Morgunblaðið - 14.03.2012, Síða 17

Morgunblaðið - 14.03.2012, Síða 17
DÓMSORÐ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra gengur í salinn með mottu á efri vörinni, segir til nafns fyrir Landsdómi, með lögheimili á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Ekki hefur farið framhjá þjóðinni að hann hefur beitt sér fyrir því síð- ustu misseri að draga Geir H. Haarde til saka, fyrrverandi for- sætisráðherra og formann stjórn- málaflokks á hinum kanti pólitíska litrófsins. „Stungið ofan í skúffu“ Og óhætt er að segja að Stein- grímur hafi ekki sparað stóru orðin. Hann lýsti varnaðarorðum sínum um að þjóðin stefndi í „þrot“, þó að reyndar segði hann það „aldrei og ekki fyrr en í október, sem ég hafði trú á að allt íslenska bankakerfið myndi hrynja, en ég óttaðist að einn eða tveir bankar stæðu illa eða gætu farið illa …“ Hann sagðist hafa orðið var óánægju sænska seðlabankastjórans Stefan Ingves vorið 2009 með að ís- lensk stjórnvöld hefðu ekki fylgt nægilega eftir gjaldmiðlaskipta- samningi Seðlabanka Íslands og norrænna seðlabanka sem gerður var í mars árið 2008. Ekki þurfti að hvetja Steingrím til ræðuhalda, en tvisvar stoppaði Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, hann af, er hann var kominn langt út fyrir efnið. Og það var skrautlegt er Andri Árnason, verjandi Geirs, spurði út í orð Stein- gríms um „samning“ sem gerður hefði verið samhliða gjaldmiðla- skiptasamningnum og „stungið ofan í skúffu“, eins og Steingrímur lýsti því. Þegar Andri spurði Steingrím hvar orðið samningur hefði komið fyrir á skjalinu svaraði Steingrímur: „Formið á þessu er samning- ur … samkomulag … yfirlýsing.“ Þar með voru þeir orðnir sammála um skilgreininguna, en eins og kom- ið hefur fram í réttarhöldunum var slík yfirlýsing um aðgerðir stjórn- valda undirrituð af Geir, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkis- ráðherra, Árna Mathiesen fjármála- ráðherra og Ingimundi Friðrikssyni seðlabankastjóra. Samtalið hélt áfram og Andri spurði hvar Stein- grímur hefði heyrt að yfirlýsingunni hefði verið „stungið ofan í skúffu“. „Var talað um efndir?“ „Það eru mín orð,“ svaraði Stein- grímur. „Það endurspeglar þá til- finningu sem ég fékk. Líklega á fundi mínum með Stefan Ingves.“ Andri spurði þá hvort ítarleg svör Seðlabanka Íslands 8. júlí og 16. september árið 2008 hefðu ekki þótt fullnægjandi. „Annaðhvort það eða þeir voru ósáttir við að ekki væru meiri efnd- ir,“ svaraði Steingrímur. „Var talað um efndir?“ spurði Andri og lét færa Steingrími yfirlýs- ingu stjórnvalda og spurði hvað af atriðunum hefði ekki verið efnt. Steingrímur las stuttlega og svaraði: „Eins og ég segi, það var ekki far- ið út í þetta þannig. Ekki farið út í svör. Þetta bar almennt á góma og það var lýst óánægju.“ Skömmu áður hafði Árni Mathie- sen sagt fyrir Landsdómi að eitt at- riði yfirlýsingarinnar hefði snúið að starfsemi Íbúðalánasjóðs og þess vegna heyrt undir Jóhönnu Sigurð- ardóttur sem þá var félagsmálaráð- herra. „Það var kannski það atriði af þeim sem þarna voru sem ekki gekk eftir,“ sagði Árni. Steingrímur lét vera að minnast á það. Rétt er að rifja upp að í yfirlýs- ingu forsætisráðuneytisins sama dag og tilkynnt var um gjaldmiðla- skiptasamninginn kom fram, eins og lesa mátti um á Mbl.is: „Til þess að bæta virkni peninga- málastefnunnar mun ríkisstjórnin meðal annars undirbúa og birta trú- verðuga áætlun um umbætur og breytingar á skipulagi Íbúðalána- sjóðs.“ Það var Markús sem átti síðasta orðið í gær eftir vitnaleiðslur í sjö daga fyrir Landsdómi: „Málið verður þá tekið til munn- legs málflutnings 15. mars kl. 13.