfðu búið á Grenjum á Mýrum,
dóttir þeirra Rebekka var jafn-
gömul mér og urðum við góðar
vinkonur og svo skólasystur allan
barnaskólann. Ég kom úr 5 systk-
ina hópi þar sem mér fannst oft
heldur þröngt um mig og óþarf-
lega mikið af strákum sem þurfti
að stjórnast með og naut því þess
að eyða tímanum í rólegheitum
hjá Bekku þar sem var fámennt
og góðmennt en nóg pláss, ynd-
islegt fólk og frábært atlæti.
Húsið var stórt, leiksvæðið náði
um það allt, lóðina og fjöruna. Í
kjallara var stórt herbergi þar
sem við settum upp verslun og
lékum búðarkonur alla daga.
Diddi smíðaði allt sem til þurfti til
verslunarreksturs og stóran skáp
höfðum við í búðinni þar sem við
röðuðum umbúðum af vörum sem
voru okkar söluvara. Seinna setti
hann upp borðtennisborð sem við
æfðum okkur á í mörg ár.
Inga var á þessum árum heima-
vinnandi, húsmóðir af gamla skól-
anum sem vann allt heima og allt-
af með kaffi, smurt og
heimabakað á réttum tíma svo við,
sem lékum okkur alla daga, þurft-
um ekki annað að gera en koma
þegar kallað var. Ég naut þess að
vera vinkona Bekku og var ansi
oft tekin með í sunnudagsbíltúra
um sveitirnar, á Leirulæk, um
Mýrarnar og Borgarfjörðinn og
seinna var okkur skutlað á skauta
á Skervötnin og meira að segja í
Húsafell þar sem við fengum að
eyða tíma á útihátíðinni frægu.
Þau voru samhent hjón og milli
þeirra ríkti gagnkvæm virðing en
ákaflega létt og skemmtilegt sam-
band, þau voru einstaklega sposk
og stríðin hvort við annað en alltaf
á góðlegan máta. Inga átti ein-
staka spretti þegar hún blandaði
leikrænum tilburðum við lifandi
frásagnir og skellihló svo sínum
smitandi hlátri. Jafnframt var hún
mjög ákveðin í skoðunum með
sterka réttlætiskennd og sagði
hiklaust meiningu sína ef þannig
bar við, hún var framsýn nútíma-
kona í hugsun.
Þó árin liðu milli heimsókna var
alltaf jafn gaman að líta inn hjá
þeim og svo henni eftir að hún var
orðin ein, alltaf var eins og við
hefðum sést í gær.
Vinkonu minni Bekku, Viðari
og börnum votta ég innilega sam-
úð mína og Ingibjörgu þakka ég
fyrir allt.
Sigríður S. Helgadóttir.
Ingibjörg
Magnúsdóttir
✝ Eiríkur Ó. Þor-valdsson (Eddi í
Nýjabæ) fæddist í
Nýjabæ á Höfn í
Hornafirði 12. nóv-
ember 1947. Hann
lést á Landspít-
alanum 24. febrúar
2012.
Foreldrar hans
eru Sveinbjörg Ei-
ríksdóttir, fædd í Bæ
í Lóni 26. nóvember
1929, og Þorvaldur Kröyer Þor-
geirsson, fæddur á Seyðisfirði
28. mars 1930, d. 1. maí 2009.
Systkini Eiríks eru Elín Krist-
jana, f. 30. september 1952, og
Þorgeir Guðjón, f. 20. mars 1959.
Eiríkur kvæntist Rannvá Di-
driksen þann 31. desember 1968.
Rannvá fæddist í Vestmanna í
Færeyjum 12. september 1946.
Foreldrar hennar voru Anna Di-
driksen, f. 29. júní 1912, d. 5. júlí
1990, og Hans Didriksen, f. 9.
nóvember 1903, d. 6. desember
1988.
Eiríkur og
Rannvá bjuggu á
Höfn til 1978 er þau
fluttust ásamt dótt-
ur sinni til Færeyja
þar sem þau hafa
búið síðan.
