Morgunblaðið - 07.04.2012, Síða 25

Morgunblaðið - 07.04.2012, Síða 25
framgengt. Eftir jólin dvaldi ég því heima og sótti skólann þaðan. Telpan fæddist níu mánuðum eftir að ég hóf námið. Þegar ég lá á sæng kom kona sem var að vinna að rannsókn á að- stæðum einstæðra mæðra. Hún spurði nærgöngulla spurninga, svo sem um samfarir og samband við barnsföður. Þetta stakk mig mjög. Eftir að barnið var fætt hætti mamma að vinna til að passa fyrir mig svo ég gæti haldið áfram náminu. Eftir það sinnti ég bara skólanum og barninu. Annað var ekki inni í mynd- inni. Hjúkrunarnámið var þá þrjú ár og teknar vinnutarnir inn á milli. Þegar telpan var þriggja ára og ég orðin hjúkrunarkona fékk ég starf á Húsavík og við mæðgur fluttum þangað. Það voru mikil viðbrigði sem fyrr sagði. En ég fékk góð laun og ágætt húsnæði og var ánægð með það. Á þeim tíma var hægt að fara út á land, fá leikskólapláss fyrir barnið og hafa það prýðilegt. Þetta var árið 1979. Þegar ég fór að vinna á sjúkra- húsinu á Húsavík fannst mér ég fyrst fara að læra. Ég var ráðin á fæð- ingar- og skurðstofudeild, en einnig tók ég aukavaktir á öldrunardeild sjúkrahússins. Ég fékk því þarna mjög víðtæka reynslu, fannst gaman að gera gagn og líkaði vel að vera inn- an um svona margt fólk. Ég naut þess og að geta nýtt mér menntun mína. Á þessum árum voru sjúkrahús vel mönnuð og með mér starfaði vel menntað fólk. Á Húsavík var ég í tvö ár, þá réð ég mig á sjúkrahúsið á Akranesi, þar sem ég vann í 13 ár. Það gerði ég til að dóttir mín fengi að alast upp í sama umhverfinu og þyrfti ekki að skipta um skóla. Ég ákvað þegar ég átti von á barni að ég skyldi helga því líf mitt, að það fengi góða samfellda menntun og byggi við góð skilyrði. Það yrði nógur tími til að hugsa um eitthvað annað síðar. Ég ól Guðrúnu Rósu upp á svipaðan máta og ég hafði sjálf verið alin upp. En tímarnir voru samt aðrir, ég talaði miklu meira við hana um samfélagið en tíðkaðist þegar ég var krakki. Öll þessi ár vann ég mikla aukavinnu en þá vinnu vann ég í fríum og á öðrum stöðum til að fá tilbreytingu í lífið. Svo kom að því að við mæðgur vor- um tilbúnar að breyta til. Frá Akra- nesi fluttum við til Holbæk í Dan- mörku. Ég var þá búin að sækja um að komast í hjúkrunarháskóla þar ytra. Ég hafði fljótlega áttað mig á að ég hafði áhuga á að stjórna en stjórn- unarnám var þá ekki í boði á Íslandi og nýjung í Danmörku. Ásókn var mikil í þetta nýja nám og danskir hjúkrunarfræðingar gengu fyrir. Ég fékk því ekki inngöngu, sótti aftur um árið eftir en fékk heldur ekki inn- göngu. Þá fór ég heim til Íslands aft- ur, reynslunni ríkari. Mér fannst ágætt að koma heim, því ég var svo- lítið einmana í Danmörku; þar var allt öðruvísi. Þó reyndi ég að aðlagast, fór t.d. í kór – en ég var ekki á djamminu og kynntist því fáum. Eignaðist samt góða vinkonu þar ytra. Í Danmörku áttaði ég mig á hve vel menntaðir ís- lenskir hjúkrunarfræðingar eru. Rétt áður en ég fór heim var mér boðið starf á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði, sem ég þáði, ég átti að byrja í september en kom um sumarið. Fór því til Akureyrar í millitíðinni til að vinna þar á sjúkrahúsinu. Mér líkaði stórvel á Akureyri og hefði ekki farið þaðan nema af því ég var búin að ráða mig syðra. Það var þó eins gott að ég