Morgunblaðið - 07.04.2012, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 07.04.2012, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Kauptúni og Kringlunni – www.tekk.is Opið í dag, Skírdag, kl. 13–17 og laugardag kl. 10–17 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HÚSGÖGNUM Bjóðum vaxtalausar afborganir til 12 mánaða Rússneski vopnasalinn Viktor Bout, sem einnig gengur undir nafninu Merchant of Death eða sölumaður dauðans, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi í Bandaríkjunum. Síð- astliðið haust var hann fundinn sek- ur um að reyna að selja kólumb- ískum skæruliðum vopnabúnað en hann hefur einnig verið talinn hafa útvegað hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda vopn. Viktor Bout var handtekinn á fimm stjörnu hóteli í Bangkok árið 2008 en þangað tældu bandarískir útsendarar hann undir þeim for- merkjum að þeir væru skæruliðar á vegum hryðjuverkasamtakanna FARC í Kólumbíu. Hann sat í fang- elsi í Taílandi í tvö ár áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna og hófust réttarhöld yfir honum í lok árs 2010. Bout var síðan sakfelldur í haust þegar kviðdómur taldi hann sekan í fjórum stórum ákæruliðum. Vildi lífstíð en fékk 25 ár Bandaríski saksóknarinn í málinu fór fram á að Viktor Bout yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir vopnasölu til hryðjuverkasamtaka en þurfti að sætta sig við 25 ára fangelsi. Í uppkvaðningu refsingar sagði bandaríski dómarinn, Shira Scheindlin, að ekki væri hægt að dæma Bout í lífstíðarfangelsi þar sem ekki hefði verið sýnt fram á að viðskipti hans væru til þess fallin að særa, meiða eða drepa Bandaríkja- menn. Sölumaður dauðans, Viktor Bout, slapp því með lágmarksrefs- ingu fyrir brot sín. Lögmaður Bouts segir að dómnum verði áfrýjað. Rússar ósáttir vegna málsins Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, sagði við rússneska fjölmiðla að hann myndi ræða þetta mál við utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Hillary Rodham Clinton, enda væru Rússar ekki sáttir við meðferð eða upphaf málsins. „Við látum ekki heift eða hefnd leiða okkur í þessu máli heldur rétt- vísina og réttindi þegna okkar hvar sem þeir eru staddir. Við munum styðja við áfrýjun málsins og vinna að því að fá Viktor Bout heim,“ sagði Sergei Lavrov. Þá segir í tilkynn- ingu frá rússneskum stjórnvöldum að þau muni leita allra leiða til að fá Viktor Bout heim og verði við það beitt bæði öllum alþjóðlegum tækj- um og leiðum sem fyrir hendi eru. Starfsemi Bouts er talin vera hug- myndin á bak við myndina Lord of War með Nicolas Cage en Bout hef- ur byggt upp gífurlega starfsemi með meira en 60 flutningavélum og hundruðum fyrirtækja um allan heim sem útvega þúsundum vopn á átakasvæðum. vilhjalmur@mbl.is REUTERS Vopnasali Rússneski vopnasalinn Voktor Bout var dæmdur í 25 ára fangelsi í Bandaríkjunum í gær en mun áfrýja. Sölumaður dauðans fær 25 ára dóm  Rússnesk stjórnvöld vilja að Bandaríkin sleppi Viktor Bout Reuters Endurfjármögnun skulda Spánverja jókst nokkuð þegar vextir fóru upp á spænskum ríkisskuldabréfum í vik- unni. Ástæða hækkunar á ríkis- skuldabréfunum er talin vera ótti fjárfesta við lengri kreppu á evru- svæðinu en vonast var eftir. Vand- ræði í Portúgal og mikill endurfjár- mögnunarkostnaður Ítalíu á þessu ári spila þar eflaust inn í að mati sér- fræðinga. Luis de Guindos, fjármálaráðherra Spánar, sagði í viðtali við Reuters að stærsta verkefnið framundan væri að sannfæra fjárfesta um að Spánn gæti staðið undir skuldbindingum sínum en margir óttast að Spánn sé á sömu leið og Grikkir, Írar og Portúgalar hafa verið á og þurfi á björgunar- pakka að halda frá Evrópusamband- inu. Stærð spænska hagkerfisins myndi hins vegar gera allar björg- unaraðgerðir erfiðar. Í björgunar- sjóði ESB eru 700 milljarðar evra. Reuters Efnahagskreppa Skuldavandi ríkja á evrusvæðinu er gífurlegur og hægir á öllum efnahagslegum bata. Dýpri kreppa í Evrópu gerir Spáni erfitt fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.