Þau eignuðust
eina dóttur, Önnu,
f. 10. nóvember
1966. Börn hennar
eru Björgvin Annar
Gústavsson, f. 16.
júlí 1999, og Rannva Björk Jak-
obsdóttir, f. 26. júlí 2006.
Að loknu landsprófi á Norð-
firði starfaði hann hjá Kaup-
félagi Austur-Skaftfellinga
(KASK), einkum við versl-
unarstörf, og stefndi á Sam-
vinnuskólann. Síðan var hann
eitt ár á varðskipinu Óðni og þá í
Mjólkursamlaginu á Höfn, 17 ára
að aldri. Eiríkur fór til náms í
Danmörku árið 1969 og lauk
prófi við Dalum Mejeriskole á
Fjóni 1970. Við heimkomuna
hvarf hann aftur til starfa í
mjólkursamlaginu, en þá var far-
ið að huga að nýrri samlagsbygg-
ingu, sem síðan varð starfhæf
1973. Það sama ár tók hann við
starfi mjólkursamlagsstjóra. Því
gegndi hann til hausts 1978 þeg-
ar hann var ráðinn til Færeyja til
að stýra þar nýju mjólkurbúi
færeyskra bænda, sem þá var
enn ófullgert. Þannig vann hann
brautryðjandastarf í færeyskum
mjólkuriðnaði sem fram-
kvæmdastjóri Mjólkarvirki Bún-
aðarmanna. Mjólkurbúsrekst-
urinn vatt upp á sig; stofnað var
til fleiri þjónustudeilda, slát-
urhúss, fóðurvörudeildar, véla-
deildar og innflutnings á drátt-
arvélum og öðrum
búskapartækjum, verkstæðis
o.fl. Hið nýja félag fékk nafnið
Meginfélag Búnaðarmanna eða
MBM, sem fór undir forræði Ei-
ríks. Hann starfaði sem forstjóri
MBM til æviloka eða í 33 ár.
Útför Eiríks fer fram frá Vest-
mannakirkju í Færeyjum í dag,
3. mars.
Elsku Eddi!
Hetjulegri baráttu þinni við
illvígan sjúkdóm er lokið.
Ég trúi því að pabbi hafi tekið
á móti þér og ummvafið þig ást
sinni.
Ég trúi að látinn lifir
lífi þá lokið er.
Alvald sem öllu er yfir
ekki mun gleyma þér.
Þessi vísa er eftir mömmu og
við þessa trú ólumst við systk-
inin upp.
Myndir minninganna frá upp-
vaxtarárunum í Nýjabæ
streyma um hugann minn og eru
bæði fallegar og ljúfar.
Að alast upp með foreldrum
sínum, bræðrum, afa og ömmu
ásamt Rúnu er forréttindi sem
ég er mjög þakklát fyrir.
Þú hafðir áhuga á því að
mennta þig og mjólkurfæði varð
fyrir valinu.
Þú varst kominn með fjöl-
dskyldu, elskulega eiginkonu og
litla dóttur og þær fylgdu þér til
Danmerkur til náms.
Bæði hafðir þrek og þor
þekking varð til bóta.
Eftir vetur, eftir vor
ávöxt munt þú hljóta.
(S.E.)
Er heim var komið úr námi
varst þú mjólkurbússtjóri á
Höfn.
Árið 1978 föluðust Færeying-
ar eftir þínum starfskröftum til
uppbyggingar á Mjólkarvirki
Búnaðarmanna og fjölskyldan
fluttist til Færeyja, þú tókst við
stjórnartaumunum og stýrðir
allar götur síðan uns þrek þitt
var þrotið.
Guð á himnum gæti þín
og gefi allt hið besta.
Ef á þér rætist óskin mín
auðnu hljóttu mesta.
Þó að leiðin virðist vönd
vonin veg þinn greiði.
Bið ég þess að heilög hönd
hjálpi þér og leiði.
Báðar þessar vísur orti
mamma til þín þegar þú varst að
byggja upp Mjólkarvirki Bún-
aðarmanna.
