Morgunblaðið - 07.04.2012, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012
SHS er byggðasamlag sem sinnir slökkvistarfi, sjúkraflutningum, viðbrögðum við mengunaróhöppum, forvörnum,
almannavörnum og öðrum verkefnum sem stjórn SHS ákveður hverju sinni og varða velferð íbúa. Að rekstri SHS
standa sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær,
Mosfellsbær, Seltjarnarneskaupstaður og Álftanes. Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna skipa stjórn SHS.
Skógarh l íð 14
105 Reyk jav ík
s ími 528 3000
shs@shs . i s
www.shs . i s
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) vill ráða sumarstarfsmenn
til að sinna sjúkraflutningum á hefðbundnum orlofstíma.
Sumarstörf við sjúkraflutninga
Um er að ræða fullt starf á tólf tíma dagvöktum, einnig um helgar. Unnar eru tvær eða þrjár
vaktir í röð og frí á milli. Starfið felst eingöngu í sjúkraflutningum nema umsækjandi uppfylli
einnig öll skilyrði sem slökkviliðsmaður. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar
sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Hæfniskröfur:
• Starfsleyfi sem sjúkraflutningamaður er skilyrði, þ.e. að hafa lokið grunnnámi
sjúkraflutninga (EMT-B) og að lágmarki 60 ein. framhaldsnámi
• Aukin réttindi til að stjórna vörubifreið og leigubifreið nauðsynleg
• Gott andlegt og líkamlegt heilbrigði, góð sjón og heyrn
• Reglusemi, þjónustulund og hæfni í samskiptum
Umsókn þarf að fylgja:
• Læknisvottorð um almennt heilbrigði
• Prófskírteini
• Nýlegt sakavottorð
• Nýlegt ljósrit af ökuskírteini og ökuferilsskrá
Þeir sem uppfylla inntökuskilyrði þurfa að vera reiðubúnir að gangast undir:
• Læknisskoðun
• Styrkleika- og göngupróf
• Aksturspróf
• Viðtal
Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl nk. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð í
þjónustuver SHS að Skógarhlíð 14 í Reykjavík og á heimasíðu SHS (www.shs.is) undir
,,Sumarstörf“. Frekari upplýsingar veita þau Ingibjörg Óðinsdóttir og Elías Níelsson í
síma 528 3000 á skrifstofutíma. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum svarað.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Sölu- og markaðsfulltrúi
Nánari upplýsingar:
Þórir Þorvarðarson
thorir@hagvangur.is
Inga Steinunn Arnardóttir
inga@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 15. apríl nk.
Umsóknir óskast fylltar út á
www.hagvangur.is.
GlaxoSmithKline ehf. óskar eftir að ráða starfsmann til að kynna líftæknilyf og nýjungar
fyrirtækisins fyrir heilbrigðisstéttum.
Starfssvið
Starfið felst í markaðssetningu og kynningu á líftæknilyfjum og
öðrum sérhæfðum sjúkrahúslyfjum. Viðkomandi skipuleggur og
sækir fræðslufundi og ráðstefnur á þeim sjúkdómasviðum sem
um ræðir og starfar náið með tengdum deildum innan GSK.
Viðkomandi eflir þekkingu á vörum GSK og veitir vandaðar
og áreiðanlegar upplýsingar sem byggðar eru á öflugum
rannsóknum fyrirtækisins. Starfað er eftir starfs- og siðareglum
GSK með heiðarleika og hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi.
Hæfniskröfur
Háskólamenntun á heilbrigðissviði eða lífvísindum (lyfjafræði,
líffræði, hjúkrunarfræði eða sambærileg menntun).
• Færni í mannlegum samskiptum
• Metnaðarfull vinnubrögð
• Dugnaður
• Góð kunnátta í íslensku og ensku
• Góð almenn tölvuþekking
• Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
GlaxoSmithKline ehf. er dótturfyrirtæki GlaxoSmithKline plc, eins stærsta fyrirtækis
heims á sviði rannsóknar og þróunar nýrra lyfja og bóluefna. Markmið okkar er
að bæta lífsgæði fólks með því að gera því kleift að áorka meiru, líða betur og lifa
lengur. Nánari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á www.gsk.com.
