SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Qupperneq 8
8 15. apríl 2012
Daniel Jacob Radcliffe fæddist í Lundúnum 23.
júlí 1989. Hann kom fyrst fram í kvikmyndinni
The Tailor of Panama árið 2001 og sama ár
kom fyrsta Harry Potter-myndin út. Þær urðu á
endanum átta og gerðu Radcliffe að stór-
stjörnu. Hægt er að festast, bágt mun úr að
víkja, segir einhvers staðar, og Radcliffe byrjaði
snemma að reyna fyrir sér í öðrum hlutverkum,
einkum á sviði, til að skilja sig frá Potter.
Frægt var þegar hann lék í nektarsenu í leikrit-
inu Equus eftir Peter Shaffer í Lundúnum. Ýms-
um brá í brún en yfirlýsing leikarans var skýr:
Ég er ekkert barn lengur. Fróðlegt verður að sjá
hvernig Radcliffe kemur til með að spjara sig
nú þegar Potter-ævintýrið er á enda en fyrsta
myndin eftir það, hrollvekjan The Woman in
Black, sem frumsýnd var fyrr á þessu ári, hefur
fallið í frjóa jörð.
Næstu verkefni Radcliffes á hvíta tjaldinu eru
gamanmyndin The Amateur Photographer í leik-
stjórn Christophers Mongers og spennumyndin
Kill Your Darlings í leikstjórn Johns Krokidas,
þar sem hann mun leika bandaríska skáldið Al-
len Ginsberg.
Hvað nú, Daniel?
Radcliffe í kunnuglegum stellingum með Rupert Grint og
Emmu Watson í einni Harry Potter-myndanna.
Reuters
Fleiri hafa auðgast á Harry Potter-æðinu,sem rann á heiminn fyrir hálfum öðrumáratug, en höfundurinn, J.K. Rowling. Álista breska blaðsins The Sunday Times
yfir ríkustu Bretana yngri en þrjátíu ára, sem birt-
ur var í vikunni, sker leikarinn Daniel Radcliffe,
sem fór með hlutverk galdrasnáðans í öllum kvik-
myndunum, sig úr á sviði menningar og lista.
Samkvæmt listanum hefur Radcliffe, sem er 22
ára, þénað hvorki meira né minna en 54 milljónir
sterlingspunda á stuttum ferlinum, það eru um
ellefu milljarðar íslenskra króna. Megnið af þess-
um tekjum hefur Radcliffe haft af Potter-
myndunum en hryllingsmyndin, The Woman in
Black, sem hann lék í á síðasta ári, gekk einnig vel.
Tekjur leikarans í fyrra munu hafa numið sex
milljónum punda.
Næsti maður á listanum er líka leikari, Robert
Pattinson, sem meðal annars gerði garðinn frægan
í Twilight-myndunum. Hann er metinn á 40
milljónir punda. Þess má til gamans geta að Patt-
inson, sem er 25 ára, hóf einmitt leikferilinn í
einni Harry Potter-myndanna.
Leikarar í sérflokki
Af listanum að dæma kemur meira en helmingur
breskra auðkýfinga undir þrítugu úr skemmt-
anabransanum, þegar búið er að skilja íþrótta-
menn frá. Leikarar, einkum þeir sem hlotið hafa
safarík aðalhlutverk í kvikmyndum, eru í nokkr-
um sérflokki en á eftir Radcliffe og Pattinson koma
Keira Knightley, 27 ára, með 30 milljónir punda;
Kiera Chaplin, 29 ára, með 28 milljónir punda;
Emma Watson, 21 árs, með 26 milljónir og Rupert
Grint, 23 ára, með 24 milljónir. Tvö þau síðast-
nefndu slógu vitaskuld í gegn sem vinir Harrys
Potters í myndunum.
Athygli vekur að Knightley, sem er sögð önnur
launahæsta leikkonan í Hollywood um þessar
mundir, jók ekki við auð sinn á árinu 2011 enda
einbeitti hún sér þá að sviðsleik í Lundúnum.
Langt er niður í næsta leikara á listanum. Það er
Lily Cole, 23 ára, sem metin er á 8 milljónir punda.
Hún hefur líka getið sér gott orð sem fyrirsæta.
Ekki kemur á óvart að söngkonan Adele sé efst á
lista yfir tekjuhæstu bresku tónlistarmennina
undir þrítugu. Hún er aðeins 23 ára en hefur þegar
þénað 20 milljónir punda, það eru um fjórir millj-
arðar íslenskra króna. Hún hefur nú selt meira en
20 milljónir eintaka af tveimur fyrstu breiðskífum
sínum, sem heita einfaldlega 19 og 21.
Adele er í nokkrum sérflokki en á eftir henni
koma fimm aðrar konur: Cheryl Cole; Leona Lew-
is; Katie Melua; Joss Stone og Charlotte Church,
með á bilinu 8-12 milljónir í uppsafnaðar tekjur á
ferlinum. Efstu karlarnir á listanum eru Craig
David og Paolo Nutini með 8 milljónir punda.
Efstu nýliðarnir á lista The Sunday Times eru
söngkonan Jessie J, sem kom eins og stormsveipur
fram á sviðið í fyrra, og félagarnir fjórir í stráka-
sveitinni JLS, ellegar Jack the Lad Swing, sem
upphaflega sló í gegn í bresku útgáfunni af hæfi-
leikakeppninni The X Factor. Hvert um sig var
með fimm milljónir punda í tekjur á síðasta ári.
Skyldi maður vera á rangri hillu?
Leikarinn Daniel Radcliffe er sannarlega ekki á flæðiskeri staddur.
Reuters
Auðug ungmenni
Daniel Radcliffe tekjuhæsti
ungi breski listamaðurinn –
Adele þénar best í tónlist
Vikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Söngkonan Adele ætti að eiga fyrir salti í grautinn.
AP
Kiera Chaplin er hugsanlega
ekki öllum kunn, þrátt fyrir vel-
gengni í starfi. Hún er barna-
barn Charlies heitins, fædd í
Belfast árið 1982. Hún byrj-
aði sem fyrirsæta á unglings-
aldri en hefur einnig leikið í
fjölda kvikmynda og á hlut í
framleiðslufyrirtæki í Holly-
wood. Chaplin býr í New York. Kiera Chaplin er fjölhæf ung kona.
AP
Barnabarn
Chaplins
– fyrst og fre
mst
ódýr!
2694kr.kg
Verð áður 4898 kr. kg
Ungnauta entrecote, erlent
45%afsláttur
LAMBALÆRI– fyrir þig og þína!
1498kr.kg
Lambalæri með kryddjurtum