SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Page 2
2 15. apríl 2012
Við mælum með
Borgarleikhúsið
Árið 2002 frumsýndi Vest-
urport Rómeó og Júlíu á litla
sviði Borgarleikhússins. Sýn-
ingin sló í gegn og markaði
upphafið að velgengni leik-
hópsins. Í tilefni tíu ára afmæl-
is uppfærslunnar er sýningin
nú aftur á fjölum Borgarleik-
hússins og verður næsta sýning
föstudagskvöldið 20. apríl á
stóra sviðinu.
Morgunblaðið/Jim Smart
Rómeó og Júlíu
18 Fríkirkjuvegur 11
Hugmyndir Björgólfs Thors að breytingum á húsinu.
28 Samkennd heimsins
Stefán Ingi Stefánsson stofnaði fyrir átta árum skrifstofu UNICEF á Ís-
landi, þá ekki orðinn þrítugur. Í viðtali ræðir hann um starf samtak-
anna og þær framfarir sem hafa orðið í heiminum.
31 Sinna áhugamálinu …
Tíu ár eru síðan vefsíðan fotbolti.net var sett á laggirnar. Hún nýtur sí-
fellt aukinna vinsælda að sögn stofnandans.
34 Listin í lækningunni
Á bak við hvíta læknasloppinn er ekki bara að finna hafsjó fróðleiks
um mannslíkamann, lyf og sjúkdóma. Fjöldi íslenskra lækna syngur,
semur og spilar tónlist í frístundum sínum.
36 Líf í skugga Titanic
Af þeim rúmlega 2.200 manns sem voru um
borð í Titanic var 705 bjargað þegar skipið
Carpathia kom á vettvang.
40 Djúpsteiktur hrollur
Að horfa á sjónvarpskokka sýna listir sínar
er góð skemmtun. Oftast elda þeir eitthvað
gómsætt þannig að maður fær vatn í munn-
inn.
Lesbók
42 Fjölmenntaður mannvinur
Í næstu viku minnist Söngsveitin Fílharmónía Róberts Abrahams
Ottóssonar í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli hans.
47 Ljósmyndir, minningar þjóð-
arinnar
Þankar Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar.
14
32
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson af Of Monsters and Men.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir,
Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson.
Augnablikið
Þessi litla fjöruga stelpa er föst í líkamasem hefur gjörsamlega svikið hana, segirmóðirin þegar hún horfir á dóttur sína ísjúkrarúmi á gjörgæsludeild. Hún er
vöktuð öllum stundum, bæði af faglærðu starfs-
fólki og elskandi foreldrum. Hún er nýkomin úr
öndunarvél, vél sem sá um að anda fyrir hana í
heila viku þar sem litli fallegi líkaminn var ger-
samlega að gefast upp. Nú getur hún andað sjálf en
öll orka sem hún á fer aðeins í það mikilvæga
verkefni að huga að starfi lungnanna.
Móðirin les fyrir hana sögur af böngsum og fað-
irinn heldur í litlu naglalökkuðu höndina. Hún
sem hafði verið svo fín í fermingu bróður síns fyrir
aðeins tveimur vikum, deginum áður en heim-
urinn hrundi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem al-
mættið leggur þungar byrðar á þessa hugrökku
hetju. Eftir að hafa barist óaðfinnanlega við
krabbamein tvo þriðju hluta ævi sinnar, alltaf með
stríðnisbros á vör, ákvað vágesturinn að gera at-
lögu af þvílíkum krafti að flestir hefðu fallið við
fyrsta högg. En ekki þessi ofurhetja sem bráðum
heldur upp á þriggja ára afmælið sitt. Hún berst
áfram af þvílíku afli að aðdáun vaknar hjá hverjum
er fylgist með.
Um allt land og víðsvegar um heiminn er kveikt
á kertum fyrir þetta litla ljós. Vanmáttugir ætt-
ingjar og vinir geta ekkert gert nema hugsað til
fjölskyldunnar, leitað í trúna, beðið og vonað að
nú eigi allt eftir að fara vel.
Nú er hverju hænuskrefi fagnað. Bara það að
geta grátið er stór sigur, enn stærri sigur er þegar
hún getur notað augun og hreyfir höfuðið örlítið.
Það eru vissulega mörg hænuskrefin sem hún þarf
að taka þessi litla stúlka en allir sem hana þekkja
vita að hún er þess megnug.
Rifrildi um forsetakosningar, öfgafeminisma,
ESB, niðurfellingu skulda, bensínverð og hvaðeina
skiptir þá sem elska þessa litlu stúlku engu máli og
ef farið er út í það, skiptir það nokkurn tímann
máli? Þurfum við ekki aðeins oftar að fjarlægja
hismið utan af kjarnanum og sjá að það sem skipt-
ir okkur alltaf mestu máli er fólkið sem við elsk-
um, að við fáum að hafa það hjá okkur eins lengi
og mögulegt er og ekki er verra að það haldi
heilsu. Hvaða markmiðum í lífinu skiptir okkur
raunverulega máli að ná? Að eignast stærra hús,
meiri peninga, fleiri fyrirtæki? Það vita allir
hversu hjákátlegt það er að einblína eingöngu á
veraldleg gæði. Þegar öllu er á botninn hvolft þá
vitum við líka öll hvað við viljum og það merkilega
er að við sameinumst í þeim vilja. Við viljum öll
elska og vera elskuð. Segðu fólkinu sem þér þykir
vænt um að þú elskir það. Faðmaðu, elskaðu,
knúsaðu og kysstu og ef þú hefur tök á, kveiktu á
litlu kerti fyrir lítil ljós sem þurfa á fallegum hugs-
unum að halda.
Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is
Sá sem er hjálparlaus gagnvart þjáningum lítils barns getur lítið annað gert en að senda fallegar hugsanir.
Morgunblaðið/Sverrir
Lífsbarátta og ást
Freddie
Mercury
tónleikum
Tvennir tón-
leikar til heið-
urs Freddie heitnum Mercury,
söngvara rokkhljómsveitarinnar
Queen, verða haldnir í Eldborg
Hörpu miðvikudaginn 18. apríl
kl. 19.30 og 22. Um er að ræða
sömu dagskrá og flutt var við
miklar vinsældir í nóvember sl.
Kvennakór
Kópavogs
Kvennakór
Kópavogs
heldur upp á
tíu ára starfsafmæli sitt með
veglegum tónleikum í Salnum í
Kópavogi á sumardaginn fyrsta,
19. apríl, kl. 20.00. Ástin og
sumarið munu svífa yfir vötn-
um.
Sýningar á sunnudaginn kl. 13:30 og 15:00