“ Steingrímur gat ekki um Jóhönnu 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 SJÓNARHÓLL Þar sem gæðagleraugu kosta minna Hágæðagler á góðu verði Reykjavíkurvegur 22 | S. 565 5970 | sjonarholl.is Hjörtur J. Guðmundsson hjorturj@mbl.is Fram kom í máli Steingríms J. Sigfús- sonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, fyrir Landsdómi í gær að hann hefði ekki átt von á því frekar en aðrir að all- ir þrír bankarnir hryndu í október 2008. Hann hefði þó haft áhyggjur af því að tveir af þremur stóru bankanna kynnu í versta falli að standa illa. Sak- sóknari Alþingis, Sigríður J. Friðjóns- dóttir, spurði Steingrím út í upplifun hans af aðdraganda bankahrunsins og lagði hann áherslu á að hann hefði lengi haft áhyggjur af stöðu banka- kerfisins og efnahagskerfis Íslands sem slíks árin fyrir hrun. Enda hefðu vísbendingar komið úr ýmsum áttum um að hætta gæti verið á ferðum sem taka hefði átt alvarlega. Steingrímur sagði þær málsbætur þó vissulega vera fyrir hendi að ís- lensku bankarnir hefðu fengið heil- brigðisvottorð bæði erlendis frá og innanlands. Sagði ekki staðið við skilyrði Steingrímur lagði sérstaka áherslu á gjaldmiðlaskiptasamninga sem gerð- ir hefðu verið við hina norrænu seðla- bankana í aðdraganda bankahrunsins. Sagðist hann ekki hafa frétt af þeim samningum fyrr en um vorið 2009 þegar hann hefði setið í nokkra mán- uði í embætti fjármálaráðherra. Upp- lýsingarnar hefði hann fengið frá seðlabankastjóra Svíþjóðar þegar hann hefði verið staddur erlendis að reyna að liðka fyrir lánum til Íslands. Svo virtist sem samningnum hefði ver- ið stungið ofan í skúffu. Steingrímur sagðist hafa oft heyrt kvartað yfir því af norrænum stjórn- völdum að Íslendingar hefðu ekki sinnt þeim skilyrðum sem sett hefðu verið vegna samninganna og nefndi það ítrekað til sögunnar. Andri Árna- son, verjandi Geirs H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, spurði Steingrím hvaða skilyrði hefðu ekki verið uppfyllt og lét afhenda honum skjal þar sem þau voru tíunduð. Eftir að hafa litið á skjalið sagði Steingrímur þessa umræðu meira hafa verið á al- mennum nótum og ekki nein einstök atriði nefnd í því sambandi sem íslensk stjórnvöld hefðu ekki staðið við. Andri spurði Steingrím ennfremur að því hvers vegna hann segði að samningurinn hefði verið settur ofan í skúffu og leiðrétti það síðan að ekki hefði verið um samning að ræða held- ur einhliða yfirlýsingu. Steingrímur sagði að þar hefði hann verið að tala út frá eigin tilfinningu enda hefði skjalið ekki fundist í fjármálaráðuneytinu þegar hann hefði óskað eftir því og hann þurft að fá það sent úr Seðla- bankanum. Hafði lengi áhyggjur af bankakerfinu  Vísbendingar komið úr ýmsum áttum um hættuna Morgunblaðið/Kristinn Landsdómur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra yfirgefur Þjóð- menningarhúsið í gær eftir að hafa gefið skýrslu fyrir Landsdómi. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturj@mbl.is Fram kom í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í lokaskýrslugjöf fyrir Landsdómi í gær að það hefði verið gert af hálfu stjórnvalda í aðdraganda banka- hrunsins í október 2008 sem hægt hefði verið að gera á hverjum tíma. Þannig hefði verið reynt að stækka gjaldeyrisvarasjóðinn, þrýsta á bankana um að minnka umfang sitt, gerast aðilar að evrópska sam- komulaginu um fjármálastöð- ugleika o.fl. Geir sagðist ennfremur hafa rætt við alla þá í aðdraganda banka- hrunsins sem hann hefði talið að gætu gefið upplýsingar um stöð- una. Þá sagðist hann ekki hafa haft ástæðu til að ætla annað en að al- mennt væri verið að gera það sem hægt væri til þess að takast á við það ástand sem hefði skapast. Pólitísks umboðs aflað Þá lagði Geir áherslu á að helgina fyrir bankahrunið, svokall- aða Glitnis-helgi þegar tekin var ákvörðun um að ríkið tæki yfir 75% hlutafjár í Glitni, hefðu for- ystumenn ríkisstjórnarflokkanna aflað sér þess pólitíska umboðs sem þeir hefðu þurft. Þannig hefði verið hringt í þá ráðherra sem ekki voru á landinu og hefði tekist að ná í þá flesta þrátt fyrir að þeir hefðu þá sumir verið staddir víðsvegar um heiminn í ýmsum erindagjörðum. Aðstoð- armaður Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra hefði verið við- staddur og hefði hann litið á hann sem fulltrúa ráðherrans. Stjórnvöld gerðu það sem hægt var Morgunblaðið/Kristinn Landsdómur Geir H. Haarde fær sér sæti í Landsdómi í gær.  Lagði sig fram við að afla upplýsinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.