fór að vinna á St. Jósefsspítalanum, því í Hafnarfirði hitti ég minn heitt- elskaða, sem ég giftist 1998. Hann var fráskilinn og átti þrjá syni; ég eignaðist því þrjá elskulega stjúpsyni. Saman eigum við Helgi fimm ynd- isleg barnabörn sem við sinnum mik- ið. Auk þess tókum við hjónin að okk- ur um tíma að vera stuðnings- fjölskylda og í framhaldi af því telpu í fóstur sem var hjá okkur í níu ár. Í hönd fóru því erilsöm ár. Sumarið 2000, þegar fósturdóttirin kom til okkar, ákváðum við hjónin að flytja til Stokkseyrar. Þar gerðist ég deildarstjóri á Kumbaravogi. Við leigðum íbúðina okkar í Hafnarfirði. Helgi var á sjónum og þetta hentaði okkur prýðilega. Mér fannst skemmtilegt að vinna á Kumbaravogi og starfið þar vel uppbyggt. Við vor- um þó aðeins tvö ár á Stokkseyri. Bílvelta á Suðurstrandarvegi Ég hafði verið lasin svolítinn tíma, en seint um haustið, 13. nóvember 2000, velti ég bílnum á Suðurstrand- arvegi og slasaðist talsvert, meðal annars á mjöðm. Ég fór að vinna viku síðar og hélt að þetta væri yfirstaðið, en það var aldeilis ekki. Við rann- sóknir kom í ljós að ég hafði fyrir slysið fengið blóðtappa í höfuðið og annan slíkan fékk ég skömmu síðar. Þetta saman olli því að ég varð að hætta að vinna. Það varð mér gríð- arlegt áfall. Ég ætlaði ekki að trúa því að svona væri komið fyrir mér. Ég hélt að það dygði að minnka vinnu og gerði það og raunar allt sem ég gat til að ná mér. Ég hafði sem unglingur verið leiðsögumaður á Hornströndum og var vön útiveru, og nú tók ég að ganga og hreyfa mig mjög mikið, ég fór líka í sjúkraþjálfun og sund. En smám saman rann upp fyrir mér að þetta ástand mitt var komið til að vera. Ég var með mikla verki frá hálsi og upp í höfuð auk þess sem tvísýni og ýmislegt annað hrjáði mig, einkum einbeitingarskortur. Ég gat ekki lengur lesið mér til gagns. Það er ekki hægt að vinna sem hjúkr- unarfræðingur og geta ekki lesið eða munað nöfn. Ég hætti líka alveg um tíma að geta gert handavinnu, svo sem að prjóna. Mér tókst þó að ná þeirri færni upp aftur með því að byrja á að prjóna liggjandi. Þannig náði ég samhæfingu handa og augna. Saumaskapurinn hefur reynst mér erfiðari. Ég átti overlock-vél, en seldi hana. Gat ekki lært á hana aftur, í hvert sinn sem ég tók hana upp var hún eins og ný fyrir mér. Ég þjáðist líka af þreytu, sem enn hellist yfir mig á ólíklegasta tíma. Ég reyndi að fara í nálastungur, hnykkingar, sund- leikfimi og fleira en allt kom fyrir ekki – ég varð öryrki. Fjörutíu og fjögurra ára gömul var færni mín verulega skert. Í kjölfar þessa fluttum við aftur til Hafnarfjarðar og maðurinn minn hætti á sjónum. Ég hef að mestu get- að séð um heimilið með því að hvílast þegar ég þarf. En þreytan og einbeit- ingarskorturinn hefur ekki yfirgefið mig. Þótt ég hafi tapað miklu af þeirri færni sem ég áður bjó yfir hef ég fengið ýmislegt í staðinn. Þegar ég hætti að geta lesið blöðin fór ég að hlusta á útvarp og hljóðbækur. Smám saman gat ég þó lesið aftur. Ég reyni að fylgjast með þjóðmálunum en á erfitt með að muna hvað gerist frá degi til dags. Það er því margt sem er nýtt fyrir mér á hverjum degi. Nú er ég að vinna hlutavinnu á Sólvangi, en veit ekki hvort það getur gengið til lengdar. En það er mjög skemmtilegt og virðist mátulega mikið fyrir mig. Það er erfitt