Morgunblaðið - 07.04.2012, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.04.2012, Qupperneq 11
kom Hafdís heldur tómhent, stóran disk lagði hún á borð sem var hlaðinn nýbökuðum múff- um sem vöktu mikla lukku viðstaddra. Spennan lá í loftinu og blessuð börnin gátu ekki beðið að fá að byrja að blása og mála öll þessi egg sem biðu þeirra, nýþvegin og ljómandi. Fljótlega kom í ljós að sá elsti í hóp barnanna, Hrafn Flóki, var sá eini þeirra sem réð við að blása innvolsi úr eggjum. Stúlkurnar tvær höfðu ekki alveg nógu mikinn kraft í blásturinn, því það þarf jú þó nokkuð til að koma öllu því sem er inni í eggi út um lítið gat. Kría vildi líka svo gjarnan borða eggin og skildi ekki alveg þetta blástursvesen. Litlar og ákafar hendur eiga líka erfitt með að passa að brjóta ekki innantóm egg sem þær eru að mála, og því höfðu nokkur eggjanna verið harðsoðin áður en gleðigjaf- arnir komu í hús. Þá gátu þau kreist eggin eins fast og þau vildu. Síðan var málað og málað og næsta víst að stund í slíkt páskaföndur er dýr- mæt stund. Mikið um að vera Flóki stóð sig með mikilli prýði við að blása úr eggjunum en Kría var meira fyrir að kasta eggjum. Skrautlegt Elín Agla notaði m.a. túss við eggjaskreytinguna. Flinkur Flóki passaði að brjóta ekki eggin þegar hann var að blása úr þeim.Páskagleði Þessi þrjú sóma sér vel sem páskaskraut. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 FINNDU LEYNIKÓÐANN INNI Í PÁSKAEGGINU ÞÍNU SLÁÐU LEYNIKÓÐANN INN Á FREYJUHEIMUR.IS ÞÚ GÆTIR UNNIÐ GLÆSILEGA VINNINGA!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.