GIGTARFÉLAG
ÍSLANDS
Almennt
skrifstofustarf
Gigtarfélag Íslands óskar eftir að ráða starfs-
kraft á skrifstofu félagsins til almennra
skrifstofustarfa, s.s. umsjónar með félaga-
kerfi, netpósti, afgreiðslu ýmiskonar og
reikningagerð. Um er að ræða 70 til 80%
fjölbreytt starf. Æskilegt er að viðkomandi
geti hafið störf sem fyrst.
Hæfniskröfur:
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
Góð tölvukunnátta
Æskileg reynsla af launavinnslu og
reikningagerð
Færni í mannlegum samskiptum
Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi
Áhugasamir vinsamlega sendið umsókn og
starfsferilsskrá á netpóstinn
emilthor@gigt.is eða skili á skrifstofu
félagsins að Ármúla 5. Umsóknarfrestur
er til 16. apríl nk. Allar frekari upplýsingar
veitir EmilThóroddsen framkvæmdarstjóri, í
síma 530 3600 eða 863 9922.
Störf í Noregi
M-Group hefur mikla reynslu af
Ráðningum, Greiningum, Þjálfun
og styrkingu Starfsmanna og
Leiðtoga/Stjórnenda
Fyrir hönd viðskiptavinar í örum vexti leitar
M-Group að eftirfarandi:
Meiraprófsbílstjórar gjarnan með
einhverja reynslu af akstri hópferðabíla/
strætisvagna.
Góðir möguleikar á föstu starfi fyrir rétta
aðila. Laun samkvæmt samningum.
Góð starfsskilyrði hjá traustu fyrirtæki.
Æskilegt er að umsækjendur hafi góð tök á
Norsku eða öðru norðurlandamáli.
Aukin ökuréttindi D skilyrði.
Möguleiki á öflugu grunnnámskeiði í Norsku
eða upprifjunarnámskeiði ef á þarf að halda.
Vinnuveitandi getur mögulega aðstoðað við
að finna húsnæði ef þörf er á.
Vinsamlegast sendið Ferilskrá/CV sem fyrst
til mm@mgroup.no
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að
hafa samband við Marius Morin í síma
+47 480 88 868
Viðtöl munu fara fram á Íslandi og í Noregi.
Lausar stöður
Grunnskóli Snæfellsbæjar:
Grunnskóli Snæfellsbæjar var stofnaður árið 2004 og er í dag staðsettur
á þremur stöðum, í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsuhóli í Staðarsveit.
Við skólann eru lausar eftirfarandi stöður næsta skólaár: Heilar stöður kennara í textílmennt og
heimilsfræði. Umsjónarkennsla á yngsta stigi og miðstigi. Kennsla ensku, dönsku, íslensku,
samfélagsfræði og lífsleikni á unglingastigi auk upplýsinga- og tæknimenntar.
Aðrir möguleikar fyrir hendi. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám og að efla sjálfstæði
nemenda, samvinnu og árangursrík vinnubrögð með áherslu á vellíðan nemenda og virðingu
þeirra fyrir sjálfum sér og öðrum. Mikil áhersla er lögð á kennslu í átthagafræði og nærkennslu
en allar starfsstöðvar skólans eru Grænfánaskólar. Skólinn miðar að því að auka verulega
kennslu tengda náttúru, aðstæðum og sögu heimabyggðarinnar.
Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 segir í 3. mgr. 11. gr: „Óheimilt er að ráða til starfa við grunnskóla ein-
stakling sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Við ráðningu
skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild skólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.“
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Magnús Þór Jónsson, í símum 433-
9900 og 894-9903 eða senda tölvupóst á maggi@gsnb.is.
Öllum umsóknum verður svarað.
Nú er að grípa tækifærið og ganga til liðs við metnaðarfullan hóp sem leggur
áherslu á að gera gott skólastarf í Snæfellsbæ enn betra. Öllum umsóknum verður
svarað.
Hafðu samband, þú tapar engu en gætir grætt mikið!