fyrir fólk á góðum aldri að taka því að verða öryrki. Í raun leið hátt á þriðja ár þar til ég átt- aði mig til fulls á þessu. Ég fann fyrir þunglyndiseinkennum og depurð þann tíma, en hélt mínu striki, fór áfram í sund, leikfimi, sjúkraþjálfun, göngur og allt sem mér datt í hug. Svo varð ég að kyngja því að ég hafði ekki peninga fyrir þessu og það bar heldur ekki þann árangur sem ég vonaðist eftir. Þetta bætti, en læknaði ekki. Blóðtappamyndunin, sem er helsta ástæðan fyrir örorku minni, er ættgeng og hefur orðið vart hjá mörgu af mínu móðurfólki. Þetta tengist hjarta- og æðasjúkdómum. Ég var snemma greind með of háan blóðþrýsting og of hátt kólesteról, en þar sem ég lifði svo heilbrigðu lífi var ekkert gert í málinu. Hins vegar veit ég ekkert hvort það hefði einhverju breytt þótt ég hefði farið á lyf fyrr. Ég sannreyndi þegar ég varð formlega öryrki að það kerfi er mjög flókið. Jafnvel starfsfólk sumt á erfitt með að átta sig á því og upplýsingar um þessi mál liggja ekki á lausu. Það sem hefur hjálpað mér mest er hvað ég á góðan lífeyrissjóð og var búin að vinna lengi áður en ég veiktist – 25 ár. Úr Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga fæ ég um það bil dagvinnulaun hjúkr- unarfræðinga. Þrátt fyrir örorkuna er ég þokka- lega virk. Ég er t.d. í félagsstarfi í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og svo hitt- umst við systkinin mjög oft, að með- altali tvisvar til þrisvar í viku. Við er- um fimm systurnar hér á höfuðborgarsvæðinu og hjálpumst mikið að. Það er ríkidæmi að eiga stóra fjölskyldu. Þar er ég heppin, það eru ekki allir öryrkjar í þeim sporum – þeir eru oft mjög einangr- aðir. Mér finnst verst að geta ekki farið meira í ferðalög, mér fannst svo gaman að ferðast. Það er algerlega vonlaust fyrir mig. Trúin hefur hjálpað Það hefur hjálpað mér þegar erfitt hefur verið að ég er trúuð. Ég ólst upp við kirkjustarf, það var í boði þá fyrir krakka og unglinga og við systk- inin tókum ríkan þátt í slíku starfi. Auk þess vandist ég því að fara með bænir heima. En meðan ég var barn fannst mér ég ekki eiga greiða leið að Guði. Það var ekki fyrr en eftir að ég varð fullorðin að ég fór að geta snúið mér beint til hans. Ég trúi á fram- haldslíf og líka að maður eigi fyrir höndum líf með Guði. Ég hef fengið mikla bænheyrslu hjá honum og ég hef farið til spámiðils sem mér finnst ég hafa fengið góðar leiðbeiningar frá. Kannski finnst fólki þetta misvís- andi – en líklega er ég bara sannur Ís- lendingur.“ Íslendingur Morgunblaðið/Árni Sæberg Æskudagar Guðrún Rósa með barnhópinn við Rein, Stefanía yst til vinstri. FRÉTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Miðsumarveisla í Berlín BERLÍN 14. – 19. JÚNÍ WOW ferðir bjóða ferð til Berlínar undir leiðsögn Lilju Hilmarsdóttur. Kaffihús á hverju horni. Pylsur, ostar, menning, verslanir, listasöfn, ölstofur og dýragarður, smekkfullur af öpum. Einnig verður farin heils- dagsferð til Dresden, sem er sannkölluð perla í hjarta Evrópu. Verð á mann í tvíbýli: 119.900 kr. Innifalið er flug með sköttum, akstur til og frá flugvelli, gisting í 5 nætur og íslensk fararstjórn. www.wowferdir.is WOW ferðir | Grímsbæ, Efstalandi 26 | 108 Reykjavík | +354 590 3000 | wowair@wowair.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.