Aldrei er dauðinn neinn auðfús gestur
en einstaka sinnum kærkominn þó.
Þegar að hugur og þrekið allt brestur,
þá horfum við flest öll himinsins til,
hér verða oftast á lífinu skil.
Þegar síðast þrautin er unnin,
þráum við hvíld þá er ætluð oss var.
Á þegar síðasti svefninn er runninn
og sólin er hnigin í kvöldroðans mar.
Þá gengur þú léttfættur, glaður í lund,
gengur til himins á feðranna fund.
Eftir er minningin ein til að ylja.
Allt sem er gengið á líðandi stund.
Minningar lifa og minningar skilja,
myndirnar eftir á samverugrund.
Þú fleyinu stýrir á frelsarans fund,
þar fagna þér vinir í eilífðarfund.
(Marie.)
Guð geymi þig, elsku Eddi.
Innilegar samúðarkveðju frá
okkur Jóni til Rannva, Önnu,
Björgvins, Rönnvu Bjarkar,
mömmu, ættingja og vina.
Elín og Jón Hafdal.
Eiríkur Þorvaldsson er látinn,
hann mátti láta undan í baráttu
sinni við krabbamein, sem upp-
götvaðist alltof seint. Fráfall Ei-
ríks kom mörgum í opna
skjöldu, þeim sem ekki voru í
stöðugu sambandi við hann.
Hann hafði verið búsettur í
Færeyjum í meira en þrjá ára-
tugi en hann kom reglulega til
Íslands, ýmist í viðskiptaerind-
um eða til að heimsækja ætt-
ingja og vini, einkum eftir að
Anna, hjartfólgið einkabarn
hans, flutti til gamla föðurlands-
ins og hóf hér búskap.
Eiríkur átti hér marga vini,
ekki sízt úr þeim mörgu ferða-
hópum úr íslenzkum mjólkuriðn-
aði sem heimsóttu Eirík og fyr-
irtæki hans í gegnum árin og
nutu ómældrar gestrisni hans og
hlýlega viðmótsins, sem honum
var svo tamt.
Vinátta okkar Eiríks hófst
fyrir alvöru um það leyti sem
hann tók við starfi mjólkurbús-
stjóra í nýrri stöðvarbyggingu
KASK á Hornafirði, en þar hófst
þá ostagerð. Gæðavandamál
komu upp og reyndi ég að vera
honum til aðstoðar við að leysa
þau. Hann var óspar á að leita
sér aðstoðar ef með þurfti og
þannig hófst okkar langa sam-
vinna bæði í leik og starfi. Sem
stjórnandi af guðs náð fylgdi
hann þeirri lífsspeki að vera
ekki að vasast í öllu sjálfur,
heldur finna þá til sem hann
taldi að gætu gert hlutina jafn
vel eða betur en hann sjálfur.
Ýmislegt var það þó sem honum
lét betur en flestum, þ.e. að
halda saman hópnum sínum,
samstarfsfólkinu, sem hann alla
tíð sýndi fulla virðingu, og eiga
gleðistundir með þeim og öðrum
vinum. Við Eiríkur áttum marga
gleðilega fundi saman og vinátta
okkar, með gagnkvæmum heim-
sóknum, stóð af sér fjarlægðir
og aðrar hindranir allt til dauða
hans.
Eftir standa nú ættingjar
hans og nánasta fjölskylda í sorg
og harmi, sem ég deili einlægt
með þeim, enda var vinátta okk-
ar Eiríks á fjölskyldugrundvelli.
Megi þær Rannvá og Anna finna
nokkra huggun í minningunni
um mann sinn og föður, sem var
svo sérstakur og athyglisverður
maður.
Sævar Magnússon.
Eiríkur Ó. Þorvaldsson
erfidrykkjur
Sigtúni 38, sími: 514 8000
erfidrykkjur@grand.is / grand.is
Hlýlegt og gott viðmót
Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum
Næg bílastæði og
gott aðgengi