Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 74. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Vilja deyja á Íslandi 2. Dró sér 8-9 milljónir 3. 100 ára unglingur 4. Flúði lyfjabælið Los Angeles »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ragnhildur Magnúsdóttir Thordar- son hefur verið að gera það gott í kvikmyndagerðarnámi sínu í Los Angeles að undanförnu. Vefsíðan Filmbreak valdi hana nýlega sem besta framleiðandann fyrir nýja ör- mynd, Carlos & Brandi 2, en hana má nálgast á funnyordie.com. Ragga Thordarson gerir það gott  Breska heim- ildamyndagerð- arkonan Kim Longinotto er verndari Reykja- vík Shorts & Docs-kvik- myndahátíð- arinnar sem hald- in verður 6.-9. maí næstkomandi. Longinotto nýtur mik- illar virðingar víða um heim og hefur frá fyrstu tíð sýnt mannréttindum og málefnum kvenna mikinn áhuga. Verndari Reykjavík Shorts & Docs  Felix Bergsson, Stefán Már Magn- ússon og Jón Ólafsson halda áfram yfirreið um landið með tónleika sem bera yfirskriftina Þögul nóttin. Nú er röðin komin að Hval- firðinum, nánar til- tekið hinu glæsilega menningarhúsi Hlöð- um í Hvalfirði. Tón- leikarnir verða á föstudaginn 16. mars og hefjast kl. 20.00. Felix Bergsson með tónleika í Hvalfirði SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi norðaustanátt með rigningu eða slyddu, fyrst SA-lands, en snjókomu fyrir norðan. VEÐUR Sergei Zak skoraði þrjú mörk fyrir Björninn þegar liðið tryggði sér Íslands- meistaratitilinn í íshokkíi í fyrsta skipti í gærkvöld. Sergei hefur verið í tólf ár hjá Birninum sem leik- maður og þjálfari en ákvað að spila á fullu í vetur í fyrsta sinn í tvö ár. „Maður hefur ennþá eitthvað fram að færa en þarf hjálp frá ungu leikmönnunum,“ sagði Sergei. »2-3 Þarf hjálp frá ungu mönnunum Sveinn Þorgeirsson úr Haukum er leikmaður 18. umferðar úrvalsdeild- arinnar í handbolta hjá Morgun- blaðinu. „Ég hef fengið að spila mikið í sókn í síðustu leikjum og hef bara notið þess. Ég er alveg með skýr skilaboð frá Aroni að skjóta á markið þegar ég er inni á og ég reyni að nýta mér það,“ segir Sveinn. »4 Hef notið þess að spila mikið í sókninni Snæfell úr Stykkishólmi tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslita- keppni Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik með útisigri á Ís- landsmeisturum Keflavíkur. Þetta er besti árangur Snæfells frá upphafi og Ingi Þór Stein- þórsson þjálfari segir að hann sé óendanlega stoltur af sínum stúlkum. »1 Óendanlega stoltur af mínum stúlkum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Maður hefur unnið fjölbreytt og skemmtileg störf og hlakkar alltaf til að mæta í vinnuna á hverjum degi. Hér er gott að starfa sem sést best í því að lítil hreyfing er á fólki,“ segir Friðrik Kárason, mót- tökustjóri hjá Olís, sem ásamt fleiri starfsmönnum Olís var um helgina heiðraður fyrir langvar- andi og farsæl störf hjá félaginu. Friðrik er með 50 ára starfsaldur að baki en auk hans fékk Bjarni Haraldsson, kaupmaður og útibús- stjóri Olís á Sauðárkróki, gull- merki fyrir 40 ára störf fyrir Olís og fimm til viðbótar fengu viður- kenningu fyrir meira en 25 ára starfsaldur. Faðir Bjarna; Haraldur Júl- íusson, stofnaði samnefnda versl- un á Sauðárkróki árið 1919 og 1930, sama ár og Bjarni fæddist, tók hann við umboði BP, síðar Ol- ís. Bjarni var lítill gutti er hann fyrst aðstoðaði föður sinn í versl- uninni en komst þó ekki á launa- skrá hjá Olís fyrr en hann tók al- farið við versluninni og útibúinu á Króknum árið 1970. „Ég er auð- vitað mjög glaður yfir að hafa fengið þessa viðurkenningu. Olís hefur komið mjög vel fram við mig alla tíð,“ segir Bjarni, sem ætlar að halda áfram verslunarrekstri og bensínsölu á meðan aldur og heilsa leyfir, en hann fagnar ein- mitt 82 ára afmæli sínu í dag. Friðrik segist eiga eitt ár eft- ir hjá Olís en þá verður hann að hætta sjötugur eins og reglur fé- lagsins gera ráð fyrir. „Þó að hér hafi verið gott að starfa þá er þetta orðið ágætt,“ segir Friðrik, sem unnið hefur með öllum for- stjórum Olís nema Héðni Valdi- marssyni. „Þeir hafa allir verið frábærir og hugsað sérstaklega vel um sitt starfsfólk.“ Friðrik byrjaði sem bensín- afgreiðslumaður á Klöppinni en starfaði lengstum á olíustöðinni í Laugarnesi við ýmis störf. Sá m.a. um niðursetningu tanka, keyrði út eldsneyti, hafði umsjón með elds- neytismælingum og eldsneytis- dreifingu á sjó og landi. Í dag starfar Friðrik sem móttökustjóri. Ljósmynd/Lýður Geir Heiðraðir Einar Benediktsson, forstjóri Olís, ásamt þeim Friðriki Kárasyni, t.v., og Bjarna Haraldssyni, sem heiðraðir voru fyrir störf sín hjá Olís. Friðrik Kárason og Bjarni Haraldsson heiðraðir eftir samanlagðan 90 ára starfsaldur hjá Olís „Hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum degi“ Af ræðu Einars Benediktssonar, for- stjóra Olís, þegar hann heiðraði Friðrik og Bjarna, má ráða að þeir tengjast Olís sterkum böndum. Um Friðrik sagði Einar að hann væri með fróðari mönnum um sögu félagsins og sá fróðleikur hefði reynst dýrmætur við ritun á sögu Olís. Síðan sagði Einar: „Hann [Frið- rik] segir þó að dýrmætast sé að fyrir nákvæmlega 39 árum, eða í mars 1973, kynntist hann sætri stelpu sem starfaði á skrifstofum Olís í Hafnarstrætinu. Það var hún Rúrý sem síðar varð eiginkona hans.“ Eins og kemur fram hér að ofan var Bjarni farinn sem gutti að að- stoða föður sinn í versluninni. Einar sagði að Bjarni hefði við fermingu, árið 1944, haft krafta í kögglum til að dæla bensíninu, en þá var ekkert rafmagn í dælunum og öllu dælt með handafli, fimm lítrum í senn. Kynntist konunni hjá Olís FRIÐRIK OG BJARNI TENGDIR FÉLAGINU STERKUM BÖNDUM Á fimmtudag Norðan 5-13 m/s og él, en þurrt á SV-verðu landinu. Kólnandi, frost víða 0 til 5 stig síðdegis. Á föstudag Minnkandi norðanátt. Él norðan- og austantil, einkum við ströndina, annars bjartviðri. Frost 0 til 10 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.