Morgunblaðið - 07.04.2012, Síða 32

Morgunblaðið - 07.04.2012, Síða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14 Smiðjuvegur 6 (rauð gata) // 200 Kópavogur // parketbudin.is PARKET, LÖKK OG OLÍUR Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Íslensk framleiðsla Mósel 30% afsláttur af völdum sófum H Ú S G Ö G N Basel Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Snorri Sturluson, sagnaritari, skáld og lögsögumaður, var andstæðingur er- lendra yfirráða á Ís- landi. Bókmenntaverk og stjórnmálastörf Snorra bera því vitni. Íslenska þjóðin á að stórum hluta frelsið og fullveldið að þakka hinum mikla og gæfu- ríka menningararfi Snorra Sturlu- sonar. Hefur Snorra þótt samskipti sín við norska valdamenn vera orðin hættuleg Íslendingum og viljað slíta þeim þegar hann mælti hin frægu orð „út vil ek“. Jón Loftsson, áhrifamesti goðinn á Íslandi, sem var í frændsemi og vináttu við norsku konungsættina, var enginn agent né áróðursmaður fyrir yfirráðum Noregskonunga á Íslandi. Kirkju- og konungsvaldi sem þá ríkti í Evrópu, ESB þeirra tíma, vildi Jón halda í skefjum á Ís- landi. Ævisaga þeirra fóstra Jóns og Snorra er þjóðinni góð fyrir- mynd í ævarandi varðgæslu fyrir frelsi hennar og fullveldi. Vinátta og viðskipti við aðrar þjóðir, en engin yfirráð þeirra yfir landi og þjóð. Sjö hundruð og sjötíu ár eru liðin síðan morðsveit Hruna-jarlsins kom í Reykholt og hjó þar níðingshöggið örlagaríka. Þjóðveldisöld var lokið formlega 1262, Ísland varð erlend- um yfirráðum að bráð undirbúa ný- ir Hruna-jarlar og sveit málaliða í grænni treyju níðhögg gegn frelsi og fullveldi Íslands? ESB-aðildaráróðurstrúðar tönnl- ast á þeim lygaáróðri að andstæð- ingar ESB-aðildar Íslands vilji ein- angra landið, séu á móti Evrópu, útlendingum og aðild Íslands að al- þjóðlegum samtökum og samvinnu. Þær lygasögur ESB-aðildarforingja eru aðal „rök“ þeirra fyrir aðild. Ís- lendingar hafa alltaf haft í heiðri þá skynsamlegu stefnu, að eiga vin- samleg samskipti við aðrar þjóðir. Íslenska þjóðin er trúlega enn sömu skoðunar. Einangrun frá öðrum þjóðum hefur aldrei verið stefnan. Er ESB-báknið rekið núna með bókhaldsbrellum og seðlaprentun? Ávísun á verðbólgu og atvinnuleysi til langrar framtíðar í ESB-löndum. Er stöðuga myntin „evru-armadan“ sokkin, orðin að fæðu bankaþrjóta, fjárglæfrahákarla og mafíósa? Ís- lensku þjóðinni tókst að hrinda og ógilda Ice-fake, fjörráða áætlanir aðildarforingja og skósveina þeirra, sem þeir ætluðu með blekkingum og valdníðslu og stuðningi ístöðulít- illa þingmanna að láta þjóðina sam- þykkja. Gerum öllum lýðum ljóst að Ísland, auðlindir þess, landsréttindi og frelsi er ekki til sölu, hvorki fyrir grjónaskál né baunadisk, hvað sem líður landsölulauslæti full- veldisprangara og ESB-sinnaðra landsölutrúða. Fyrstu skrefin í ESB-væðingu ís- lenskra auðlinda eru stigin með frumvarpi um fiskveiðiauðlindina. Hlutir í íslenskum út- gerðarfyrirtækjum verði tilbúnir til sölu á markaðstorgum ESB- kauphalla, íslensk fiski- mið opnuð fyrir ESB- fiskveiðiflotum. Ís- lenskir sjómenn látnir víkja fyrir láglauna sjó- mönnum frá Íberíuskaga takist ESB-rembuliði og Brussel-nöglum að narra Íslendinga inn í ESB- þrælabáknið. Aðildarforingjarnir leita nú ákaft að ESB-þjónustulunduðum forseta- frambjóðanda, sprellikarli eða -kerlingu vel spottatengdum sem þeir geta stjórnað eftir hent- ugleikum. Þingmenn (ráðherrar) hafa engar löglegar heimildir fyrir samningum við ESB um afsal (framsal) fullveldis- og löggjaf- arvalds. Slíkir samningar eru gróft brot á stjórnarskrá Íslands. Þing- menn eiga ekki að sitja á svikráðum og níðast á því sem þeim er fyrir trúað. Þeir sem þykjast til þess hæfir að setja forseta Íslands siðareglur ættu að byrja á sjálfum sér, t.d. virða stjórnarskrá og lög landsins, segja kjósendum satt um þeirra raunverulegu pólitísku stefnu og fyrirætlanir. Valdfrekju- og vald- níðslupólitíkusar, sem ætla að selja Íslands frelsi fyrir ESB-helsi. „Græðum“ svo mikið á því er þeirra fjörráða síbylja. Ætla, hvað sem það kostar, að láta þjóðina líta myrka dögun og svarta framtíð svikabragða. Fyrir tvö þúsund árum sagði frelsarinn, sem við minnumst á páskum: „Þið hafið gert hús föður míns að ræningjabæli.“ Mundi frelsisforingi Íslendinga, sem horfir við Alþingishúsinu, segja: „Þið hafið gert hús þjóðar minnar að land- ráðabæli“? Á mestu harðræðistímum Íslands afþökkuðu landsmenn þjóðarflutn- ing á Jótlandsheiðar. Þeir höfðu meiri trú á fósturlandinu og farsælli framtíð þjóðarinnar þar. Í fátækt og skorti vaknaði vonin um end- urheimt frelsis og viðreisn þjóð- félagsins. Er okkur sem nú lifum og njótum alls þess sem áunnist hefur síðan einhver vorkunn að varðveita það sem hverri þjóð er mikilvægast og verðmætast, frelsið og fullveldið. Þjóð sem skortir ekkert, nema stjórnmálamenn sem hægt er að treysta. Höfnum flutningi ESB- og Brussel-valds á „Jótlandsheiðar“. Þá mun engum takast að stela Ís- landi og gera að ránsfeng útrás- arvíkinga (RÚV) og tortólfa. Því meira sem heyrist af lýð- skrums- og rangfærslulygarugli ESB-aðildarforingja, því hugþekk- ari verður hugarmynd skáldsins um leiðtoga. Þjóðsterkur láðvörður lýða, lýðræðisstoð og landvarn- arstólpi, viskusnjall. Forsetinn raungerir ágætlega fáhugarmynd. Fáir munu eftir leika. Snorri átti Bessastaði um árabil og dvaldi þar oft. Gæfa og hamingja lands og þjóðar mun varðveita menningar- og frelsisanda Snorra Sturlusonar um ókomna tíð á þeim bæ, sem nú er bær forseta Íslands. Frelsi og fullveldi Íslands Eftir Hafstein Hjaltason Hafsteinn Hjaltason »Er ESB-báknið rek- ið núna með bók- haldsbrellum og seðla- prentun? Ávísun á verðbólgu og atvinnu- leysi til langrar fram- tíðar í ESB-löndum. Höfundur er vélfræðingur. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.